Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 67 Enska ljónið þEGAR Elisabet II. tók við ríkis- erfðum í Englandi, erfði hún um leið safn kynjadýra, er verið hafa tákn og skjaldarmerki hinna göfugustu ætta í Bretlandi um ald- ir. Ber þar fvrst að nefna enska ljónið, sem hefir verið tákn og ímynd brezku konunganna allt frá dögum þeirra Hinriks II. og Rík- harðs ljónshjarta, rauða drekann, sem var tákn konunganna í Wales, og skozka einhyrninginn, sem var tákn Skotakonunga frá því á 15. öld. En svo eru ótal önnur dýr, sem komizt hafa inn í konungsætt- ir með tengdum við aðrar höfð- ingjaættir, er einnig áttu sín tákn- dýr, svo sem griffin ísem er fljúg- andi ljón með arnarhaus), hvítur fálki, hvítur hundur, hvítur hestur. svart naut o. s. frv. Alls eru þessi svokölluðu „dýr drotningarinnar“ Skozki einhyrningurinn um þrjatíu að tölu. Eru þar á meðal hinar furðulegustu skepnur, því að einu sinni þótti það frumiegt hjá mvndhöggvurum að skevta saman einkenni margra d^ra, setia sam- an fætur af einu dvri, afturhluta af öðru, framhluta af því þriðia og haus af því fjórða. Brezka ljónið er heldur ekki auðþekkt og grein- ir menn á um, hvort heldur að það sé mynd af Ijóni eða hlébarða. Talið er að skjaldarmerki sem tákn sérstakra ætta, hafi komið upp í krossferðunum. Vilhjáimur bastarður hafði tvo hlébarða í skjaldarmerki sínu, en Hinrik II. bætti þeim þriðja við og voru þeir þá kallaðir ljón og hafa síðan verið kallaðir svo. Þess vegna greinir menn á um það, hvort í skjaldar- merki Englands sé heldur þrír hlé- barðar eða þrjú Ijón. Aftur í grárri forneskju var drekinn tákn ódauðleikans. vegna þess að hann var ímvnd dreka- stjörnunnar. Rómveríar hinir fornu höfðu dreka í skjaldarmerki sínu, og Engil-Saxar höfðu einnig dreka sem tákn sitt, og það helzt enda þótt sú breyting yrði á með kristninni, að drekinn væri ímynd hins illa. Drekinn varð tákn fyrstu konunganna í Wales og á skildin- um, sem hann heldur (sjá mynd) er skjaldarmerki seinasta ríkis- erfingjans í Wales, Llewelyn ap Griffith. Frá Wales fór drekinn til Englands á dögum Hinriks VII., og til Skotiands með dóttur hans. Síð- an barst hann aftur til Englands með Jakob IV. Skotakonungi, er hann tók við völdum í Englandi sem Jakob I. Hann flutti og til Englands skozka einhyrninginn. Welski drekinn DÝR DROTTNiNGARINNAR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.