Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 14
f 114 v Ir' LESBÖK MORGUNBLAÐSINS r aflið sé vel kunnugt síðan Newton fann það. Og menn eru ekki í mikl- um vafa um hvemig jörðin sé í Iaginu. En það er nú eitthvað annað. All- ar upplýsingar um þetta eru að meira eða minna leyti ófullkomn- ar. Og það er meðal annars við- fangsefni á þessu jarðfræðiári, að greiða úr öllu þessu, ef hægt er. Menn vita t. d. að sumar eyar eru settar rangt á landabréfið, svo að munað getur einni sjómílu. Mikið mundi vinnast, ef hægt væri að lag- færa þessa skekkju svo að hún yrði ekki nema nokkur fet. En það þarf máske annað jarðfræðiár til þess að geta leiðrétt hana fullkomlega. Er þetta þá svo mikils varðandi? Já, því að ein skekkja leiðir af sér aðra, og allar siglingar verða ör- uggari ef allar strendur eru rétt settar á landabréfinu. Margar af rannsóknum þeim, sem fram eiga að fara, verður að gera samtímis á mörgum stöðum á hnettinum. Vegna alls konar raf- einda mælitækja, er þetta nú hægt, enda þótt það hefði ekki verið hægt fyrir svo sem 20 árum. Af þessum rannsóknum getur verið mikilla íramfara að vænta í vísindum. r * ★ Það var aðaUega tvennt sem réði þvi, að þjóðirnar tóku upp þessa yfirgripsmiklu samvixmu. 1. Vísindunum verður æ ljósara hyé mikla þekkingu skortir á ýms- i(fh sviðum, er orðið gæti mann- k’yninu til mikilla hagsbóta. ' 2. Visindamennimir vissu hvern- íg hægt væri að afla þessarar þekk- ingar. Mörg þau viðfangsefni, er nú bíða úrlausnar, eru viðvíkjandi mismun á orkumagni sólar. Vér vitum þegar, að í sambandi við sól- gos og sólbletti, gerast mörg dul- arfull fyrirbrigði, er hafa áhrif á lífið hér á jorð. Semustu rannsókn- u sýna, að þessi fyrirbrigði gerast nokkurn veginn reglulega á 11 ára fresti. En öllum er hulin ráðgáta hvernig á því stendur. Þetta réði mestu um að rannsóknaárinu var valinn þessi tími, því að á þessum 18 mánuðum, sem rannsóknirnar eiga að standa, verða stórbreyting- ar á sólinni. Gefst þá og um leið ágætt tækifæri til þess að athuga hvernig segulmagn eykst skyndi- lega og einnig norðurljósin, eða breytingar verða á jónska loftsvið- inu. En það er rafmagnað loftsvið um 20 km. utan við jörðina. Og ráð hefur fundizt til þess, að allar þær stöðvar, sem þessum rannsóknum eiga að sinna, geri athuganir sínar samtímis. ★ Til þess að gefa mönnum ofur- litla hugmynd um hve víðtækar rannsóknirnar verða á þessum 18 mánuðum, skal hér talið ið helzta, er rannsaka skal: 1. Veðurfar. 2. Jarðsegulmagn. 3. Norðurljós og önnur ljósfyrir- brigði í lofti. 4. Eðli sólar. 5. Geim- geislar. 6. Úthöfin. 7. Jöklar. 8. Jarðskjálftar. 9. Lengdar og breidd- arstig jarðar. 10. Háloftin. 11. Að- dráttaraflið. 12. Eðli jónska loft- sviðsins. Og svo skal í stuttu máli.skýrt frá, hvað það er, sem vísindamenn- írnir vilja komast að, og hverja þýðingu það getur haft. Vegna þekkingarskorts á loft- straumum milli miðjarðarlínu og pólanna, er ekki hægt að spá um veðráttu fram í tímann. En með því að senda flugbelgi og rákettur upp í háloftin á mörgum stöðum samtímis, og um langan tíma, er von um að menn fái betri vitneskju um þessa loftstrauma. Getur þetta haft stórkostlega þýðingu fyrir samgöngur í lofti í framtíðinni. Þekking á norðurljósum og jónska sviðinu er og mjög þýðingarmikil, því að menn vita enn eigi hvort ílugvelar geti ferðazt þar. Þótt menn hafi beizlað kjarnork- una, þá kostar það of fjár að ná í hana. En náttúran sjálf býður mönnum ókeypis orku, þar sem geimgeislarnir eru, orku sem er mörgum sinnum öflugri heldur en kjarnorkan. Með rannsóknum á sólgosum og sólblettum getur feng- izt mikilvæg þekking, er síðar leiði til þess að menn geti beizlað þenn- an óþrotlega orkugjafa. Jarðsegulmagnið er mjög breyti- legt, og þekkja menn tvær ástæður til þess: 1. Hægfara breytíngar, sem stafa af. breytingum rnni í jörðinni sjálfri. 2. Snöggar breytingar, sem stafa af utanaðkomandi áhrifum, jafnvel lengst utan úr geimnum. En hvern- ig stendur á þessum breytingum? Ef tU vill stafa þær frá sólinni, ef til vill frá öflugum rafstraumum, sem menn vita mjög lítið um. Til þess að fá þekkingu á jarðsegul- magninu, verður því að fá þekk- ingu á hinu, sem veldur breyting- um þess. Sú þekking gæti orðið mjög þýðingarmikil fyrir allar samgöngur og rannsókn náma, og er um leið lykill að þekkingu og rannsóknum á geimgeislum. Menn telja að ekki sé hægt að sporna við jarðskjálftum, en það má draga úr því tjóni er þeir valda, ef takast mætti að sjá þá fyrir. Og það tekst máske með rannsóknum á inum helztu brotasvæðum jarðar, þar sem þeir eiga upptök sín, í hvaða sambandi þeir standa við breytingar í gufúhvolfinu og þrýst- ing eða þenslu jarðlaganna. Með aukinni þekkingu á sjávar- straumum mundi fengin aukin þekking á veðrabrigðum. Þá haia og jöklarannsóknir miklu meiri þýðingu fyrir veðurfræðina held- ur en menn grunar. Tíundi hluti .jarðar er þakinn jöklum, sem sums staðar eru geisilega þykkir. Jökl- armr eru nú að smaminnka. Það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.