Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 1
EÐ KJARVAL A INGVÖLLUM I. Inngangur „Hvernig litist þér á að ég færi með þér út í náttúruna og upplifði iandið, eins og þú gerir?“ Þessa spurningu lagði ég fyrir meist- ara Kjarval í sumarbyrjun, fannst ör- uggara að hafa tímann fyrir mér því um hásumarið er heppilegast að tala við blóm og holt. Meistarinn svaraði fáu einu, en spurði hvort ég vildi fara með sér á Snæfells- nes. „Jú, ég hef áhuga á því“. „Bíll, matur, gisting", sagði hann, „allt inni- falið“. Svo tók hann virðulega ofan og kvaddi. Það leið langur tími. Spóinn kom, þrösturinn verpti og lóan hópaði sig undir haustið. Og svo var það einn góð- an dag að ég stóð að veiðum við Ölfusá með Guðmundi Daníelssyni. Lómurinn vældi ámátlega milli sandrifjanna og álftirnar hermdu eftir Satchmo. Og vfir árhólmann flaug fuglahópur og landið var eins og skuggamynd í deyj- andi kvöldsól í vestri. „Lóur?“ spurði ég. „Nei“, sagði Guðmundur, beitti maðki, kastaði færinu langt út í ána, og fékk sér sígarettu. Ég skammaðist mín fyrir vankunnáttuna. f austri móaði fyi-ir Heklu og Eyjafjallajökli og ég vissi að landið mundi leggjast undir grátt myrkur innan tíðar. Svalur and- vari af hafi, ljósin í Þorlákshöfn eins og furðuljós í útmánaðaveðri, reykur- inn úr hverum Hengils hvítur eins og víxileyðublað, Ingólfsfjall punkturinn yfir landnám fslands. Og sem ég stóð þarna og hlustaði á þetta land, þennan nið af fjöllum, ám og ægi, og lét augun fljúga milli stang- artoppsins og Guðmundar, eins og sí- kvika fugla í flæðarmáli, fór ég aftur að hugsa um meistarann og hvort hann mundi ekki láta verða af þessu ferða- lagi okkar út í farsældarfrónið, og þá mundi ég eftir því að okkur vantaði efni í Lesbókina og ég sagði við sjálfan mdg. „Ég hringi til hans á morgun“. Og mér fannst lómurinn svara. „Já, gerðu það“. Og krfurnar sögðu, „Já, já, já“ og stöngin hristist af ánægju, svo bognaði hún og ég sagði enn við sjálf- an mig, „ætli landið sé búið að bíta á hjá mér?“ Og þegar ég dró upp, sá ég eð það var rétt; grænt slý á önglinum og ég sagði við álftirnar, „Kjarval er búinn að mála allt fsland, hvern stein, hverja nybbu, hvert smáblóm, en skyldi hann nokkurn tíma hafa veitt svona vel?“ En þær svöruðu engu. Svo lagðist myrkur á ána, og það varð þögn í kringum okkur. Næsta dag hitti ég meistarann. Ég sagði. „Ætluðum við ekki saman að veiða landið?" Hann svaraði. „Þú getur fengið þriggja daga ferð á Snæ- fellsnes". Ég sagði. „Því miður hef ég ekki tíma til þess, en getum við ekki skroppið austur á Þingvöll?" „Þingvöll", endurtók hann, „það mætti athuga“. Svo var eins og hann fengi bakþanka og hann bætti við, „Heldurðu ekki að Þingvellir séu of virðulegur staður fyr- ir svona heimsókn, jú sjáðu til þetta verður óvænt heimsókn og það má ekki ofbjóða landinu". Ég sagði, „Hafa Þingvellir úthýst nokkrum manni?" Hann leit upp í himininn og tók ofan. „Verið þér sælir“, sagði hann. Og það var afráðið að við færum saman austur á Þingvöll. Þegar Kjarval var farinn hugsaði ég um það sem hann hafði sagt. Hann hafði talað um verzlunarstéttina í Reykjavík og komizt að orði eitt- hvað á þessa leið: „Hamingjan hjálpi þeim, sem fara ekki í kalt vatn ein- staka sinnum. Ég er svo leiður út í eitt- hvað. Það er eitthvert deprim í mér og ég er hræddur um að setja þáð í þig, það er eins og innibyrgt loft. Ég er nefnilega svo leiður yfir að hafa ekki verið leiður út í eitthvað á réttum tíma. Ætli maður hafi syngdað eitt- hvað. Nei, tölum ekki um syndina, það skilur hana enginn lengur. En finnst þér ekki hart að þurfa að ljúga sig inn á þjóðina, svo listamennirnir geti keypt dálítinn fisk og blóm og rófur og næpur? Nú er ég alveg normal eftir íslenzkum mælikvarða. Þeir sem búa til vöruna og selja okkur verða að fá borgað fyrir þessa vöru sína, til þess að þeim líði vel. Það er þegnskaparlegt mál. En verzlunarstéttin er orðin breið- íylking, því allir verða að hafa afkomu, líka þeir sem framleiða vörur til lista. Við verðum að framleiða handa þeim eitthvað sem gaman er að umgangast, svo þeim vegni vel. Maður hefur þegn- skaparlegar skyldur við umhverfi sitt og búa til eitthvað sem fólk hefur ánægju af. Þetta er gegnumfært í öllu lífinu, líka listinni eins og Tómas Guð- mundsson segir: Þægilegt viðmót. Davíð Kjarval á Þingvöllum bar þetta að eyrum bændastéttarinnar eins og verið væri að dengja ljá. Tómas kemur þessu á framfæri á fínni máta, því hann er hagfræðingur. En Davíð er mikill idealisti. Þú veizt hvernig hann les upp, þú hefur heyrt það; eins og þegar ljáir voru kaldhamraðir á frá- færutímabilinu“. Þetta hafði meistarinn sagt um verzl- unarstéttina án þess að ég hefði þekk- •ingu á umræðuefninu og gæti maldað í móinn. En ég spurði um Þingvöll. „Hvað ætlarðu að gera þangað?“ spurði hann. „Ég ætla að hlusta á landið í þín- um orðum“, svaraði ég. „Þetta var gott, ágætt“, sagði hann. „Þetta land er að hverfa“, hélt ég áfram, „en það geym- ist í málverkunum". „Af hverju held- urðu það sé að hverfa?“ spurði hann á- hyggjufullur. „Túrismi“, sagði ég. „Heldurðu að það farist í túrisma?“ sagði hann í spurnartón. „Ætli það ekki“, sagði ég. „Engin sálarstilla?“ spurði hann. Svo hugsaði hann sig um og sagði eins og annars hugar, „Jæja, heldurðu að það hafi verið kastað of mörgum steinum í vatnið með of stuttu millibili?“ „Ég er hræddur um það“, sagði ég. „Við getum kannski farið seinna“, sagði hann. „Nei núna“, sagði ég ákveðið. Þá brosti hann, „Það er svo mikil sjálfsafneitun að fara að búa sig út og þéna peninga. En kannski fáum við einhvern tímann nýjar Feneyjar með ykkar aðstoð. Glugginn ykkar hef- ur verið góður. Hann hefur neutraliser- að listina, og nú veit enginn hvað er list og hvað ekki. Er þetta kannski of alvarlegur tónn, herra blaðamaður? Eða hvað segir þú um það, heldurðu að þetta endi með andlegum uppblæstri? Gættu þín á því sem heyrir til skvaldr- inu. Listin er einstæðingur og vantar stundum fyrirvinnu til að brúa bilið milli staðreyndanna og þess sem gæti verið til, ef ekki væri allt húmorleysl að bráð. En það er von að fólk *sé hrætt við listamenn, því þeir eru orðnir svo margir. Sjení eða ekki sjení skiptir það einhverju máli? Svo eru þeir hræddir við þann sem vinnur verkið, og því er bezt að fara varlega. Ekkert reklame. Ég hef lagt stolt mitt í að vera kammer- at í listinni eins og þegar _ ég var með strákunum á sjó. Ég er búinn að vera útlagi hér í 40 ár“. Ég stóðst ekki mát- ið, en skaut inn í, „Útlagi, þú? Frá mos- anum kannski?“ „Ég fann mosann en ekki þið“, sagði meistarinn. „Við töp- uðum ykkur úr fyrirvinnunni. Þið byggið listahöll og blaðið er orðið of stórt. Ég uppgötvaði mosann, en það voru þið sem áttuð að lyfta grettistaki. Oft má satt kyrrt liggja. En hvílíkur munur á blaðamönnum nú eða um alda- mótin“, bætti hann við og benti á ennið á mér. „Nú sézt ekki hrukka á nokkr- um blaðamanni. Það er mikill munur eða um aldamótin". II. Laitgt að Gljúfrastein! S vo var haldið af stað til Þing- valla í leigubíl frá BSR. Þegar við ók- um fram úr olíubíl með merki BP hróp- andi í allar áttir sagði meistarinn, „Þarna sérðu góði, þetta er nútímamál- verkið“. „Þetta er auglýsingamerki“, sagði ég. „ósköp er það saklaust", sagði hann. „Hvað var auglýst í þínu ung- dæmi?“ spurði ég. „Kínalífseleksír og Bramalífseleksír. En heyrðu, mér líður svo ákaflega illa. Það er einhver partur af mér ástfanginn í lítilli stúlku, sem var 12 ára þegar við vorum saman fyr- ir austan". Það var grá mugga á leiðinni og þokuslæðingur á Esjunni. Fátt sem Frh. á bls. IX

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.