Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 8
108 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS M D S U Eyarnar sem Danir áttu einu sinni V E S T U R af Puerto Rico eru margar smáeyar, er einu nafni nefnast Jómfrúeyar. Skiftast þær nú á milli Bandaríkjanna og Eng- lands. Kolumbus kom fyrstur hvítra manna til þessara eya 1493. Hann gaf nokkrum þeirra nafn. Eina þeirra kénndi hann við inn heilaga kross og kallaði Santa Cruz. Aðra nefndi hann Santa Ursula y las once mil Virgines — í höfuðið á heilagri Úrsúlu og inum 11.000 helgu meyum. Sagt er að hann ætti þar í bardaga við Karib Indíána, er þá áttu þama heima. Þeir voru mjög herskáir og villtir og kallaði Kolumbus þá „Canibales", og er það nafn nú haft um mannætur. Áður höfðu verið þarna aðrar ættkvíslir Indíária, sém voru kallaðar Cinon- eys og Arawaks. Þeir höfðu veríð friðsamir. En svo komu inir her- skáu Karibar frá Suður-Ameríku. Þeir drápu alla karlmenn á eyun- um og gcrðu konur þeirra að amb- áttum. Ekki íóru hvítir menn bet- ur með Kariba. Sagan segir að Karl V. Spánarkonungur hafi gefið út fyrirskipan um það 1555, að öllum Indíánum á eyunum skyldi útrýmt, því að þeir væri fjandmenn innar sönnu trúar. Sú fyrirskipan kom heldur seint, því að þá höíðu allir Indíánar á eyunum verið seldir mansah, til þess að þræla í námum Spánverja, og voru víst allir dauð- ir. Litlar sögur fara af eyunum eftir að Kolumbus var þar. Árið 1587 kom landnemaleiðangur Sir Walt- her Ealergns þar við. En arið 1625 kom þangað fjöldi landnema. Þeir voru franskir, enskir og hollenzkir. Reis brátt ófriður milh þeirra og urðu þeir frönsku og hohenzku að flýa. Tuttugu og fimm árum seinna lýsti Spánn yfir því að hann ætti eyarnar, en Frakkar urðu þá fyrri til og lögðu þær undir sig. Eítir þrjú ár seldu þeir svo Malta- riddurum eyarnar fyrir 120.000 hvrur, en franska Vesturindía- félagið kej-pti þær aftur tólf ár- um seinna af Maltariddurum, og nú var kaupverðið 380.000 livrur. Síðan töldust þær frönsk eign fram til ársins 1733. Þá keypti danska Vestindía og Gínea-verslunarfélag- ið þær fyrir 750.000 livrur. Síðan réðu Danir yfir þeim um nær 200 ára skeið. Árið 1868 vildi stjóm Bandaríkj- anna kaupa eyarnar, en þingið fellst ekki á það. Árið 1902 reyndu Bandaríkin enn að ná eignarhaldi á þeim, en danska þingið neitaði þá að selja. Svo kom heimsstyrjöldin fyrri og þá breyttist viðhorfið. Bandaríkin óttuðust að Þjóðverjar mundu ná fótfestu á eyunum, og vildu því kaupa þær. Og nú gátu Danir ekki neitað að selja. Inn 31. marz 1917 var kaupsamn- ingurinn gerður, og Bandaríkin borguðu Dónum 25 milljónir doh- ara fyrir eyarnar. Það var dýrt, eða sama sem 300 dollarar fyrir hverja ekru lands, cða um 650 doli- arar fvrir hvern hektara. Þá voru betri kaup á Alaska forðum, því að þar fengu Bandaríkin hverja ekru fyrir tvö sent. ★ Kristjánsvígi, sem Danir reistu 1671. l*að er nú lögreglustöð. EYARNÁR eru þrjár, St. Thomas, St. John og St. Croix. Skammt er á miili tveggja inna fjTrnefndu, en þaðan eru 40 sjómílur til St. Croix. Eyarskeggjar eru að langmestu leyti Svertingjar, en samkomulag er gott milh þeirra og hvítra manna. Þeir hafa sitt eigið iög- gjafarþing, en senda ekki mann á þing Bandaríkjanna og taka ekki þátt í forsetakoSningu. Margt ber þarna enn vott um stjórn Dana á eyunum, einkum ýmis nöfn og dönskuslettur í mál- inu. Helzta þorpið á St. Thomas heitir Charlotte Amalie, eftir vígi, sem Danir reistu þar og kc:mdu við drottningu sína. í trjágarði, sem þar er, stendur myndastytta Kríst- jáns konungs IX. á háum stalli og horfir til hafs. Aðalgatan heitir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.