Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 3
Matth. Jochumsson — Matthías Ieggur yfirleitt í þýð- ingum sínum megináherzlu á að komast sem næst anda skáldverk- anna, en hirðir minna um að þræða orðalag frumtextans. Þetta finnur Eiríkur Magnússon Matthíasi mjög til foráttu, telur þýðinguna á Ot- helló ónákvæma og víða ranga. Til- færir hann í ritdómi sínum mörg dæmi þessu til sönnunar og yrkir jafnvel upp það, sem hann telur ranglega þýtt. Ritdómi þessum svaraði Matthías í Þjóðólfi 2. febrú- ar 1884. Kveður hann ritdóm Eiríks ósanngjarnan og fullyrðir að Ot- helló sé með beztu þýðingum sín- um, enda hefði hann farið þrisvar yfir þýinguna, síðast með hliðsjón af þýðingum þeirra Deliuss, Hag- bergs og Lembcke. Héldu þessar deilur áfram um hríð og lagði Benedikt Gröndal þar skemmti- lega orð í belg. Urðu deilurnar til þess, að Eiríkur réðst í að þýða The Tempest (Storminn), eins og til þess að sýna svart á hvítu hvern- ig þýða ætti Shakespeare. Kom þýðing Eiriks út 1885 ásamt frum- textanum og með skýríngum þýð- andans. íllaut þýðingin misjafna dóma og um hana sagði Grímur Thomsen (Fróði 6. sept. 1886), að ekkert væri meistaralegt við hana LESBÓK MORGUNBLAÐSINS annað en það, að hún væri eftir meistara Eirík Magnússon. Eftir þetta kemur hér ekki fram ný Shakespeare-þýðing fyrr en með þýðingu Guðmundar Björns- sonar landlæknis: Bálför Sears (úr Júlíusi Cæsar, II. þ. 2. atr.), er birtist í Skírni 1918 svo og þýðingu hans: Spásögn Antons yfir líki Sears (sama leikrit, III. þ. 1. atr.), er út kom í ljóðabók hans Undir ljúfum lögum (Rvík. 1918). Árið 1922 hafði Indriði Einars- son, hinn ágæti leiklistarfrömuður og skáld, fengið lausn frá embætti fyrir aldurs sakir. Tók hann þá að þýða Shakespeare og mun hann hafa þýtt hvorki meira né minna en um fjórtán leikrit hans, meðal þeirra Þrettándakvöld og Vetrar- ævintýrið. Munu allar þessar þýð- ingar vera óprentaðar. — Á önd- verðu ári 1945 lauk svo undirritað- ur við þýðingu á Kaupmanninum í Feneyjum og var sú þýðing gefin út árið 1946 í bókaflokki Helgafells „Listamannaþing“. — Á síðustu ár- um hefur Helgi Hálfdánarson, lyf- sali á Húsavík, snúið sér að Shake- speare-þýðingum og reynzt mikil- virkur og snjall þýðandi. Þýðir^gar tinkui ftlagnusson 103 Steingr. Thorsteinsson Helga, sem mér er kunnugt um eru: Sem yður þóknast, Júlíus Cæsar og Jónsmessudraumur, er frumsýnd- ur var i Þjóðleikhúsinu nú á annan í jólum. Enn eru mörg af leikritum Shak- espeares óþýdd á íslenzku, en von- andi verður þess ekki ýkjalangt að bíða, að við getum stært okkur af því að eiga öll verk þessa stór- brotna anda og mikla meistara í vönduðum þýðingum á okkar fagra og lígulega máli. ★ Af þeim leikritum Shakespeares, sem þýdd hafa verið á íslenzku, hafa þessi verið sýnd hér á leik- sviði; Vetrarævintýrið, Þrettánda- kvöld, Hamlet og Kaupmaðurinn í Feneyjum, öll á vegum Leikfélags Reykjavíkur og Sem yður þóknast og Jónsmessudraumur í Þjóðleik- húsinu. Þá var og Macbeth flutt i útvarpinu fyrir nokkrum arum. hað var veizla i London og frúin var að kynna gesti sína. — Og þetta er Blanc kapteinn. Hann er nýkominn úr Norðurishafinu. Þá gall við ung stúlka: —r Æ. blessaðir komið þér hérna að ofnmum, yður hlytur að vera oskaplega kalt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.