Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Page 1
XXXI. árg. 7. tbl. Sunnudagur 19. febrúar 1956 Sigurður Grímsson: SHAKESPEARE-ÞÝÐINGAR I. RÍKISSTJÓRNARÁRUM Elisa- betar I. Englandsdrottningar og næstu áratugina bar á eftir stóð ensk leikritun og leiklist með mikl- um blóma, enda var þá bar í landi margt um mikilhæf leikritaskáld, en meðal beirra bar langhæst, sem kunnugt er, hinn stórbrotna skáld- snilh'ng William Shakespeare (1564 —1616). Púritanamir í Englandi höfðu um langt skeið haft megnan ými- gust á allri veraldlegri list, ekki sízt leikritaskáldskap og leiklist og töldu þeir slíkt athæfi hina örgustu goðgá. Áhrifa þessara þröngsvnu ofstækismanna gætti ekki verulega fyrst framan af, en þegar borgara- stvriöldin brauzt út í Englandi árið 1642, undir forvstu Olivers Cron- wells, hðfðu púrítarnir komið svo ár sinni fyrir borð, að leikhúsum í London var lokað það sama ár með sérstöku lagaboði. Varð þetta til þess, að jafnvel skáld bau, sem ágaetust hðfðu þótt k Elisabetar- tímabilinu, þeirra á meðal sjálfur meistarinn Shakespeare, féllu Shakespeare smám saman að heita mátti í fulla gleymsku, en skáldverk þeirra urðu að víkja fyrir ritum trúarskálda og postula eins og Miltons og Buny- ans. Stóð svo allt til ársins 1660, er konungdómurinn var endurreist- ur í Englandi og Karl konungur annar tók þar aftur við völdum. — Þó hafði nú orðið sú breyting á hugum fólksins, að nú var það ekki alþýða manna, er sótti þau tvö leikhÚ3 í London, er höfðu fengið konungsleyfi til leiksýninga, heldur aðeins tiltölulega fámennur hóriur hefðarfólks. er mælti sér þar mót. Og enda þótt leikhús þessi þvrftu í fvrstu að hagnvta sér leik- rit frá eldri tímum, þá voru það hvorki leikrit Shakespeares eða Ben Jonsons, sem gripið var til, enda átti hin þjóðlega leikritun þeirra tíma ekki lengur bau ítök í hugum fólksins sem áður var. Hins vegar voru nú einkum tekin til sýningar leikrit höfunda eins og Beaumonts. Fletchers og Shirlevs. Um þetta farast Dryden svo orð í riti sínu Essev of Dramatic Poesy: „Höfundar þessir skildu miklu bet- ur og líktu betur eftir málfari og samræðum hefðarfólksins." Mun og ekki vafi á því, að ungu kyn- slóðinni á árunum um 1660 hefur þótt samtalsformið í leikritum Shakespeares úrelt nokkuð, en fundizt hin skáldin, er hér voru nefnd, standa í því efni nær sínum tíma. En ðnnur og dýpri rök hafa einnig legið hér að. — Á þessum árum tekur franskra bókmennta- áhrifa að gæta í æ rfkara mæll, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.