Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 14
UESBÓK MORGUNBLADSINS Símon Dalaskáld og Manga rennimaskína f IUNGLIÐ VELDUR í JARÐSKJÁLFTUM W Eins og fyr er sagt er nú æva- ? langt síðan að menn vissu að tungl- p ið olli mestu um sjávarföll. Og f' meðan þekking var lítil, höfðu r menn hálfgerðan beyg af því hvernig hafið hækkaði og lækkaði. - En með nákvæmum mælingum hafa menn nú komizt að því, að 7 yfirborð jarðar hækkar og lækkar v eftir göngu tunglsins, alveg eins og 'r yfirborð sjávar. Rannsóknir á þessu hófust vegna þess, að vart varð við f truflanir á tímasendingum frá r stjörnurannsóknarstöðvunum í Greenwich í Englandi og Washing- r ton í Bandaríkjunum. Það kom þá í ljós, að þegar aðdráttarafl tungls- r ins var sem mest, þá voru þessar ‘ byggingar 63 fetum nær hvor ann- r ari, heldur en stundum. Og síðan “ komst Harlam T. Stetson prófessor r við tækniháskólann í Massachu- r setts að því, að þetta aðdráttarafl tunglsins gæti valdið jarðskjálftum. r Mestu og ógurlegustu jarðskjálft- r arnir stafa af því, að jarðlögin r hreyfast til þar sem brestir eru í r jarðskorpunni, og ganga á misvíxl. Þessi misvíxlan getur orðið vegna þess hvernig tunglið togar í jörð- ina. Þá hafa menn og orðið varir við að „fölh verða í hinum efri loft- F lögum, því að útvarpssendingar 'r' takast misjafnlega eftir því hvern- r ig stendur á tungli og eftir því hve r mikil áhrif aðdráttarafl þess hefir r á öreindir þær, sem eru í háloft- f unum. T' Mikil sprenging varð á bóndabæ ein- £ um í Alabama í Bandaríkjunum hinn W 11. nóv. s.l. Enginn skildi neitt í þessu, r því að engin eldfim efni voru til í hús- inu. Þegar farið var að rarinsaka málið, f kom í ljós, að loftsteinn hafði fallið ^ ciður á húsið. ‘ll'ÉR DATT í hug að halda til haga smáþætti af Símoni Dalaskáldi. Hann var einn í hópi þeirra manna, sem lögðu land undir fót og flökkuðu bæ frá bæ. Þessir förumenn eru nú horfnir af sjónarsviðinu. Símoni var ákaflega létt um að yrkja og var alltaf tilbúinn til þess að kasta fram bögu. Allmikið hafði hann látið prenta eftir sig, og hafði hann það sér til erindis að selja kver sín á ferðum sínum. Árið 1906 kom hann að Stóruvöllum á Landi og ætla ég nú að segja frá heimsókn hans þangað þá um haustið. Um þær mundir var tvíbýli á Stóru- völlum. Bjó Guðjón Þorbergsson afi minn í öðrum bænum, en Guðbrandur Arnbjörnsson í hinum. Þá var vinnu- kona hjá Guðjóni kona sú, er hét Mar- grét Helgadóttir, ættuð frá Ölvesholts- hjáleigu í Holtum. Nokkuð var hún talin einkennileg, málskrafsmikil og óðamála. Kölluðu gárungar hana stundum Möngu rennimaskínu. Hún var fremur lítil, kvik á fæti og hafði gaman af að bregða sér að heiman til annarra bæja. Hún var svo mikið fyrir kaffi, að það þótti undravert. Það var orðtak hennar oft, þegar hún bað um að hita handa sér: „Hitaðu nú sé- legan sopa og vertu nú á glasi“. Það var einhvern tíma á sumardag- inn fyrsta, að hún fór að heiman og kom á þrjá bæi, en í ferðinni hafði hún drukkið 16 bolla af kaffi. f annað skipti var hún gestkomandi á bæ ein- um, fór hún þá á fætur á undan heim- ilisfólkinu. Var hún búin að hita sér fulla könnu af sterku kaffi og drekka það áðúr en húsmóðirin kom á fætur, en svo drakk hún morgunkaffið með heimilisfólkinu. Á þeim tíma, sem hún var vinnukona á Stóruvöllum, átti hún alltaf kaffi sjálf og gat því oft hitað sér aukasopa. Þó að Margrét þætti að sumu leyti einföld, gat hún oft komið - fyrir sig orði. Hún var eitt sinn samferða bónda úr Holtunum, sem var að koma úr kaupstaðarferð. Leiðin lá yfir gil eitt, en þar fór vagninn um og ofan í gilið. Varð Margréti þá að orði: „Á að fara svona hérna niður?“ Það var farið að halla degi, þegar gest bar að garði á Stóruvöllum. Það var Símon Dalaskáld. Kom hann fyrst til Guðbrandar og Jóhönnu, sem bjuggu í norðurbænum. — Hitaði Jó- hanna honum kaffi og gaf Guðbrandur honum vel út í það. Þegar Margrét varð þess vör, að Símon var kominn, fór hún að snyrta sig og gaf sig á tal við hann. Höfðu þau einhvern tíma sézt áður út í Árnes- sýslu. Þegar Símon hafði lokið við að drekka kaffið, kom hann fram í bað- stofu, þar sem þau bjuggu Guðjón og Sigríður, en þar var Margrét vinnu- kona sem fyrr getur. Féll nú heldur vel á með þeim Símoni og Margréti. Tók hann hana á hné sér og hélt á henni mikinn hluta vökunnar. Ræddu þau nú margt sam- an, meðal annars um það, að þau ætl- uðu að taka saman og gifta sig á næsta vori. Ætluðu þau að gifta sig við Þjórs- árbrú og biðja Friðrik konung um að vera svaramann, en það var von á honum til íslands árið eftir. Um þess- ar mundir var jörðin Ármúli í Ása- hreppi laus til ábúðar og ætluðu þau að taka þá jörð og hefja búskap þar. Var vatn þar í nágrenni, en í því var dálítil silungsveiði. „Við skulum hafa baunir og silung til matar og kaffi átta sinnum á dag. Viltu það ekki, Mageta mín?“ sagði Símon. „Það vil ég, það vil ég“, sagði Margrét þá. Sigríður húsfreyja var mikið frammi í eldhúsi að elda kvöldmatinn. Þegar hún kom inn, sagði Margrét ávallt: „Sjáðu Sigríður, sjáðu Sigríður, hann heldur bara á mér“. Lét nú Símon óspart fjúka í kveðlingum. Orti hann mikið af vísum um Margréti. Sat Ólaf- ur Guðbrandsson inni hjá þeim og skrifaði. Nokkrar af þessum vísum lærði ég heima í æsku, en Ólafur gat hjálpað mér um drjúga viðbót, en þó munu sumar glataðar með öllu. Hér kemur nú það sem til er af vísum þeim, er hann orti til Margrétar:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.