Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 8
SVONA ER AD FEROAST MED BÖRNIN FERÐABÓKMENNTIR geyma sögur um mæður, sem skýra sjálfar frá því með óskoraðri hrifningu, hvað það sé gaman að ferðast erlendis með korn- börn, eða mjög ung börn. En svo er dálítill minnihluti, sem heldur því fram, að rétt eins og ekki er allt gull, sem glóir, þannig séu smábörn ef til vill ekki allra ákjósanlegustu ferðafélagarnir. Það sem hér fer á eftir, er tekið úr sex mánaða ferða- sögu um Norðurálfu — austan járn- tjalds og vestan — en þessi ferða- saga er eftir unga móður, sem ekki ber á öðru en þyki fullvænt um börn- in sín — heima fyrir. Eftir að hafa brotizt um hálfan heiminn í hálft ár með tvö börn, annað tæpra tveggja ára en hitt tæpra sex mánaða, hljóma stöðugt í eyrum mér aðvaranir foreldra, sem heima sátu, og ég skal játa, að þeir foreldrar höfðu nokkuð til síns máls. Okkur var sagt, að þetta væri óðs manns æði — og með réttu. Að ferðast með böm er skrípamynd af skemmtiferðalagi. Ýmist er það kval- ræði eða þá hlægilegt. En í báðum til- vikum þrældómur. Þegar rússneskir tollþjónar rannsök- uðu kofortið í bílnum okkar og fundu þar allmarga böggla, alveg eins útlít- andi, urðu þeir eitthvað hvumsa. Böggl- arnir höfðu inni að halda pappírsbleyjur. Atvik eins og þetta og því um líkt, getur gert skemmtiferð að skrípaleik, og svipt hana öllum virðuleik. Og það er ekki úr v>egi að taka ofurlítið í hnakkann á þess um bókmienntum, sem em lofgjörð um hnattferðalög með smiákrakka í togi. Okkar ferðalag getur vonandi leitt í Ijós sannleika orðanna, að „heima er bezt“, ekki sízt þegar um börn er að ræða. 1? örn hafa ekki áhuga á högg- myndalist í flæmskum görðum, tólftu aldar biblíumyndum, né steinlögðum götum. Einkum fara götusteinarnir í taugarnar á þeim. Þar er ekki hægt að komast áfram á tvíhjóli eða þríhjóli, og amerísk börn eru alltaf að reka í tærnar og detta á nasirnar, þegar óslétt er undir fæti. Börn hafa andstyggð á því að borða seint á kvöldin, og eru ekkert hrifin af skrautlegum, handmáluðum matseðlum, skökkum húsum eða því að þurfa að keifa upp þrjá stiga og niður aftur, til þess að fá næði til að gera þarfir sínar. Krakkar hafa óbeit á að sitja aftur í bíl og Alparnir geta alls ekki vakið hrifningu hjá þeim. Þau rugla fyrir hrifningu okkar af fjöllunum, með því að æpa: „Gv. hvað þau eru mörg! Hvað ná þau langt?“ ÖLL ÞESSI MENNING að er bláköld staðreynd, að, eftir að hafa haft fyrir augunum dag eftir dag, byggingarlist og önhur afkvæmi menningarinnar, mánaskin á Adríahafi, spírur, turna — og framandi tungur glymjandi í eyrunum, eru börnin jafn nær, nema hvað þeim hundleiðist auð- vitað. Allar skrípamyndabækur, sögur, dýra- garðar og leit að skemmtigörðum og rólum, geta alls ekki komið í stað heim- ilisins, húsagarðsins heima og ánægjunn ar af reglubundnu, tilbreytingarlausu lífi. Ferðalög eru ekki fyrir aðra en þá, sem eru fullorðnir eða því sem næst, sem vilja losna við daglega vanafestu og langar að hrífast af tilbreytingunni. Þá er hún skemmtileg og hægt að hafa ánægju af henni. Barnið er aftur á móti nú fyrst að komast í kynni við umhverfi sitt. Það hefur enga þörf á tilbreytingu og enga löngun heldur, og tilbreyting, sem er ekkert annað, leikur þau grátt. Nýtt rúm á hverju kvöldi er öðruvísi á að snerta og af að þefa, en vant er og krakka- píslinni gengur illa að sofna en vaknar hinsvegar fyrir allar aldir. Þegar sex ára krakki er loksins orðinn vanur grænum baunum og farinn að leggja þær sér til munns harmkvælalaust, er það bersýni- leg vitfirring að ætla að fara að venja hann við sniglasósu eða annan fram- andlegan mat. W t U ■ öfundar vinsællra greina um ferðalög með krakka í togi, tala oft um að taka einhvern vissan hluta dagsins til að skemmta þeim. Þetta er hrein vitfirring. Ferðalög í framandi löndum eru ekki þannig athöfn, að hægt sé að ákveða smámuni fyrirfram og langt fram í tímann. Enginn skynsamur Norðurálfubúi læt- ur sig hafa það að fara í skemmtiferða- lög með krakka með sér. Eitt merkasta starf hjá dönskum öfum og ömmum er að taka að sér barnabörnin, þegar for- eldrar þeirra þurfa að skreppa sér til skemmtunar til ítalíu. En ef fólk vill nú samt fyrir hvern mun fara í ferðalög með afkvæmi sín, þá vil ég leyfa mér að stinga upp á eftirfarandi stundatöflu: Þriðjungur dags ins í dýragarði að skoða birnina, annar þriðjungur í rólu á einhverjum leikvelli og þriðji þriðjungurinn sé notaður til að leita að snyrtiherbergjum og matsölum, sem eru opnar þegar á þeim þarf að halda. ÞÆGINDIN II ' " ér hefur þegar verið minnzt á dýragarða og róluvelli, en nú verður lítið eitt vikið að snyrtiherbergjum. í suipum stórum höfuðborgum eins og París, eru slík þægindi víða fyrir hendi, svo sem í söfnum, hótelforsölum og á mörgum neðanjarðarstöðvum. Hvað bleyjurnar snertir, eru Sviss og Danmörk góð lönd og Norðurlöndin standa Ameríku framar um pappírs- bleyjur. Það gerir Þýzkaland aftur á móti ekki, og úti í hinum marglofuðu sveitum Englands eru þær ekki til í apótekum né annarsstaðar. f Rúmeníu, Búlgaríu, Júgóslavíu og Rússlandi fyrir- finnast þær alls ekki. Jæja, nú er búið að heimsækja dýra- garðana og snyrtiherbergin, og þá fer það, sem eftir er tímans í að finna mat- sölustað, sem er oþinn, þegar börnin eru svöng. Pylsur og slíka skyndirétti er hægt að fá í París. Þá er ekki annað fyrir hendi en vera þar alla ferðina eða þá standa í því allan daginn að þylja afsakanir eins og þessar: „Nei, elskan, þeir hafa ekki neinar pylsur hérna sunnantil í Júgóslavíu. Já, er það ekki asnalegt. En fólk hefur nú bara svona ólíka siði. Nei, við erum ekki að fara heim. Já, ég veit, að pylsurnar eru ódýrari heima. Við skulum reyna eitt- hvað annað, sem er líkt pylsu á bragð- ið“. Norðurálfumenn eta kvöldverð mjög seint á daginn. Matsölustaðir — einkum í suðurhluta álfunnar — eru varla opnir fyrr en klukkan sjö. Þeir sem ferðast með börn munu fljótt venjast á að éta spælegg og kaldar kartöflur klukkan fimm. MATARÆÐLÐ K rakkarnir okkar höfðu viðbjóð á matnum á meginlandinu, en það er jafnframt nokkur huggun, að börnin þar virðast vera sama sinnis. Evrópskir foreldrar gefa sínum börnum brauð og sultu, af því að þau fúlsa við öllu krydd- aða gumsinu, sem foreldrar þeirra láta ofan í sig. Það var hátíðastund í ferðalaginu hjá okkur, þegar við í Helsinki rákumst í kaffihúsi einu á hauga af Jeilo, ásaimit pylsum og cornflakes. Eina rétta aðferðin fyrir foreldra á ferðalagi, til að leysa matstaðavanda- málið er að setjast bara við borðið og skella í sig svo sem tveim flöskum af víni á fastandi maga. Þá er hægt að tala um mjólk, hamborgara og jafnvel birni — og hafa ánægju af. í hléunum, ef nokkur verða milli dýragarðanna, snyrtiherbergj aleitarinn- ar og snuðursins eftir matsölustöðum, geta þeir, sem eiga næga krafta af- gangs, kíkt á rúmið sem Marie Antoin- ette svaf síðast í eða dáðzt að gömlu sperrunum í enskri sveitakrá. En þá er um að gera að sleppa sér ekki í augna- bliks hrifningu. Einn krakkinn getur týnt af sér skónum og þá fer allur tím- inn, sem eftir er í að leita að annað- hvort skóbúð eða skónum sjálfum. MINJAGRIPIRNIR Fyrstu vikuna, eftir að við komura heim, vorum við að taka saman minja- gripina úr ferðinni. Þar mátti telja eina rúllu af óframkallaðri filmu og aðra af átekinni filmu, sem hafði eyðilagzt þeg- ar sá tveggja ára hafði mölvað mynda- vélina á annarri viku ferðalagsins. Svo var brotin japönsk flugvél, sem við höfðum keypt í Austurríki. í þessu bili kom sá sex ára þjótandi inn, yfir sig glaður. Hann hafði lokið við fyrstu myndina sína í leikskólanum. Það var bátur — sagði hann — sökkv- andi bátur í Helsinki. Það var ekki nema eðlilegt myndarefni fyrir jafn víðreist barn! - KÚALABBAR Frh. af bls. ® — Nei, sagði Gvendur. — Heldurðu, að það séu bara svona götur í Reykjavík, eins og hérna? spurði ég. — Já, auðvitað, svaraði Gvendur, djarflega og hugsaði víst, að götur væru aldrei annað en götur. — Nei, skal ég segja þér, ekki aldeil- iss. — H-a, hvernig eru þær þá? Eru það kannske traðir eins og sumstaðar? — Nei, nei. Það eru skal ég segja þér .... Nú komst ég í bobba. Hvernig gat ég gert Gvendi, greyinu skiljanlegt, hvernig göturnar í Reykjavík voru. Hugmyndirnar þutu sem leiftur um vit- und mína. Bíðum við. — Það eru grjótflatir, sagði ég. — Ha, grjótflatir? — Já, grjótflatir eða grjótsléttur al«* veg eins og breiðar þakslétturnar á Jónsvellinum heima hjá okkur. — Já, svoleiðis, og úr tómu grjóti? Er þá ekki vont að ganga um þær? Eru ekki stórir steinar á þeim eins og á Ártúnsmelnum? — Nei, nei. Þær eru alveg sléttar, maður, sagði ég dálítið gramur yfir skilningsleysi Gvendar. Nú varð mér ljóst, að það var æði- margt, sem ég þurfti að fræða Gvend um, áður en við kæmum til höfuðborg- arinnar. Leiðrétting í SÍÐUSTU Lesbók birtist smásaga eftir Gísla J. Ástþórsson. Slæddust þar inn nokkrar prentvillur, sem hér leiðréttast, Og er höfundur beðinn afsökunar á mis- tökunum: „í fjórða dálki, sjöttu málsgrein, hefur fallið partur úr setningu. Rétt er setn- ingin svona: Maðurinn með hornspanga- gleraugun tók glasið af bakkanum og rétti manninum með harða flibbann, og maðurinn með harða flibbann tók sér stöðu á miðju gólfi og horfði á manninn með hornspangagleraugun, og maðurinn með hornspangagleraugun smellti með fingrunum nokkrum sinnum og kallaði: í neðstu málsgrein (fyrsta dálki) slæddist inn vil'la. Rétt er setningin svona: Hann tók ofan fyrir fisksalanum ai rælni, og fisksalinn tók ofan fyrir hónum — af rælni? Loks er í sögulog sagt „hóf sig á tærnar“ í staðinn fyrir „hóf sig uipp á tærnar“. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.