Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 6
Eftir Sig. Heiödal - FYRSTI HLUTI ÞA Ð var um það bil á miðj- um túnaslætti, að mér var falið það mikla hlutverk, að fara með rauðskjöldótta belju frá Saur- bæ á Kjalarnesi alla leið að fjósdyr- unum hjá Geir Zoéga, kaupmanni í Reykjavík. Hafði fósturfaðir minn, Eyjólfur í Saurbæ, selt Geir kúna. Til fylgdar mér og fulltingis var pilt- ur frá næsta bæ við Saurbæ. Hann hét Guðmundur og alltaf kallaður Gvend- ur. Hann var tveim til þrem árum yngri en ég, og_ var mér vel ljóst, að ég var foringi fárarinnar og bar allan veg og vanda af henni, enda var ég á þrettánda árinu. Þetta var þriðja ferð mín til Reykja- víkur. Sumarið áður fékk ég að fljóta með, þegar farið var með ullina í kaup- staðinn. Fór ég þá sjóveg báðar leiðir. Aðra ferðina fór ég lausríðandi með fósturföður mínum um síðustu Jóns- messu. Átti ég þá að kynnast 'svo leið- inni til höfuðborgarinnar, að ég yrði ein- fær um að rata, ef til þess kæmi, að þörf yrði að senda mig til Reykjavíkur. Og nú átti ég að sýna, hvað ég hefði lært í þessu efni. Það var sólbjartur morgunn, logn yfir láði og legi, og sumarró og sumargleði með fleygum og færum. Þetta var ákjós- anlegasta ferðaveður. Ég hafði hlakkað ekki alllítið til ferðarinnar þá tvo daga, sem liðnir voru síðan, að ég fékk að vita hvað til stóð. En það hefur víst fleirum en mér reynzt hyggilegt, að láta ekki tilhlökkunina hlaupa með sig í gön- ur. Vonbrigðin byrjuðu strax við fjós- dyrnar heima í Saurbæ. Mér var nefni- lega ætlað að ríða Rauðku gömlu, mein- latri merarbikkju, en traust var hún og enginn veifiskati. Ekki var Gvendi, með- hjálpara mínum, gert hærra undir höfði. Hann fékk til reiðar latasta og staðasta hestinn á bænum, sjálfan spikhlunkinn hann Skúlagrána. Einn góðan eiginleika höfðu þau bæði í ríkum mæli. Þau voru ófælin. Þótt hundruð hrossabrestir hefðu verið þeyttir á eftir þeim, þá hefði þeim ekki brugðið hið minnsta. Einar vinnumaður festi kusu við tagl- ið á Rauðku og herti rammlega marga vafninga um tagllykkjuna. — Þið megið ekki leysa beljuna aftan úr merinni, því að þá missið þið hana, sagði hann. — Og þið skuluð ekki kippa ykkur upp við það, þó að beljuskrattinn striðki dálítið á reipin. Rauðka gamla hefur séð hann brattari. Nú var lagt af stað. Við vorum í ágætu skapi þar sem við þokuðumst áfram eftir krókóttum göt- um í glitrandi sólskininu. Ég sat á Rauðku gömlu í fararbroddi og hafði engar áhyggjur af því, að beljan gæti losnað aftan úr. Ég treysti Einari til þess, að hafa gengið tryggilega frá tagl- hnútnum. Báðir ferðamennirnir börðu fótastokkinn, enda veitti ekki af. Gvend- ur hafði stærðar priksvipu, (ól neglda á prikstúf), í hendi til að ógna Skjöldu með, ef hún færi að taka upp á ein- hverjum dintum. É1 " g var svo kunnugur leiðinni, að ég þóttist svo sem viss um að rata. Ör- uggara þótti mér samt, þegar við skrið- um suður Ártúnsmelinn, að rifja upp í huga mínum helztu staði leiðarinnar. Jú, þarna kemur nú Ártúnsá. Hana þekkti ég vel og auðvitað bæinn Ártún. Þegar yfir ána kemur taka við melarnir austur að Arnarhamri. Þar er Arnar- hamarsrétt. Svo förum við framhjá Strýtuhólunum. Þar er nú huldufólk og stundum draugar líka. Þar fældust reið- skjótar pabba og ólafs gamla á Tind- stöðum, og þeirra fimm saman. Þeir voru að koma úr erfidrykkju um nótt í hlákumyrkri. Þeir týndu flestum hest- unum, sem fundust ekki fyrr en daginn eftir. Enginn ferðamanna meiddist til muna. — En það var enginn hætta á, að draugar væru á ferð núna um há- bjartan daginn í glaða sólskininu. Huídufólk óttaðist ég ekki. Mér var fremur vel við það. — En það var nú samt ráðlegast, að segja ekki Gvendi frá þessu um Strýtu- hólana, hvorki um huldufólkið né draug- ana. Hann yrði kannske bandvitlaus úr hræðslu, drengrolan. — Það var annað mál með mig, — þó að ég vissi þetta. — Þó var mér nú aldrei vel við Strýtu- hólana. Jæja, svo förum við framhjá Vallá og Skrauthólum, yfir Árvalladalinn, sem er nú ekki nema stór laut, — og svo meðfarm túngarðinum á Esjubergi. Þá gapir Gijúfurdalurinn á vinstri hlið. Ég gæti þá sýnt Gvendi Búahelli í klettun- um austan við Gljúfurdalinn. Svo kem- ur lækur. Hann heitir nú hvorki meira né minna en Gljúfurá en er bara lækj- arspræna. Þá koma grundir og svo mel- ur. Á honum er dysin, fast við veginn. Hún var nú engu skemmtilegri en Strýtuhólarnir. fram munum við halda niður eftir Kleifunum, framhjá Mógilsá og Kollafirði, yfir Kollafjarðareyrar, upp á hæð og framhjá Kollafjarðarrétt. Þar hafði ég komið áður og séð margt fé og nokkra fulla karla. Einn þeirra hafði skælt eins og krakki, af því að annar karl var að ^stríða honum. Þótti mér furðulegt að sjá gráskeggjaðan mann skæla. Nú, nú, áfram höldum við svo yfir Fitjakotsmelinn, tökum stefnuna niður að sjó og förum yfir Leirvogsá, Köldu- kvísl og Varmá á fjöru. Þá taka við smáhæðir og krókar, en meðfram tún- garðinum á Korpúlfsstöðum áttum við að fara, svo eftir djúpri og breiðri götu niður í fjöru við Grafarvog, — nú, og svo auðvitað áfram niður að Elliðaám, og þá mun ég geta sagt við Gvend: — Sko, þarna eru ensku húsin. Á leiðinni austur með Esjunni blasti Reykjavík við okkur, margfit og húsa- mörg, með fyrirheit óvæntra, heillandi ævintýra. Skólavarðan trónaði sérstök, skjannahvít og tignarleg, eins og hún væri drottning allra hinna húsanna. Tilhlökkunin ólgaði í mér. Allt í einu kom mér í hug nokkuð, sem dró úr ánægjunni. Þar eð ég hafði komið tvisvar til Reykjavíkur, þóttist ég fær í flestan sjó. — En hann Gvend- ur vesalingurinn, — hann hafði aldrei komið þangað og kunni auðvitað enga mannasiði. Það yrði skemmtilegt eða hitt þó heldur, ef hann yrði nú sér til skammar, — og mér auðvitað líka þarna í Reykjavíkinni. E g varð að reyna að manna hann svolítið, strákangann. — Þarna sérðu nú Reykjavík, sagði ég góðlátlegri röddu hins spaka manns og benti á höfuðborgina þegar við fór- um framhjá Skrauthólum. — Já, ég hef séð hana áður, sagði Gvendur. — Þú hefur aldrei komið þangað, sagði ég með festu. — Nei, en ég hef komið hingað áður og séð hana héðan. — Það er nú sama og að hafa ekki séð Reykjavík, sagði ég með áherzlu. — Veiztu það ekki, að ég hef tvisvar komið til Reykjavíkur. — Jú, en þú ert nú líka eldri en ég, svaraði Gvendur. — Ja-á, svaraði ég í hálfum hljóðum. Við þögðum um stund. Ég var ekki ánægður með árangurinn af fyrstu kennslutilrauninni. Gvendur virtist ekki ætja að viðurkenna yfirburði mína skil- yrðislaust. — Veiztu hvað þetta hvíta, stóra er? spurði ég. — Það er nú Skólavarðan, svaraði Gvendur. Hann vissi þá talsvert, sá pamfíll. — Veiztu, hvað búð er? — Búð? Er það þar, sem allt fæst? — Allt hvað? Heldurðu, að þar fáist .. ja .. til dæmis folöld? — Nei, ekki folöld* en gráfíkjur og nálar og svoleiðis. — Heldurðu, að maður eigi að heilsa öllum, þegar maður kemur inn í búð, eins og þegar maður kemur á bæ? — Það veit ég ekki. Er það eklíi? Þarna gat maður nú séð, hvað hann vissi lítið. — Nei. Þú átt alls ekki að heilsa, þeg- ar þú kemur inn í búð. Það skailu muna, Gvendur minn. Ég fann góðviljann og miskunnsemina streyma um m-ig allan. Þetta var enginn smávelgerningur, . . að kenna honum mannasiði, áður en hann kæmi til Reykjavíkur. Ég hélt kennslunni áfram. — Þú bara segir: Ég ætla að kaupa eitt pund af rúsínum, eða hvað það nú er, sem þú vilt fá.. Og svo áttu að segja: Hvað kostar þetta? — Nú j-há, og svo hvað? — Og svo hvað? Nú auðvitað að borga. — Já, en ef maður hefur nú ekki nóga peninga til að borga það, sem maður sagðist ætla að kaupa? Hvað þá? Hvað var hann nú að ybba sig, strák- pésinn. Þetta var dálítið óþægileg spurn- ing. En bíðum við. Ég sá ráð. S jáðu til. Ef þú biður til dæmis um eitt pund af rúsínum, þá vigtar búð- armaðurinn náttúrlega eitt pund af rús- ínum. Svo spyr þú, hvað það Irostar, og hann segir 40 aura. Og nú átt þú ekki nema 25 aura. Þá segir þú bara svona: Ég ætlaði annars ekki að kaupa nema hálfpund. Svo vigtar hann hálfpund og þú réttir honum 25 aurana. Svo gefur hann þér 5 aura til baka. Þá sér hann, að það var ekki af peningaleysi að þú keyptir ekki nema hálfpund. — Já, svoleiðis, sagði Gvendur, stór- hrifinn af þessari fræðslu. — Það er nú gagn, að manni er sagt svona til, áður en maður kemur til Reykjavíkur, sagði ég. — Já, sagði Gvendur. — Þeir gera það nú ekki allir, sagði ég- Framh. á bls. 8 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.