Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS iOd Frlðriksvígi hjá höfn Charlotta Amalie. Byrjað var á smiði þess 1666. Nú er það hluti af gistibúsi. Dronningens Gade. Á götunni stendur gömul og rj’ðguð fallbyssa frá dögum Dana. Hún minnir ey- arskeggja á ina nafnfrægu kakker- lakka á eyunum, en sú saga er þannig: — Einu sinni kom bréf frá dönsku stjórninni um það að horfin væri fallbyssa úr einu víginu, og hvað hefði orðið um hana? Foring- inn í víginu vissi sem var, að langt var til Kaupmannahafnar, og tók sér þetta ekki nærri. Hann svaraði því, að kakkerlakkar hefði etið hana. Annað bréf kemur frá stjórn- inni og hún biður foringjann að senda sér nokkur sýnishorn af þess- um kakkerlökkum, Hann svaraði „Hvernig ætti ég að senda þessar járnætur yfir hafið, án þess að þær eyðilegðu skipið?“ Þar með var það mál úr sögunni. Eyarskeggjar á St. Thomas hfa aðallega á ferðamönnum. Þangað fara uxn 17.000 ferðamenn á skipum á hverju ári, og mesti fjöldi með flugvélum. Veldur þar einkum tvennt um: að þarna er alltaf sum- ar, og að þarna er hægt að fá ýmsa kjörgripi með miklu lægra verði en í Bandaríkjunum. Meðan Danir réðu eyunum, var þar allt toll- frjálst og Woodrow Wilson forseti hét því að hagur eyarskeggja skyldi ekld versna við húsbóndaskiptin. Þess vegna eru þar engir tollar og hver ferðamaður má kaupa þar fyrir 500 dollara og flytja vörurnar skattfrjálsar til Bandaríkjanna. Þarna má fá danska silfurmuni, handtöskur úr krókódílaskinni frá Kúba, austurrískt postulín, sviss- nesk úr, franska forngripi, gim- steina frá Brazilíu, útskorið fíla- bein frá Delhi, þýzkar myndavélar, hollenzka leirmuni, írskt lín og ótal margt annað. — Ferðamönnum er líka tryggt gott veður. í einu gisti- húsi á St. Thomas er þeim afhent vátryggingarskjal, er kveður svo á, að ef hitinn fari nokkurn tíma nið- ur fyrir 26 stig um vetrarmánuðina, þá fái þeir dagkostnað endurgreidd- an hjá Lloyds í London. ★ ST. CROIX er mest þessara eya að landkostum. Þar er helzti staður- inn Christiansted og er þar alit með gömlum svip. Þar eru enn dönsk nöfn á götunum, svo sem Kongens Gade, Dronningens Tvær- gade, Kirkegade, Kompagnigade. Sú seinasta heitir í höfuðið á danska Vesturindía og Gínea versl- unarfélaginu. Á stjórnarbygging- unni er enn fangamark Danakon- ungs. Þar heitir Rasmussenshandel í Kirkegade, og eru þar enn seldar danskar vörur, „því að fólkið vill þær.“ Á götunum eru hundar af dönsku kyni. Hinum megin á eynni er þorp, sem heitir Frederikstad. Þar er gamalt vígi, frá 1760. Yfir dyrum þess er áletrun og stendur þar: — 3, júlí 1848 birti Peter Carl Fjárhirðir með kindur sinar hjá rúst- um gamallar hallar eins af „sykur- kóngunum“ á St. Crix, Frederik von Scholten, landstjóri, á þessum stað ina frægu yfirlýs- ingu, er hefst með þessum orðum: Frá þessum degi eru allir þrælar í dönsku Vestindíum frjálsir. Það var ekki fyr en 15 árum seinna að Abraham Lincoln lýsti yfir því að þrælahald væri afnum- ið í Bandaríkjunum. — Á St. Croix var einu sinni tnikið af rottum. Þá voru flutt þaúgáð smádýr frá Indlandi til þess að eyða þeim. Dýr þetta er af hreysi- kattakyni og nefnist „mongoose,\ en Kipling kallar það Rikki-tikki-;‘ tavi. Dýr þessi voru og flutt til^' Jamaica í sama tiígangi. Þar byrj- uðu þau á því að útrýma snákum, síðan lögðust þau á froska, fugla og hæns. En rotturnar flýðu upp í tré og hafa lifað þar kóngalífi síðan, eftir því sem sagt er! Á St. Croix munu dýrin hafa útrýmt rottunum, en eru nú-sjálf orðin landplága og þarf nú að fara að útrýma þeim, ef hægt er. Menn óttast einnig, að ef hundaæði skyldi koma þarna upp, þá múndu dýrin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.