Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 12
72 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að það væri fyrir góðu, sem aðrir sögðu að væri íyrir illu. Fór það víst nokkuð eftir landshlutum, og gat að sjálisögðu allt verið rétt, því að fjöld viðrar hér á landi á sama tíma. Þó skal það ekki rakið hér. Annars tóku menn mark á ht tunglsins. Rautt tungl boðaði stríð eða styrjöld einhvers staðar í heim- inum, eða önnur stórtíðindi. Það boðaði einnig hvassviðri og storma. Veðurspár eítir ht tunglsins eru í þessari alkurmu vísu: Rauða tunglið veit á vind vætan bleiKu hlýðir, skini ný með skýrri mynd skirviðri það þýðir. iáCi' — ..«■ * Tunglkoma olh ætíð veðrahvörf- um, eins og sést á þessari vísu: Með tunglkomu trúðu það og tem þer gætni slika, veðrabrigða von er að víst með fullu líka. Þá hafði og tunglið ýmiskonar áhrif á mannlegan líkama. Ekki mátti tungl skína á brjóst eða kjöltu vanfærrar konu, því að þá varð barnið tunglsjúkt. En ef tungl skein á kjöltu óspjallaðrar meyar, þá varð hún barnshafandi. Mikill munur var á því hvernig konum gekk að fæða, eftir því sem stóð á tungli. Léttust varð fæðingin altaf með nýu tungli. Til var sá sjúkdómur, er menn kölluðu tunglmein, og átti að brjót- ast út einu sinni á hverju tungli. Ekki má láta klippa hár sitt nema með vaxandi tungli, annars kemur rot í það. Og gæta verða menn þess að horfa ekki mót norðri á meðan þeir eru klipptir, því að það boðar skammlífi. Blóðtökumenn þurftu og jafnan að gæta þess hvað tunglið væri gamalt er þeir tóku mönnum blóð, og eins að gæta þess undir hvaða stjörnumerki maður- inn var fæddur, því að blóðtöku- staðurinn fór eftir því. Sumartungl heitir það tungl, sem er á lofti 5. maí, hvort sem það er ungt eða gamalt. Þegar maður sér það fyrst á maðin: ekki að segja neitt, en bíða þess að einhver ávarpi sig, og er mikið undir því komið hvað þá er sagt við mann, því að þau orð eru óbrigðul spádómsorð, þó að oft séu þau á huldu. Þetta heitir að svara í sumartunglið. Þeir draumar, sem menn dreym- ir með vaxandi tungli, rætast jafn- an fljótt, en draumar með þverr- andi tungh rætast seint, eða eiga langt í land. Ef vaxandi tungl grúfir, eða snýr hornunum niður, þá boðar það skipskaða á því tungh. ÁHRIF TUNGLS Á GRÓÐUR JARÐAR Ástæðan til þess, að þessar kreddur eru rifjaðar hér upp, er sú, að nú er talsvert deilt um það í heiminum, hver áhrif tunglið hafi hér á jörð, einkum um það, hvort það hafi áhrif á gróður jarðar. Eru skoðanir þar mjög skiftar bæði meðal vísindamanna og bænda. Aftan úr grárri forneskju hafa bændur trúað því, að þroski jarð- argróða og uppskera færi mjög eft- ir því hvernig á tungli stóð þegar sáð var. Og enn í dag er föstum reglum fylgt um þetta víðast hvar, eigi aðeins meðal frumstæðra þjóða, heldur einnig meðal menn- ingarþjóða. Og það eru ekki lökustu bændurnir, sem gæta þess hvernig á tungli stendur þegar þeir sá. Þeir þykjast sjálfir hafa fengið reynslu um að þetta sé mjög þýð- ingarmikið atriði í búskapnum. Aðrir telja þetta hreinar bábyljur og heimskulegar kreddur. í amerísku jarðyrkjuriti, sem heitir „New Garden Encyclopedia“ og ritað er af sérfræðingum, segir m. a.: „Hvað eftir annað koma frá vel- menntuðum og hleypidómalausum bændum og jarðyrkjumönnum skýrslur, er sýna svo að ekki verð- ur móti mælt, að tunglið hefir mjög mikil áhrif þegar sáð er, plantað og á önnur jarðyrkjustörf. Reynsla þeirra verður því að telj- ast meira en hugarburður einn, og þess vegna væri það æskilegt að sem flestir jarðyrkjumenn vildu gera tilraunir til þess að fá úr því skorið, hvort ekki sé heppilegra fyrir sig að fylgjast með tungl- inu“. Ástæðurnar til þess að gæta beri tunglins við jarðyrkjustörf, eru rökstuddar þannig: 1. Á mánaðargöngu sinni um- hverfis jörðina fer tunglið í gegn um allan „dýrahringinn“, sem er ímyndaður hringur í geimnum um- hverfis jörðina í rétt horn við möndul hennar með tilliti til sól- arinnar. Dýrahringurinn fellur því ekki saman við miðbaug, sem er mitt á meðal heimskautanna. 2. Áhrif tunglsins á jörðina breyt- ast eftir því í hverju dýramerkinu það er, og hefir þetta áhrif á sán- ingu og uppskeru. 3. Það hefir komið í ljós að plöntur sem bera fræ eða ávöxt, svo sem baunir, tómatar, korn og blóm, þrífast betur ef þeim er plantað með vaxandi tungli (allt fram að því er tungl er í fyllingu), en plöntur, sem bera rótarávexti, svo sem kartöflur, spretta betur ef þær eru settar niður með þverr- andi tungli. í tímaritinu „House and Garden“ (aprílhefti 1944) er grein eftir Francis Coulter og segir þar: „Á Englandi hefir trúin á hinar gömlu kenningar um áhrif tunglsins á spírun og gróður farið mjög í vöxt á seinni árum. En til þess að ganga úr skugga um hvort þetta hefði við nokkur rök að styðjast, fóru fram víðtækar tilraunir í John Innes Horticultural Institute hjá London á árunum 1940—1942. Sáð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.