Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1962, Blaðsíða 12
- KJARVAL Framh. af bls. 11 því a'ð'vera eins og litlu lömbin á vorin. Krakkarnir elska þau, svo eru þau étin diikar á haustin. Er þetta poesía, herra blaðamaður? Enginn er einn í sök þá tveir deila, stendur hér. Jæja darling, þarna er féð á beit“. Eg sagði, „þú segii að það sé betra að mála í rigningu". „Já“, svaraði hann „undir flestum kringumstæðum. En nú vantar mig eldspýtur, thank you sir. Nei, sir er víst ekki sagt fyrr en maður er orðinn afi, fyrirgefðu. Jú, það sögðu mér danskir kollegar mínar að betra væri að mála, þegar vont væri úti og ég lief komizt að sömu niðurstöðu. Það var af praktískum ástæðum hjá mér, en list- rænum hjá þeim. Maður eignast að vísu færri vinnudaga en ég hef fundið aðferð til að mála í rigningu. En bílstjóri, stopp- aðu hérna. Þetta er heil borg af stein- um og grjóti“. Meistarinn hnippti í öxlina á bílstjór- anum, sem stöðvaði bílinn. Við vorum komnir austarlega á Mosfellsheiðina, þar sem eru þrjú holt eða „borgir" með stör og fífu og tjörnum, en allt í kring víðáttumiklar engjar með grænu grasi. „Sérðu hvað þetta holt er heimilislegt", sagði hann. „Það er eins og þorp. Furðu- legt. Alveg stórkostlegt. Minnir á eitt- hvað sem maður skilur ekki. Og þarna er stór steinn framvörður, og aðrir minni og dálítið lágkúrulegir sumir, en hafa þó gott lag. Nei annars, ég held það séu engir lágkúrusteinar þarna. Þeir hafa allir eitthvert vit, eitthvað sem passar í leiksviðið; alveg eins og í Skuggasveini þegar hann veltir sér upp í loft eins og hundur. Hvað hét hann nú aftur, bíl- stjóri? Ketill, alveg rétt. Við skulum fara varlega og móðga engan. Steinarnir hafa aldrei velt sér upp í loft. En segið þið mér eitt, er þetta steinn eða fugl, sem situr þarna úti í tjörninni? Steinn, já mér datt það í hug. Og svo eru hér mill- jónir kóngulóa, sem hver og ein lifir sínu persónulega lífi. Furðuheimur af kom- póneringum, járnsmiðir og kóngulæi halda fundi, koma saman einu sinni á dag, eða eftir veðurlagi. Náttúrufræðing- ar þekkja þetta. Og svo rísa steinarnir upp úr jörðinni eins og konfektmolar. Eða minna þeir kannski frekar á súkkat, ég veit það ekki. Eitt er víst að ég verð alltaf ákaflega svangur, þegar ég fer hér um. Það er í órjúfandi sambandi við landið og eftir því sem ég kemst næst kalla þeir það föðurlandsást. Það er mik- ill munur á þessu hér eða sjáið þið vall- lendið þarna, tilbreytingarlaust. Ætli þar hafi ekki værið lægðir í uppstreyminu. Eg veit það ekki, en einhvern veginn finnst mér þessi kafli þarna minna mig á Bragðamágussögu, en þó hef ég kannski mesta trú og ást á valllendinu". „Þú segir að það sé betra að mála í rigningu", skaut ég inn í, „hvers vegna segirðu það?“ „Litirnir eru mýkri“, svaraði hann, „þeir eiga betur við mína sjón. Mér finnst allt svo hrjúft og strembið eftir langvarandi þurrk. Og mosinn grár og litlaus upp að hvítu. Allt er breyting- um undirorpið. Stundum vinnur náttúr- an með manni stundum ekki, ef myndin er góð og líkar vel, finnst manni rétt unnið og náttúran hafi hlaupið undir bagga. Og hún hefur gert meira: hún hefur bara gert það gott, hugsar maður. Það má kalla það vissa tegund af ljós- myndastarfsemi að mála úti í náttúrunni. En sjáðu hvað stemarnir gera sig gild- andi í rigningunni. Áfram bílstjóri. Nú skulum við halda áfram, eða ætluðum við ekki austur á Þingvöll? Sjáið þið þarna er rofabarð. Þar lá ég eitt sinn úti. Það var haust og snjóaði. Það var góður dagur. Eg viidi ekki fara heim að Skálabrekku og lét engan vita að ég væri hér, svo var ég sóttur daginn eftir í barðið'og fluttur í bíl í stæðið, þar sem ég var að mála. Eg var oft búinn að leggjast niður í’ landið, þegar ég loks fann þetta barð, en það var alls staðar kalt. Kindurnar höfðu verið á undan mér undir rofabarðinu, þær kunna á landið. Þær eru klókar. Það er mikil viðhöfn í náttúrunni núna. Sjáðu mosann þarna?“ „Er þetta ekki ólíkt því landi, sem þú ólst upp með?“, spurði ég. „Jú“. „Að hvaða leyti?“. „Að öllu leyti. Fyrir austan voru bæði fjörur og fjöll niður að sjó“. „Viltu ekki segji mér eitthvað frá æsku þinni?“, ámálgaði ég. „Nei“, svar- aði hann ákveðið. „Þú ert eitthvað hræddur við æsku þína“, fullyrti ég. „Eg veit ekki“, svaraði hann dræmt. „Kannski er ég hræddur að tala um æsku mína“. „Varstu þá alinn upp í fátækt?“. „Nei, þar sem ég ólst upp var ríkidæmi; eitt fjölmennasta heimilið í sveitinni á tímabili. Og ríkidæmi, sagði ég. Þar bjó sjálfstætt fólk. Eg held skuldir hafi ekki þekkzt á því heimili, sem ég ólst upp á. Þar var lesinn húslest- ur á hverju kvöldi allan veturinn eftir rímur og sögur“. „Það hefur haft mikil áhrif á þig“, skaut ég enn inn í. „Ugg- laust. Og svo þegar búið var að lesa allt sem til var í sveitinni var maður látinn lesa Gamla testamentið eins og hverjar aðrar interesant bókmenntir, Mósebók. Nýja Testamentið hafði fólkið í Passíu- sálmunum. Það vildi hafa einhvern tón, meðan það var að spinna og tvinna og þrinna, kemba, tæja ull eða flétta reip- in og svo voru riðin net líka undir guðs- orðinu; þannig á að sjá sér farboða í sátt við allt og alla og slá réttan tón. Eg fékk að tvinna og tæja svolítið“. „Varstu byrjaður að mála“. „Það kom af sjálfu sér með skriftinni”. „Ætlaðirðu að verða rnálari?". „Eg hafði enga hugmynd um það. En ég heyrði talað um eitthvað sem hét „listamenn í útlöndum" án þess að vita hvað það væri“. „Fórstu oft út að skoða fjöllin?“. „Nei, það gerði ég ekki oft. Eg teiknaði blóm og klippti út alla vega litan pappír og límdi ræmurnar hverja ofan á aðra. Það var auðvelt að fá litaðan pappír í búðunum, rauðan kaffi- rótarpappír og bláan pappír og silfurlit- aðan pappír. Maður fékk stundum að dunda við sitt“. III. Fegurðin ingvellir blöstu nú við, Hrafna- björg, Skjaldbreið, Armannsfell og vatnið gárað af öldum, sem hópuðu sig eins og minningar löngu liðins tíma, sem gera aðsúg að huganum og búa þar um sig unz öll saga landsins verður hljómkviða í huga gestsins og hjarta; allt þetta, sem Einar Ólafur Sveinsson talar svo fallega um í bók sinni „Á Njálsbúð", eða var það í einhverri ann- ari bók? kannski hann hafi ekki skrifað það, heldur einhver annar sem var hér á ferð fyrir þúsund árum. Úr öllum átt- um strjálast að myndir og sýnir, ný ör- nefni og sumt sem áður lá í kirkjugarði hugskotsins rís nú upp aftur og upphef- ur feiknmilkinn draugagang í sál og sinni. Tindaskagi, Skriðan, Kálfstindar, Ölfusvatn og Bláskógar, þar sem útsýn blánar í röku lofti. Þar tók sér land Þórir Krpppinskeggi, en vegna þess öld hraðans var þá ekki jafn áþreifanleg staðreynd og nú hafði Þórir litla um- sýslu, og til að stytta sér stundir hjó hann þrælinn Kol og fékik þannig fastan sess í sögunni. Ölfusvatn hið forna eins og skýjaður himinn á jörð. Átta vikur af sumri hélt fólk skrautbúið á þennan stað, af Langa- nesi, Ströndum og austan úr öræfum. Nú hefur túrisminn leyst það af hólmi og bergsvartir hrafnar þinga á hrauni og gráum mosa. Einu sinni voru átta vikur af sumri leiðsögustefið í annálum þjóðarinnar, nú merkir það ekki annað en Caronia kemur á morgun (!) Svona breytast tímarnir. Um þetta hugsaði ég þegar við ókum niður Almannagjá. En svo spurði ég meistarann: „Hvenær komstu fyrst á Þingvöll?" „Það var 1907 eða 08“, svaraði hann. „Steini bróðir var með.“ „Það hefur hrifið þig að koma á Þingvöll?" „Nei, það hreif mig aldrei neitt. Ég hef aldrei hrifizt af neinu. Það er búið að kenna manni að hrífast og gufa upp„ en það er ekki hrifning. Samt held ég nú að ég hafi einhverntíma hrifizt af sjálfs dáð- um, þegar ég hugsa um það. Fólkið mdtt kunni að hrífast. Stundum var kallað inn í bæinn á fögrum morgni: „Komið þið út og sjáið þið fegurðina." Það hef ég ávallt reynt að gera. En það eru svo fáir, sem kalla og orðið langt síðan ég hef hrifizt". Þegar við stóðum austan Almannagjár, sagði ég, „Hérna hefurðu fengið marga góða vinnustund“, „Já, jafnt vetur og sumar. Hér hef ég verið í frosti inn- pakkaður í föt til að geta staðið úti með- an bjart var; ég málaði meira að segja, þó hálfrokkið væri í skammdeginu. Ég hef málað ótrúlega margar myndir, en þær eru týndur heimur, vinur minn. Góðviljaðir menn og gáfaðir keyptu þetta allt upp. Það væri hægt að hugsa sér að maður hafi gert rangar kröfur. Þetta er fyrir löngu orðin forretning hjá mér. Þú sérð Þingvelli með augum ungs manns og þú ert glaður og þér finnst allt svo fallegt, það heyri ég. En mér leiðast Þingvellir í svona veðri. Nú eru allir vinirnir farnir og það er eitt* hvað svo dauft í kringum okkur og ég er deprímeraður. Það er ekki mér að kenna að við fórum í þessa ferð“, bætti hann við og snakaði sér inn í bílinn að saekja pappírsörk. „Þú kalsaðir við mig að þú vildir koma, og hvað átti ég að gera? Átti ég að fara að standa upp í hárinu á þér?“ Svo fór hann að teikna Hrafnabjörg á örkina. En þá allt í einu hristi fjallið af sér mugguna og kom betur og betur í ljós, fyrst gráfct og fjarlægt eins og óljós minning, en varð skýrara og reis upp úr landinu með fallegum og hrein- um línum, þar sem það bar við litlausan himin, bergkastali þessa staðar kenndur við þann fugl, sem flutti til landsins vieku og spásöign. „Það er gott að hann skyldi létta til“, sagði meistarinn, „því ég er alveg búinn að gleyma hvernig á að mála Hrafnabjörg, og ég má ek’ki móðga þetta fjall. Nei, það má ég elcki gera. Og nú er náttúran í kring orðin glöð, hún flórerar, sjáðu þetta góði, þarna og þarna og þarna í mosanum . .. og Jynginu ... Það er bezt að flýta sér áður en einhver kemur og segir, „O, I am so glaður to meet you.“ Það hefur sett að mér einhverja sorg einhvers staðar frá undanfarið, en nú er stillilogn ég held mér líði betur.“ Þegar hann sagði þessi síðustu orð, leit hann yfir myndina af Hrafnabjörg- um eins og hann væri að ganga úr skugga um, að allt væri með felldu og hann hefði engan móðgað. Svo skrifaði hann nöfn okkar beggja á myndina og tók sér hvíld eftir sjö daga og sjö næt- ur, sem þó voru ekki lengur að líða en 25 mínútur. Við fórum inn í bílinn og haldiil heim að Kárastöðum. IV. Allt er lisf IVFeistarinn sagði mér frá því, að Fjallamjólk væri gjáin í framhaldi og norður af Feningagjá; hann hefði slað- inð sunnan við gjána og horft til Ár- mannsfells þegar hann málaði myndina. Við komum okkur saman um að hún héti Flosagjá, en það miál þarf nánari athugunar við. „Flosi stökk yfir hana“, sagði hann. „Hvaða Flosi?“, spurði ég „Nú. en hann Flosi“, svaraði hann. Og málið tekið út af dagskrá. „Vatnið í gjánni er.ekki nærri eins hvítt núna og þegar ég málaði hana,, sagði hann. „Éig var alveg undrandi yfir því, hvað það gat verið hvítt, og sjáðu hvað hann er skrítinn þessi hnullungur, sem liggur þarna einn. Finnst þér ekki stórkost- legt að sjá hann einan, þennan klett?“ Nú vorum við á leið að Kárastöðum og ég rifjaði upp það sem hafði gerzt við gjána; sá meistarann léttan á fæti hlaupa yfir hraun og sprungur eins og ungan fimleikamann. Honum skrikaði aldrei fótur, það var eins og hann þekkti hvert spor á þessum stað. Svo baðaði hann út höndum og engu líkara en þar væri fugl að hefja sig til flugs. „Nú veit ég, hvernig menn fara að því Svo fór hann að teikna Hrafnabjörg á örkina .... 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.