Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 10
110 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS smitast og verða smitberar, svo að ekki yrði við neitt ráðið. ★ Á EYNNI St. John er al.lt með frumstaeðara hætti en á hinum ey- unum. Þar stendur enn eitt gamalt vígi, sem Danir reistu hjá Cruz- Bay, og er það nú bústáður eyar- stjórans, en það er einnig dómhús, lögreglustöð, pósthús, og spítali, með fjórum rúmum. Ekld þarf mik- ils þarna við, því að eyarskeggjar eru ekki nema 749 talsins, og þeir eru ákaflega löghlýðnir og reglu- samir. Þama er enginn sími og engin blöð, enginn flugvöllur, ekk- ert kvikmyndahús, ekkert rafmagn. Vegir eru þarna fremur slæmir, stundum ekki annað en troðning- ar í gegn um skóg með blómskrúði og ótal jurtum. Hér er fagurt og öll strandlengjan sem einn baðstað- ur. í skóginum eru margs konar ávextir, gómsætir og fagrir. En þar er líka „banvæna eplið“. sem þar er kallað manchinel. Sagt er, að menn Kolumbusar, sem fóru þar á land. hafi etið þessa ávexti, en um leið hafi þeir stokkbólgnað í andliti og fengið svo óþolandi hita og kvalir, að þeir hafi ærzt, Nú er verið að útrýma trjánum, sem þessí epli vaxa á. Nú er í ráði að gera þjóðgarð þarna á eynni, og verður það 29. þjóðgarður Bandaríkjanna. Hug- mvndin kom fyrst frarn 1939, en lá niðri þar til stríðinu var lokið. Stjórn Bandaríkjanna ætlar að leggja til 9500 ekrur, en John Rockefeller 5000 ekrur, sem hann á þar. Nær þá þessi þjóðgarður vfir hartnær tvo þriðiu hluta eyarinn- ar. Rockefeller hefir þegar eytt milljón dollurum í jarðabætur þarna, og verður þó kostnaðurinn miklu meiri. Auk þess er gert ráð fyrjr að verja 2 milljónum dollara til þess að koma þar upp gistihús- um fyrir ferðamenn og dvalargestí. í völ Tjörnln er frosin, fuglar i vök finna nú litll bjargarráð, ó?na þeim fannir og ísaþök ekkert til matar um heifrosið iáð. Gefið þið fugiunum góðlr menn gieður það hjartað og yngir l senn. tJti á klakanum köld er sæng kúra þar fuglar um dægrin löng, nú er ei iétt fvrir litinn væng lamar hann kvlði og bjargarþröng. Gefið þið fuglunum góðir menn gleður það hjartað og yngir t senn. Skammdegisnóttin ei gefur grið grimm eru hennar vængjatök, við skulum bjarga og leggja lið litlum fugli, sem berst í vök. Góðverkin fylla gæfunnar sjóð, gefið þið fuglunum börnin góð. KJARTAN ÓLAFSSON Á FYRRI öld mátti heita að allt væri í uppgangi á eyunum. Þá var t. d. þrisvar sinnum fleira fólk á St. John heldur en nú, og höfðu allir nóg að bíta og brenna. Það var sykurræktin, sem flestum veitti lífsviðurværi og var þá sykurreyr ræktaður í stórum stíl um állar eyamar. En framleiðsluhættir voru mjog einfaldir. Danir reistu þar vindmylnur til þess að þrúga syk- urreyrinn og ná sykurefninu úr bonvm. Má enn sjá rústir af þess- um mýlnum víðs vegar um eyam- ar, því að þær lögðust niður, þegar þasr gátu ekki lengur keppt við nýtízku vélar, og þá hrakaði þess- um atvinnuvegi. Einu sinni hafði framleiðslan verið 46 milljón pund af sykri á St. Croix. Þar voru þá 115 vindmylnur og 144 mylnur, sem knúðar voru af húsdýrum. Ár- ið 1935 var svo komið, vegna heims- kreppuimar, að sykurframleiðslan var ekki nema tíundi hlutinn af því, sem hún hafði verið, enda kostaði þá meira að framleíða hvert kíló en hægt var að fá fyrir það. Þá var það að stjórnin hljóp undir bagga og skipaði sérstaka bjargráðanefnd fyrir eyarnar. Hún hefur sett á fót nýtízku verksmiðj- ur tíl sykurframleiðslu og kennt mönnum að auka framleiðsluna. Hún hefux lánað bændum fé til þess að koma undir sig fótunum. Tilgangurinn er að hjálpa eyar- skeggjum til sjálfsbjargar. En það er ekki hægt með öðru móti en því, að nýtízku sykuriðnaður rísi þar upp. Landkostir eru þannig á eyunum, að þar þrífst fátt annað en sykurreyr á ökrum. Verður því að rétta við þennan atvinnuveg. Að vísu hefur bjargráðanefndin ýmislegt fleira á prjónunum, til þess að framleiðsla eyarskeggja sé ekki alltof einhæf. Hún er að kenna þeim að rækta nautgripi, sauðfé og geitur og kynbæta stofnana. Sá er kosturinn við þessa kvikfjár- rækt, að fénu má beita á land, þar sem ekki er hægt að rækta neitt. En jafnframt sykurreyrsræktun- inni verður lögð nokkur áherzla á að rækta baunir, sem geta gefið góða uppskeru. Þá er og í ráði að gróðursetja mahogni-skóg, en hann verður ekki orðinn tekjulind fvr en eftir 75—90 ár. Við allar fram- kvæmdir verður beitt nýtízku að- ferðum, jafnvel að láta flugvélar sá í akrana. Stjórnin leggur fram 3 milljónir dollara á ári til endur- reisnarinnar. — Bjargráðanefndin vonar að innan fárra ára verði ey- arnar sVo sjálfbjarga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.