Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 9
Einhvemtíman á stríðsárun- um, fyrir um það bil 20 árum, þegar kafbátahernaðurinn stóð sem hæst og erfitt var um olíu- flutninga milli Bandaríkjanna og Evrópu, datt mér í hug að e. t. v. væri mögulegt að flytja olíuna í sí- valningum, er væru líkastir vindl- um í lögun og sem mættu vera úr timbri eða steinsteypu. Skyldu þessi farartæki marra í kafi, en vera dregin af dráttarskipum. Yrðu þau með þessu móti vandhittir skot- spænir, en sjálfir ódýrir í smíðum, miðað við flutningahæfni. Hugrnynd þessa lagði ég fyrir brezka sendiherrann, sem þá var hér á landi. Heyrði ég svo ekki frekar af því máli. En hann mun hafa sent hugmyndina áfram. Löngu löngu síðar frétti ég af því, að Bandaríkjamenn hefðu smíðað einskon- ar gúmmí tanka til að geyma í benzín og olíu og flytja eftir þörfum, bæði á sjó og landi. Geta belgir þessir legið á sjáv- arbolni eða flotið uppi og verið með ýmsri lögun. Þá er unnt að draga þá með skipi og flytja í þeim ýmsan varn- ing. Belgina má vefjs saman og fer þá lítið fyrir þeim. Um ieið og ég sá þetta datt mér í hug, að hugsast kynni að slíka dráttarbelgi mætti nota til að flytja í síld og til að geyma í síld. Þannig kynni að vera unnt að útbúa síldveiðiskip einum eða fleiri belgjum er rúmuðu t. d. tvöfallt á við lestar skipsins og dekkhleðslu. Þegar skip kæmist í mikla síld ætti þá að mega fylla belgina, eða flotlestarnar, eins og ég nefndi slíka belgi, og leggja þeim við stjóra, tilhlýðilega merktum, unz skipið hefði einnig fyllt sig og gæti tekið ílotlestarnir í drátt til lands. Hugsast gæti, að ef slíkar flotlest- ir yrðu almennar, þá mætti hafa sérstök dráttarskip, er tækju flotlestarnar í drátt til lands. Lestarnar mætti hafa útbúnar aluminium radar- spegli, svo að betra væri að finna þær. Gætu þá skipin stund að veiðarnar tafalítið, er lestirnar flytt- ust fram og aftur milli skips og lands. Aðferð sú sem hér væri notuð líktist þvi þegar stærri fiskur er seilaður, eins og kalJað er, og dreginn á eftir skipi. En slíkt er gamalkunn aðferð. Hér er aðeins Iiotaður belgur um fiskinn. Ég lagði höfuðið talsvert í bleyti um þetta mál, og meðal annars lét ég fram fara rannsókn í Washington og talaði við framleiðendur belgja þeirra, hinna ame- TÆKNI OC VÍSINDI rísku, er ég hafði lesið um og fékk um þá upplýsingar og verð. Belgir þessir eru' mjög sterkir en dýrir. Varð ekki úr samn ingum milli hins ameríska félags og mín um smíði sérstaklega gerðra flotlesta og auk bess reyndist mér ómögulegt að fá nokkurn styrk til tilrauna eða rannsókna hér heima. Sérstaklega þurfti að athuga það nvernig síldin skyldi flutt úr nótinni í belginn og úr belgnum í land. Hefðu til raunir um þetta orðið talsvert umfangs- miklar og dýrar og mér persónuiega of- viða. Ég sótti þó um einkaleyfi á flotlestar- hugmyndinni, því að mér var ekki kunn- ugt um að flotlestir til fiskveiða þekkt- usi þá neinsstaðar í heiminum. Var það 1. febrúar 1961 sem ég sótti um íslenzka einakleyfið. að mun hinsvegar hafa verið sl. vetur sem ég las um tilraunir Breta við Nýfundnaland að flytja fisk í belgjum mil.i togara og móðurskips. Voru flot- belgir þessir skildir eftir víðsvegar, en móðurskipið, sem mig minnir vera „Fair- try“. leitaði þeirra og dró um borð. Ekki er mér kunnugt um frekari árangur af þessum flutningum, sem þarna eru farnir að Jíkjast æði rnikið hugmyndmynd minni um síidarflutninga í flotlestum. Það er nú ekki fyrr en í sl. júlí, að ég las um það bæði í TIME og síðar í ágústhefti OVERSEAS ENGINEER að Bretar væru farnir að byggja flotlestir allt frá 500 og upp í 1000 tonn til ýmis- konar flutninga. Hefi ég síðan haft sam- band við fyrirtæki þetta og fengið ýmsar uppiysingar og myndir. Mun ýmsum þykja fróðlegt að fá nánari lýsingu á flotlestum þessum, sem ekki er ólíklegt að eigi eftir að sjást hér við land. Fyrirtæki það í Bretlandi sem fram- leiðir flotlestirnar, sem á ensku nefnist DRACONE eftir grízku orði, er þýðir slanga það nefnist DRACONE OPERA- TION3 LIMITED. Framleiðir, selur og leigir sæslöngur þessar eins og nefna mætú þessa flotlest um víða veröld. A ð fyrirtækinu standa merkir menn og stofnanir brezkar. Þannig eru framkvæmdastjórar þess herra aðmíráll Sir John Eccles, G.C.B., K.C.V.O., G.B.E., sem er stjórnaríormaður í fyrirtækinu DRACONE DEVELOPMENTS LIMI- TED. Prófessor W. R. Hawthorne .C.B.E., 475 tonna flotlcst með 350 tonn af steinolíu — dráttarbáturinn er í beygju. D.S.O., F.R.S., Dr. B.J.A. Bard, D.I.C., PH.D., sem er stjórnarmeðlimur í hinni Þjóðlegu Brezku Rannsókna og Fram- kvædastofnun (National Research and Development Corporation), W.H.A. Pritc hard-Gordon, framkvæmdastjóri fyrir H. Clarkson & Co. Limited og L. C. Grand frá Hambrose Bank Limited. Fyrirtækið er fjárhagslega stutt af Hambros banka, eða aðilum nákomnum honum. Það heldur áfram rannsóknum og umbótum með aðstoð rannsóknastofn unar þeirrar sem áður var nefnd. Fyrirtækið hefur byggt fjölmargar flot lestir eða sæslöngur af stærðum eins og hér segir: þær beygja vel og láta vel að stjóm og í öldu. Þær hafa litla tilhneigingu til að rykkja í dráttartaugina. Þær eru m. ö. orðum auðveldari í drætti en venjuleg skip. 1J f um tvær eða fleiri slöngur er að ræða, má draga þær hverja á eftir annarri, sem er þá sannkölluð flotlest, í tvöföldum skilningi. En einnig má draga þær hlið við hlið. Loks má toga tvær stöngur bundnar aftur með drátt- arskipinu. f Bretlandi þarf sæslangan að vera með 2 feta svörtu íerhyrndu flaggi á GERÐ „B“ D“ „F“ „K" Rúmmál, rúmmetrar 20 45.5 140 475 Lengd, metrar 21.25 30.5 45.75 70 Þvermál, metrar 1.20 1.45 2c 15 3.20 Þungi, tóm, kg. Ristir, ef farmur er síld (eðlisþ. 0.9) 515 1.020 2.540 7.100 metra 0.9 1.06 1.50 2.30 Við 7 hnúta ferð er dráttarmótstaða í kg 362 454 1.000 2.050 Með 50% uotagildi skrúfu þyrfti þá eftirfarandi hestafl 34 43 94 194 « tí & S S P. 3 Flotlestarnar eru of' dregnar með allt að 10 mílna hraða. Dælt hefur verið frá 130 tonnum upp í 225 tonn á klst. á sæ- slöngu, en unnt að dæla miklu örár, án erfiðleika, ef dælur orka. Styrkleiki slöngunnar er nægur. Þegar slangan er tæmd má vinda hana upp og tæma. Eins má sökkva afturendanum þannig að farmurinn rennur út. í báðum tilfellum flyzt farmurinn að afturendanum, þar sem hann er losaður gegnum hringlaga op og viðfesta slöngu. i z æslangan er gerð úr ofnu nylon efni, geysisterku, og að innan er hún venjulega fóðruð með nitrile synthetic rubber, er veitir mikla mótstöðu gegn olíum og feiti. Að utan er hún klædd Neophrene. Ytra borðið stenzt vel núning, sól og sjávarseltu. Og slónguna er hægt að leggja upp í malarfjöru, sand, leir og á kletta, ef þeir eru ekki egghvassir. Ending sæslanganna er talin a. m. k. 10 ár, en þar sem ekki var farið að nota þær til flutninga fyrr en árið 1959, er að svo stöddu mæll með því að af- sltrifa þær á 5 áiurr., unz lengri reynsla hefur fengizt af xaunverulegri endingu. Til að draga sæsJöngu þarf um 100 faðma langan kaðal úr nylon, ef dreg- ið er um úthaf, en styttri lengd, ef um firði eða vötn er a? ræða. Mjög auðvelt er að draga þær og skut og kringlóttu hvítu ljósi, er sést 2 milur, að næturlagi. Flotlestin er byggð undir reglum og eftirliti Loyds Registei of Shipping og seld með klassa-skírteini. Vátrygging er auðfengin fyrir flotlesir og farm þeirra. Nemur vátryggingariðgjaldið 2% til 5% fyrir „normal institute Port Risk CJause including Protection and Indemnity“. Viðhald er næsta lítið, þar sem ekk- ert járn er til að ryðga. Mjög sjaldgæct er að leki komi að slöngu og fylgir við gerðarútbúnaður, ef svo ólíklega skyldi vi.’ja til. J sæslöngum hafa nú verið fluttir ýmiskonar farmar, svo sem steinolíur, dieseloJíur og benzín. Dýra og plöntu- olíur og ferskt vatn til drykkjar. Ýmis- konai íljótandi efni önnur. Unnt er að flytja gas og einnig má dæla upphituð- urn olíum með allt að 65° Celcius hita á sæslöngur. Þar eð sumar olíur stirðna við kólnun í sjó, er verið að rannsaka leiðir til að halda þeim nægilega heit- um meðan á löngum flutningum stendur. Sæslöngurnar þola allt að 20 stiga frost á Celcius og unnt er að fá sér- staka gerð þeirra, sem þolir 35 stiga frost. Nýlega hafa verið teknar í notkun i viðbót við 500 tonna sæslöngur sem fyrir voru, tvær sæslöngur er rúma Frh. á bls. 13 21. tölublað 1962 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.