Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 13
að verSa sení og veiSa landiS á pensíT", ÍiugsaSi ég. Bíllinn var aftur kominn í Almanna- grjá og það var hvorki staður né stund til að hugsa um hverniig hægt er að verða seni. Meistarinn sagði,“ Einhvers staðar hérna lágum við Steini bróðir og hann breiddi ofan á mig kápuna sína alveg upp fyrir augu. Það var döggfall um nótt. Hann var sá fyrsti sem keypti af mér málverk svo mig munaði um. 100 krónur voru miklir peningar í þá daga. Og hérna lágum við undir feldi eins og Þorgeir forðum. Og kóngurinn var kominn á Þingvöll og Ólafur í Arn- arbæli las kvæði Jónasar utan bóikar daginn eftir. Og það tók undir í klettun- um, ógleymanlegt. Stillilogn, skein yfir landi sól á sumarvegi. Þetta máttu bóka, sagði karlinn Hreggviðsson. Og þarna eru Kárastaðir reisulegir og hlýir og héðan á ég margar skemmitilegar og góðar endurminningar. Ég þarf að skreppa hingað og þakka fyrir mi.g. En það er líka söknuður í því að koma á þennan stað, því margt fólk er farið sem ég þekkti. Einar á Kárastöðum var stórmenni og kona hans einnig. Sjáðu hvað náttúran puntar sig þarna í mold- arflögunum, þegar ég nefni nafnið hans, Landið launar fyrir sig, en Guð fyrir hrafninn.“ En við komum erindisleysu að Kára- stöðum. Þar var enginn heima nema börnin. „Bkki fáum við kaffi í dag,“ sagði meistarinn og sneri sér að börn- unum. „Hvað heitir þú góði minn?“ „Ég heiti Einar.“ „Þú heitir eftir hon- um afa þínum. Það er gott. Afi þinn var mikill maður og þú ætlar líka að verða mikill maður?“ „Já“. Einar litli stóð og horfði upp á meistarann, stoltur yfir sinni arfleifð. Við hlið hans svartur hundur og beit í ermina og það var aug- ljóst mál, að þessir tveir vinir áttu ekki að skilja og engin heimsókn óvið'kom- andi manna gat truflað það strauma- spil, sem lék á milli þeirra. „Hvað heitir hundurinn“, spurði ég — en meistarinn hafði sterkari boðskap að flytja og áð- ur en Einar litli fengi svarað spurn- ingu minni sagði hann við börnin, „Líf- ið er list, allt er list sem þið gerið. Ég er gamall bóndastrákur, ég heiti Jói málari, segið honum pabba ykkar það. Ég hef sagt Stardalsbóndanum, hivern- ig á að verka hrútakjöt, og hann skildi það. Segðu honum pabba þínum að það eigi að verka hrútakjöt eins og hákarl og héra og láta það,slakna svolítið áður en það er hengt upp í reyk, þá fer úr því remman. Það held ég, væni minn.“ Síðan kvaddi hann og kom inn í bíl- inn. Og enn lagt af stað. Þegar við ó'kum niður traðirnar, sagði hann mjúkt og í hálfum hljóðum. „Ósköp er það undur- samlegt að sjá börnin svona hamingju- söm. Hvað fólk getur verið dýrðlegt, þegar það heldur ofnsemi sínu. En sjáðu fornmanninn þarna í skýjunum. Hann stendur og heldur um gígju. Það fer nokkuð vel við skröltið í vélinni. Eða hvað finnst þér ...“ Bílstjórinn jók hrað ann eins og hann væri ákveðinn í að komast til Reykjavíkur á undan myrkr- inu... og við töluðum minna en áður, ég man aðeins slitur af setnimgum.. „sérðu mosann, hvernig hann gægist upp úr grænkunni, sko nú kemur violet í þetta, þurrir litir . .þú gerir þér grein fyrir þessu, því þú hefur verið í sveit.. ég hef fengið heimiboð frá Jónasi í Star- dal.. .mosinn er eins og smjör og ost- ur.. en hvernig gætir þú skynjað þetta, það er frá fráfærutím.abilinu . . ,þá voru kjúkur lagðar upp á hillu eða vegg- lægju I lambhúsinu, þið vitið ekki hvað það er, en ef ég segi að öll heiðin sé eins og freyðandi kampavín, mundu fleiri skilja það ...heldurðu að það vanti ©kki félagsheimili hér ...? og bráðum sérðu Stardal, þar segistu hafa verið í sveit.. ,það hlýtur að vera ein- Ibennilegt að upplifa æsku þína í hvít- um veggjum og grænum þökum ... Og þarna er störin rauð, sjáðu þetta kall *ði Matlías brokið á Holtavörðuheiði.. og þarna eru holt, það er mikið skipu- lag í þeim frá náttúrunnar hendi, þetta er afleiðsluending, töfrar; svo kyrfilegt yfirlætisleysi, svo rxkt af samræmi og — nei, ég er viss um að steinarnir hlusta við verðum að gæta ckkar, góði“. Ég sagði við bílstjórann, „Geturðu opnað útvarpið, mig langar að hlusta á fréttirnar“. „Nei, gerðu það ekki“, sagði meistarinn, „ég ætla að segja honum fréttir af heiðinni“. En bílstjórinn var búinn að skrúfa frá útvarpinu, fréttirn- ar glumdu í bílnum: „Nehrú sagði að Indverjar vildu heldur sjá land sitt verða að ösku en ganga að afarkostum af hendi Kínverja...„Æ, æ“, sagði meistarinn, „ósköp er þetta ömurlegt. Líttu heldur á slægjurnar þarna, skrít- ið að enginn skuli heyja á þessum engj- um. Nú kemur bóndinn upp í mér. Ég heyri hvissið í ljá sláttumannsins þeg- ar ég sé svona slægjur". Ég spurði, „Varstu lengi á sjó, Kjarval?" „Já, fimm ár, „svaraði hann. „Græddirðu á því að vera á sjó?“ „Já“. „Fannstu marga nýja liti á sjónum?" „Já“. „Þótti þér skúturnar fallegar?" „Já“. „Sástu margt skemmtilegt?" „Ég sá njólubaug, það er regnbogi af tungli að nóttu til“. „Hefurðu málað hann?“ „Nei, það mál- ar hann enginn. Hefurðu ekki heyrt talað um njólubaug? ósköp eruð þið ómenntaðir með prófin. „Það er fróð- Framh. af bls. 9. hvor um sig 1000 tonn og eru til flutn- inga drykkjarvatns, til vatnsfátækra eyja við Grikklandsstrendur Er flutn- ingur vatnsins talinn nær helmingi ó- dýrari en með tankskipum. Litlir vél- bátar draga slöngurnar, sem fá má leigðar. Slöngurnar fljóta fullar af vatni í sjó með eðlisþyngd 1,02. Stæröir 500 og 1000 tonna flotlesta GERÐ 1 „LW“ | „OW“ Rúmmál, tonn 500 1000 Lengd, metrar 70 91 Þvermál, metrar 3.20 4.20 Dráttarmótsstaða við 5 hnúta, kg. 1800 2.900 Nauðsynlegt vélar- afl, hestöfl 60 98 Mótstaða við 3 hnúta, kg. 700 1000 Nauðsynlegt vélar- afl, hestöfl 135 20 Ristir, hlaðin, metra | 2.60 3.65 legt að vita ekki neitt“, hefur verið sagt. Það er gripið út úr umhverfinu ósjálfrátt, eins og þegar menn blóta. En þú varst að spyrja um skúturnar. Hvernig er hægt að tala um heimili sitt, hvort það hafi verið fallegt eða notalegt? Er ekki komið nóg af frétt- um, ég held það. Ég ætla að segja ykk- ur eitthvað um humorinn. Bílstjóri, viltu stöðva bílinn hérna. Þetta er ágætt. Við getum kallað þessa sögu Skuggsjá. Þið vitið að kindurnar standa oft við vegarkantinn því þar er grasið óvenju loðið. Þetta er ekki gott fyrir kindurnar, því það er mikið ryk og sandur við veginn, en grasið þó nógu grænt. En segjum það væri skilti við veginn, t.d. hérna dálítið austar á heiðinni, og á þessu skilti væri orð- sending frá sauðfjárnefndinni til kind- anna um að borða ekki grasið á veg- köntunum í þurrkatíð, því það eyði- ieggði tennur og meltingarfæri. Við hvert skilti stæðu nokkrar kindur og læsu og horfðu á skiltið og ferðamenn sem væru á leið til Þingvalla stoppuðu og undruðust. Þeir eiga ekki von á því að kindurnar lesi af vegskiltum. En svo mundu þeir spyrja hver annan, „Get- ur vei'ið að íslendingar séu svo mikil bókaþjóð, að kindurnar séu læsar?“ Þarna standa þær og horfa upp á skilt- Af framansögðu ætti að vera ljóst að sæslöngurnar virðast eiga framtíð fyrir sér. Og ekki væri að ófyrirsynju að láta fara fram athugun á því hvort ekki megi hagnýta þær til fiskveiða, sem aukalega lest: flotlest, er gæti gert t. d. 50 tonna báti mögulegt að koma að með eins mikinn afla og 200 tonna skipi, þegar veiði væri fyrir hendi! — Hefur Dracone-félagið brezka áhuga á þessari hugmynd minni. Maður skyldi ætla að flotlestin hlyti að vera langtum ódýrari á hvert tonn in, eins og þær væru að lesa það sem þar stendur á mörgum tungumálum. En þá segja þeir: „Við vissum að íslending- ar eru bókmenntaþjóð, en er verið að gera grín að okkur, þetta er á fleii’i tungumálum?" „Já, við vitum ekki hvaða mál féð talar, það segir bara me!“ yrði svarið sem ferðamennirnir fengju. Erfiðasta raunin er að fá féð til að gera þetta. Það yrði helzt að vera heimavant fé. Ég hef talað um þetta við hest- ana á heiðinni og þeir eru mér sam- mála. Þetta yrði góð lcndkynning og enginn rótarskapur í þessu. En óstæðan til þess að það hefur ekki enn verið gert er sú, að þeir halda að það mundi valda umferðartruflun á fjölförnum vegum. En heyrðu, heldurðu við ætt- um að koma svona prakkarastriki á íramfæri? Ég er að velta því fyrir mér, hvort það hitti mann sjálfan fyrir: Athugull og orðvar sért einkum þegar þú reiður ert, segir Hallgrímur Péturs- son. En þér er óhætt að trúa mér, þeg- ar ég segi að hann Hjálmtýr sé sení. Ég vissi líka strax hvernig átti að taka þetta hjá þér. Þig vantaði ekki pening- ana, en það er galsinn í ykkur. . ..“ Svo fékk meistarinn sér sígarettu og bað bílstjórann að halda ferðinni á- fram. „Vorum við eitthvað að tala um verzlunarstéttina? spurði ég. „Er ekki allt gott og illt komið frá henni. Kaup- mennirnir voru okkar ambassadorar i gamla daga“, sagði hann. „Það hefui undrað mig hvernig þessi stétt getur haft allt á boðstólum, sem fólk vantar daginn út og daginn inn. Alla daga. Virka daga og rúmhelga daga. Alla daga ársins. Þetta hlýtur að vera stolt stétt og hún kaupir afskaplega mikið af list. Kannski færir hún okkur Feneyjar ai gjöf einn góðan veðurdag. Hver veit. Eða hvað heldur þú um það herra blaðamað- ur. En værum við nokkuð bættari með því, höfum við ekki nóg.. Og nú kemur Stardalur í ljós. Þú ert stoltur yfir þessum litlu sporum sem þú skildir eftir á túninu og múlanum. Ég sé að þú ert kempulegur á vanga, þú ert mikil- úðlegur núna, farinn að skeggjast und- ir kvöldið af að vera með svona mannl eins og mér. En veiztu hvað er kal J túnum?“ „Ætli það sé ekki eftir frost 1 jörð?“ „Það er söknuður yfir andrúms- lofti sem komst ekki ofan í svörðinn vegna þess að það var svell of lengj yfir grasrótinni.... og nú eru margir horfnir, sem ég þekkti einu sinni.... grátt kal, eins og þokan sem leggst yfir íjöllin.. .. þokan leggst yfir fjöllin eins og tíminn yfir minninguna. Og blessuð sé hún þokan sem mýkir land og sögu eftir marga þurrkdaga. . . . “ M, lestarrúms heldur en lestin í samsvar- andi skipi. Úthaldskostnaður minni. Ekki væri að ófyrirsyngju að íslenzk- ir aðilar gerðu sem allra fyrst tilraunir með flotlestir. Skyldi þá sérstakleg* athugað hvernig slíkar lestir yrði bezt lestaðar og losaðar, þegar um síld værl að ræða, sem flutt væri til söltunar eða í verksmiðjur. Yrði fyrst að hug- smíða og síðan raunsmíða og reyna út- búnað allan við ýmis skilyrði. Þurfum við að bíða þess að aðrir framkvæmi þetta? Gísli Halldórsson 140 tonna flotlest gerö „ F“, á leið til Southampton. Grámugga á lieiðinni .... - TÆKNI 21. tölublað 1962 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.