Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 5
s Mýrdal AtTSTAN að Herjólfsdal í Vest- mannaeyjum er fjallið Há. Er bað hátt og svipmikið og blasir við úr kaup- staðnum. Dr. Þ-orkell Jóhannesson tók saman skrá um örnefni í Vestmannaeyjum og cr það allmikil bók, gefin út af Þjóð- vinafélaginu 1938. Þar segir svo um |>etta fjall: Há, Háin, (í Tyrkjaráns- sögu): Háeyin, Háeimur, Háenni, Háva- enni; (í sóknarlýsinu séra Gissurar Pét- urssonar): Háeyin, Háin. — Þetta nafn ei einkennilegt og víst eitthvað aflagað. Sýnist hér annað hvort, að niður hafi fallið síðari liður í orði, er samsett var af lýsingarorði og nafnorði: Há-. - Hafi svo síðari liðurinn verið bættur upp með viðskeyttum greini: Há-in. Eða hér Ihafi orðið stytting. Háeyin og Háenni í T og hjá GP sýnast vera tilraunir til sð skýra þetta óvenjulega orð. Hvort tveggja gæti verið rétt, þó fremur hið síðara: Háenni. — Há-Há er stundum kallað til aðgreiningar frá Austur-Há eða Hánni, sem nú er venja að kalla svo, þótt það nafn sé réttar haft sem heildarheiti um allt fjallig fyrir austan Herjólfsdal. Er fjallið hæst hér, svo sem nafnið bendir til. Sumir kalla hér líka Blá-Há (bls. 48-49). I lýsingu Vestmannaeyja eftir Jóh. Gunnar Ólafsson (Árbók Ferða- fél. íslands 1935), er nánari lýsing á fjallinu: — Þar sem Háin ber hæst vfir Herjólfsdal eða Dalinn, heitir MoldL Sunnan við Molda er geysistór grasfláki utan í hamrinum, og er hann í daglegu tali nefndur Mikitakstó. Menn hafa ekki orðið á eitt sáttir um, hver væri rétt mynd örnefnisins. Hefir því verið haldið fram, að hún héti Mykjuteigstó eða Miðdegistó. Frá Ofanleiti var hún notuð sem eyktarmark. Var rétt hádegi þegar sól skein í tóna. Mikið verpir í tónni af fýl og lunda. Syðsti hluti Háar heitir Fisk- hellar og efsta nefið Fisk'hellanef, en Vaðhorn, þegar miðað er við bað á sjó. Fiskhellarnir eru hátt og fagurt fjall. Þeir draga nafn af því, að frá fornu fari var matfiskur hertur þar og geymdur. Slútir bergið fram yfir sig, svo að regns gætir lítið, en alltaf leikur súgur um bergið. í berginu er hver hillan upp af annarri og er hægt að fara vaðarlaus langt upp í bergið, hillu af hillu. Á hill- umar hafa fyrri alda menn hlaðið úr aðfluttu grjóti lítil grjótbyrgi til þess 6ð varðveita fiskinn í. Byrgi þessi eru mörg talsins, og eru sum þeirra á hill- um og nefjum, sem ókleif eru með öllu. egar Tyrkir rændu árið 1627 leitaði margt manna í Fistohella að felu stað. (Einn maður, Oddur Pétursson, ialdi sig uppi á Há, líklega á Háhánni, og var þar til þriðjudagsins 17. júlí er Landakirkja var brennd. Flýði hann þá burt af Hánni og á annan stað. Hann var síðan kallaður Oddur á Hánni og var talinn merkismaður — Innskot). Ofan af Fiskhellanefinu er sigið á bjóð- hátíðum til þess að sýna bjargsig. Það er tilkomumikil sjón. Úr Herjólfsdal er hægt að fara upp á EFTIR ÁRNA ÓLA Há. Þá er gengin upp austanverð gras- bretokan. Þegar upp er kömið tekur við Há-Háin. Austur úr henni gengur Blá-Há. Hún er úr stuðluðu blágrýti, og dregur nafn af því. Norðan undir Blá- Hánni er grasbrekka, sem nefnd er Kaldakinn. Hún veit við norðri. Nær hún fram á brúnir á Langabergi. Beint austur af Blá-Hánni eru Skiphellar. Þeir hafa fengið nafn af því, að fyrrum var þar gert að skipum, og unnið að nýsmiði. Skip voru einnig sett þangað til varðveizlu yfir sumartímann. Slútir bergið svo fram, að regns gætir þar ekki. í austanáttum, sem eru tíðastar í bruninni, og „spranga" unglingarnir i því, þ. e. varpa sér í bandinu út frá berginu og taka löng eða stutt rið eftir því, hvaðan farið er úr berginu. Þykir unglingum mikil skemmtun að þessum reik, og fá þeir mikla leikni í bví að snúast ekki í loftinu og spyrna á réttan hátt við berginu, þegar komið er úr riðinu. Af Há-Hánni er ýmist hægt að ganga norður í Náttmálaskarð, fram hjá Hellu, klettabrík neðan við skarðið, og siðan niður sandskriðuna ofan á Flat- írnar, eða suður Há og niður á Austur- Há. Hún er múli, sem gengur til austurs frá Há-Hánni. Milli Austur-Háar og Skiphella eru Jólaborðin, klettabríkur úr mógrjóti. Sunnan í Austur-Hánni er Hásteinn. Stendur hann uppi í brekk- unni norðan við veginn sem liggur inn í Herjólfsdal. ----0---- A. f þessari lýsingu verður ekki neitt ráðið um það hvernig stendur a nafni fjallsins. En það er auðséð, að höf undur telur hvorki Háey né Háenni koma til greina. Hann heldur fast við nafnið Há, en notar það með greini, eins og títt er. Og rétt er að vekja at- hygli á því, að i sumum örnefnum felst upphaflega nafnið óbreytt, eins og i Há- Há og Blá-Há. Því að eflaust er rétta nafnið á fjallinu Há. Það er fornt og hefir verið flutt hingað til lands í önd- verðu. í Fornaldarsögum Norðurlanda kem- ur nafnið fyrir á einum stað. Há er nefnd ey, þar sem háð var furðulegasta orusta, sem sögur fara af og kölluð hef- ír verið Hjaðningavig. Þar börðust þeir Héðinn og Högni eins og segir í sögu þeirra. Var sú orusta með þeim ósköp- um, að fallnir menn risu upp jafnharð- an og tóku að berjast að nýju. Er sagt að orusta þessi hafi staðið í 143 ár sam- íleytt. Nafn eyjarinnar hefir orðið frægt af þessari orustu eins langt og sagan um hana barst. En um merkingu nafnsins er þó ekki vitað að heldur. Miklar lítour eru til þess, að ör- nefnið Há sé víðar til á íslandi en í Vestmannaeyjum. Á einum stað hefir það gleymzt og þokað fyrir öðru nafni. í Sturlungu segir: „Eftir andlát Jóns undar og Sigurðar Ormssonar. Þeir deildu um arf þess manns er Glæðir hét. — Sigurður varð sekur á Þing- skálaþingi, og eftir það safna hvorir tveggja liði af nýu. Varð Sæmundur iniklu fjölmennari. Sigurður fær tvö hundruð manna, og er hann fréttir, að Sæmundur hefir sjö hundruð manna, íer hann upp í Eyna há með lið sitt og býst_ þar fyrir“. (Sturlungasaga II. bls. 16. íslendingasagnaútgáfan 1954). Hér mun vera um mistök að ræða þar sem stendur „Eyna há“, stór stafur settur þar sem hann á ekki að vera, en lágstafur settur þar sem stór stafur á að vera. Hér mun eiga að lesa „eyna Há“ (sbr. það sem stendur í Héðins sögu og Högna: „Á fyrsta án ríkis Ólafs konungs (Tryggvasonar) er sagt, að hann kæmi vig eyna Há“). Er þetta skiljanleg villa, en þó bagaleg. Hvergi annars staðar í íslendingasög- um er nafns þessa getið, en nú nefnist þetta fjall etoki lengur Há, heldur Pét- ursey. Bær, sem stóð austan undir fjall- inu hét Ey, en nafnið hefir einhvern tíma verið lengt og orðið Pétursey, og nefir það nafn svo færzt á fjallið. Eru menn ekki sammála um hvernig á þess- ari nafnbreytingu hefir staðið. SJ O umir halda að her se kennt við Pétur postula, og draga þá ályktun af því, að kirkja var forðum í Ey, og muni það hafa verið Péturskirkja. Það er ekki óeðlilegt, að menn álykti sem svo, því að margar kirkjur voru upphaflega helgaðar sankti Pétri. Samkvæmt rit- gerð Guðbrands Jónssonar í Safni til sögu Islands V., hefir Pétur verið nafn- dýrlingur 46 kirkna og þar að auki verndardýrlingur 27 kirkna. Eru þessar kirkjur taldar þar með nöfnum, en ekki er kirkjan í Ey þar með, enda mun það rangt að Pétursey sé kennd við Pétur postula, því að langt fram yfir siða- skipti heitir bærinn Ey. Kirkju í Ey er aðeins getið í kirkna- tali Páls Jónssonar (um 1200) og er hún þar nefnd „eyin há“. Þetta hefir verið prestskyldarkirkja. í máldaga kirkjunnar í Keldudalsholti (nú Holti í Mýrdal), sem talinn er vera frá 1179, er sagt að prest skuli sækja í „eyuna há“. Seinna er kirkjan lögð undir Sólheima, því að í máldaga frá 1340 segir að þangað liggi ein al- kirkja, og getur þar ekki verið um aðra kirkju að ræða. Meira er svo fekki vitað um kirkju í Ey. Á ýmsum yngri heimildum sést að bærinn og jörðin hefir heitið Ey fram á 17. öld. Árið 1519 seldi ögmundur ábóti í Viðey, í umboði Árna ábóta í Veri, Snorra djákna Hjálmarssyni 20 hndr. í jörðinni Ey „sem liggur í Mýr- dal í Sólheimakirkj usókn“, fyrir 20 hndr. í Egilsstöðum í Flóa (D. I. VIH). f skiptabréfi eftir Pál lögmann Vig- fússon, sem gert var á Alþingi 1570, fær Guðríður Vigfúsdóttir meðal ann- ars í sinn hlut 20 hndr. í jörðinni Ey í Mýrdal. (Alþingisbækur I). 1- landamerkjagerð milli Ytri Sól- heima og Eystri Sólheima 1573 segir að landamerkin sé úr fossi í Merki- gili „rétt sjón'hending og suður í Eya- holrn (eða hólinn) svo langt suður á merkiaurinn sem skilst land milli Sól- heima og eyar“. (Hóllinn er einkenni- legur toppmyndaður hóll sunnan við eyna og heitir Eyarhóll). f hreppstjóradómi 1617 um fram- færslu o. fl., segir að hreppaflutning- ur sé fró Hvoli til Eyjar (Alþb. IV). Enginn veit hverjum kirkjan í Ey var helguð, en á þessu má sjá, að jörðin hefir haldið nafni sínu óbrjál- uðu langt fram yfir siðaskipti. Er ó- líklegt að menn hafi eftir það farið að kenna hana við Pétur postula. Hitt mun sönnu nær, að farið hafi verið að kenna hana við einhvern Pétur, sem þar bjó (og átti jörðina). Ber og á það að líta að löngum var marg- býli í Ey og margir bæir. Er þá ekk- ert eðlilegra en að hvert býli hafi verið kennt við þann er þar bjó til aðgreiningar frá hinum býlunum, og seinast hafi það svo orðið ofan á að eitt bæjarnafnið, Pétursey, færðist yf- ir á allt hverfið. En samkvæmt elztu heimildum hefir bærinn upphaflega vérið kenndur við fjallið, sem kölluð hefir verið eyjan Há fram á 13. öld. Þess finnast dæmi, að nöfn kirkju- dýrlinga hafi komizt inn í íslenzk bæjanöfn. í ritgerð sinni um bæja- nöfn (Safn IV) telur dr. Finnur Jóns- son ýmis býli, sem kennd eru við Pétur, en ekkert þeirra telur hann þó kennt við Pétur postula, heldur við menn sem þar hafa búið. Há í Mýrdal (Pétursey) er ein- stakt fjall, sem rís upp af jafnsléttu austan Sólheimasands. Er hún talin 275 m. á hæð og er umgirt háum hömrum í brúnum víðast hvar, einkum að sunn- an. Er hún tíguleg tilsýndar hvar sem á hana er litið. Undir henni stóðu einu sinni 8 bæir, en nú eru þeir fjórir og standa sunnan og austan undir henni. Þeir heita Eyjarhólar (fyrst reistir árið 1829), Nikhóll, Neðri Pétursey og Efri Pétursey. Sunnan undir eynni er Framh. á bls. 15 Péturscy í Mýrdal Vestmannaeyjum, er logn undir Skip- Loftssonar tóku til deilur þeirra Sæm- hellum. Syðst í Skiphellum æfa unglingar bjargsig. Bandi er fest uppi á 21. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.