Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 11
LESBÓK MÖRGUNBLAÐSINS 111 Á enskum togara í SUMAR sem leið fekk blaðamaður frá „The Sphere“ að fara með enskum togara á veiðar, og skrifaði síðan grein um það í blaðið. Er hér útdráttur úr þeirri grein, og er þar einkum tvennt athyglisvert: að Bretar geta grætt á útgerð sinni á sama tíma og íslenzkir útgerðar- menn tapa stórfé, og að rógurinn um íslendinga út af vikkun land- helgimiar hefír fest djúpar rætur meðal enskra sjómanna. TM[ A R GIR ætla að mestur hlut- * inn af þeim fiski, sem kemur á land í Englandi, sé veiddur í Norðursjó, en sannleikurinn er sá, að mestur hluti hans kemur af f jar- lægum miðum. Bretar eiga nú 270 togara, 700— 800 smálesta, sem eingöngu veiða á fjarlægum miðum, allt frá New- foundland til Hvítahafsins. Og á þessu ári flytja þessir togarar til landsins tvo þriðju hluta af þeim fiski, sem er á markaðnum. Þessi útgerð er alltaf að aukast. Árið 1954 fluttu þeir til landsins 388.939 smálestir af fiski, sem landað var í Hull, Grimsby og FleetwoocL Og það er þessum veiðum á f jarlægum miðum að þakka, að nægar birgðir berast til landsins af þorski, flat- fiski og ýsu. Togararnir fara langt, allt að 3000 sjómílur og eru um þrjár vikur í hverri veiðiför. Hver veiðiför kostar um 6000 sterlings- pund. / Togararnir eru allir einkaeign og þeir njóta ekki neins styrks. Þeir eru hraðskreiðir og útbúnir Öllum nýustu tækjum: ratsjá, dýptarmæl- um og fisksjám. Hver togari kostar um 200.000 sterlingspund. Á hverju skipi eru 20 menn, að yfirmönnum meðtöldum. Skipstjóri og skipshöfn eiga hlutdeild í afla, fá venjulega þriðjunginn af hverri sölu. Hásetar fá um 7 pund á viku f fast kaup, en svo geta þeir búist við að fá í sinn hlut um 6 pund af hverjum 1000 pundum, sem tog- arinn selur fyrir. Auk þess fá þeir lifrarhlut, en hann er mjög mis- jafn, getur verið nokkrir skilding- ar, eða allt upp í 15 pund. Skipstjórar fá tíunda hlut af aflaverði, þegar frá hafa verið dregnir nokkrir kostnaðar liðir. Það er því mjög mismunandi hvað þeir bera úr býtum, allt fer eftir því hve vel þeir afla. Sumir skipstjórar geta fengið 5000—10.000 punda laun á ári, ef þeir eru heppnir. Hull er mestur útgerðarstaður í Englandi. Þar eru nú um 150 tog- arar, sem stunda veiðar hjá fs- landi, Grænlandi, Bjarnarey og á svokölluðum Hvítahafsmiðum. Það eru um 30 útgerðarfélög, sem eiga þessi skip. Að meðaltali koma um 1000 smálestir af fiski til Hull á hverjum degi, og að jafnaði landa þar 8 skip á dag. Um 3000 sjómenn eru á þessum skipum. í höfninni hafa 1000 menn stöðuga atvinnu við afgreiðslu tog- aranna, en auk þeirra má telja þá, sem fást við lýsisbræðsluna, versl- unarmenn og ótal marga aðra, sem óbeint vinna að útgerðinni. Er tal- ið að 60.000 manna (eða fimmti hver maður í Hull) lifi á útgerð- inni. f ágústmánuði í sumar fekk ég að fara með togaranum „Kingston Almandine' á veiðar. Skipstjóri er Alfred Jackson og hann ætlaði að fara til Hvítahafsins. En svo frétti hann á leiðinni að þar væri lítið um fiak, svo hann helt til Bjarnar- eyar. Og þar fekk hann uppgripa afla, eða 2539 kits, og fekk fyrir það 12.309 sterlingspund er heim kom, og var það metsala hjá honum. Þess er rétt að geta að ferð þessi var farin á bezta tíma ársins. Yfir- leitt var gott veður og næturnar voru bjartar og aldrei neinn veru- legur sjógangur. En sjómennirnir verða að vinna baki brotnu og vinnutími þeirra er miklu lengri en hjá mönnum í landi. Það eru þá fyrst mennirnir, sem vinna á þilfari. Á leiðinni til miðanna hafa þeir 12 tíma vaktir á sólarhring, vinna að því að undirbúa veið- arnar, útbúa veiðarfærin, eða standa við stýrið. Þegar veiðarnar hefjast er vinnutíminn 15 stundir á sólarhririg. Og allir hafa þá nóg að gera. Vélamennimir verða stöð- ugt að líta eftir vélinni og vindun- um, og kokkurinn og hjálparsveinn hans eru að matreiða allan sólar- hringinn og búa til ókjörin öll af te. En annríkast á þó skipstjórinn sjálfur. Honum kom varla blundur á brá meðan á veiðunum stóð. Hann stóð við stýrið, annaðist vélarsímann, athugaði ratsjána þegar þoka var og hafði stöðugt gætur á fisksjánni. Hann elti fiskinn og togaði á piis- munandi dýpi. Einu hvíldaratuapiir hans voru þær, að hann hallaði gér dálitla stund eftir miðdegis\fw& meðan skipið var að toga Togtíminn var venjulega l%m#t klukkustundir. Ef þá kom Iéiegúíi poki, varð hann heldur súr á sviprfí inn, en þegar hann fekk fjórskifif eða fimmskift (8—10 smálestir H einu togi), þá lék hann við hvern sinn fingur. En hjátrúarfullur var hann, og stundum fór hann niður í klefa sinn til að snúa við ham- ingjuskeifu úr silfri, sem hekk þar á vegg. Fæðið var ágætt og ríkulegt. Nóg var af nautakjötí og svínakjöti og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.