Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1956, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 115 IMYUIMGAR getur haft tvenns konar afleiðing- ar. Sums staðar batna löndin, en annars staðar gengur sjór á þau. Og margar hafnarborgir, sem nú eru, mundu sökkva í sæ, ef allir jöklar bráðnuðu. Mikil áherzla verður lögð á rann- sókn háioftanna. Bandaríldn ráð- gera að senda á rannsóknaárinu helmingi í'leiri rákettur upp í há- loítin, heldur en þangað hafa verið sendar seínustu 20 árin. Sumum verður skotið frá jörðínni, aðrar verða sendar frá flugvélum og flugbelgjum hátt í lofti. Er það gert til þess að spara það afl, er ráketturnai- þurfa til þess að kom- ast upp úr þéttasta Ioftslagínu. Sumar þessar rákettur eiga að komast í 300 km. hæð, en gerfi- tunglin (þau verða að minnsta kosti tólf) eiga að komast í 1200 —1300 km. hæð. Eitt af því, sem rannsaka skal, eru þau loftfyrirbæri, er valda út- varpstruflunum, ýskrið og smell- irtiir sem stafa af raímagni í loft- inu og .standa ef til vill í sambandi við jai'ðsegulmagn og norðurljós. Hreyfingar jarðar eru óstöðugar, svo að hún hefur flýtt sér um 1/30 úr sekúndu inn 1-. október, en hefur seinkað sér jafnmikið 1. júní. Þetta er reglulegt, en svo eru aðrar hreyfingar hennar óreglulegar, ef borínn er saman miðtími og tungl- tími (reiknaður eftir umferðartíma tunglsins). Nú sem stendur er tunglið á undan miðtíma. ★ Almenningi kann nú að virðast sem það sé harla smásmuglegt að fást við slíkar rannsóknir sem þess- ar, og'alveg gagnslaust. Það sögðu menn lika fyrst um stærðíræði- reglu Einsteins um efni og orku á sinum tíma. En hún varð þó til þess að menn beizluðu kjarnorkuna. VIÐTÆKI MEÐ SÓLARORKU Nýiega hefir Admiral Córpora- tíon í Chicago fundið upp viðtöku- tæki, sem styðst við sólarorku og nota má alls staðar þar sem sól skín. Tækið er annað hvort notað þannig, að sol er Iátin skina á það meðan það skilar af sér útvarpi, eða þá að sólin er látin hlaða litla rsEnlöðu, sem er í tækinu sjálfu, og þá má alveg eins nota það í myrkri. DARLAN Nú er komið á markaðinn vestan hafs alveg nýtt gerviefní, sem nefnist Darlan. Það er fundið. upp hjá Goodrích Chemical Co. í Ohio. Sagt er að nota megi það í alls- konar fatnað, dýrindiskápur kvenna og karla, peysur og alls konar prjónles. Sagt er að það sé ólíkt öllum öðrum gerfiefnum, sem áður hafa verið fundin upp. MIKILL KULDI Arthur D. Little, Inc. í Cam- bridge í Massachusetts hefur fram- Ieitt nýa tegund kæliskápa, gjör- ólíka þeim kæliskápum, sem nú eru tíl. Þar er ekki notað rafmagn, heldur segulmagn til að framleiða kuldann. Og kuldinn er miklu meiri en dærai þekkjast til áður, eða allt að 500 stig á Fahrenheit. en það svípar til þess kulda er menn halda að sé í geimnum SÓLAROFN Amerískur maður, dr. Lof, fiefir fundið upp nýan sólarofn. Er hann í laginu eins og regnhlíf á hvolfi. Efnið í honum er þannig, að sólargeislarnir endurkastast og lenda allir á einum stað, og verð- ur þar svo mikill hiti að hægt er að sjóða mat við harrn. Þegar dr. Lof er á ferðalagi sér til gamans, hefir hann þennan ofn með sér, og á áningarstöðum setur hann oín- inn, opinn mót sól, og sýður þar mat sinn eða hitar sér kaííi. Það er álitið að þessi oín muni gera mikið gagn í heitum löndum, þar sem hætt er við skógarbruniun, því að fjölmargir skógarbrunar staia af því að ferðafólk fer gálaus- lega með eld. En nú þarf það ekki að taka upp eld, það setur ofninn aðeins í sólskinið og segir „Sjóddu pottur litli sætan graut“, og pott- urinn hlýðir. EINFALT SENDITÆKI Fimdið hefur verið upp mjög einfalt senditæki, og er það svo lítíð að koma má þVí fyrir í túðu á venjujecu símatóli. Það þarf ekki á neinu rafmagni að haída, heldur er sendikrafturinn aðeins hljóð- bylgjur þær sem myndast þegar talað er í tækið. Rödd talandans er orkugjafinn, um leið og hún út- tfarpar sér. Tæki þetta er enn á býrjunarstigi, en tékizt hefur að útvarpa á 600 feta lengd. Með ofur- litlum breytingum er talið að hægt muni að utvarpa um kílóméters leið. N-GEISLA KVIKMYND Generai Electric Co. hefir fund- ið upp vél. sem tékur k\*íkmyndir við g'egnuml; singu. Notaðir eru venjujegif Röntgengeíslar, en kvikmyndir má taka af sjúkling- um í allskonar stellingum, stand- andi, sitjandi eða liggjandi. Vél þessi getur tekið mýndir með 30 sinnum meiri hraða heldur eti venjuleg ljósniyndavél og hún er þannig útbúin að hún getur jafn- framt temprað það geislamagn er sjúklingur verður fyrir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.