Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ULr 65 smiður, Elín, Malmfríður, Sigríð- ur og Guðrún. Móðir Daða var þýzk, Dorothea Laíranzdóttir köll- uð. Sonur Arna á Asgeirsá var Oddur snikkari „er viöa fór um lönd og fanginn varð með Tyrkj- um og leið margt illt, og hreysti sig æ við það, að úti a Isiandi mundi hann deya og drukkna ann- aöhvort í Svartá eOa Laxá, og svo varð“. Margrét dóttir Daða og Kristínar var móðir Daða Jónsson- ar sýslumanns í Kjósarsýslu, sem íórst með Spákonutellsskipi haust- ið 1682. A því skipi var einnig Hannes fornfræðingur, sonur Þor- leifs sýslumanns Kortssonar. Hafði hann komið hingað til þess að safna íslenzkum handritum fyrir konung og orðið vel ágengt um sumarið, svo að hann haíði mik- inn fjölda handrita með sér. í'óru þau öll í sjóinn með honum. RANNVEIG Á HÁEYRI var yngst dætra Jóns sýslumanns Björnssonar á Holtastöðum. Hún átti sér auknefni og var kölluð Rannveig mjóva. Aldrei var hún við karlmann kennd og á því enga niðja, en nafnkenndust er hún þó af þeim systrum. Hún mun hafa verið fædd um 1584—87 á Holta* stöðum og hefir því ekki verið nema 4—7 ára þegar Helga systir hennar giftist Oddi biskupi. Telja menn líklegt að hún hafi flutzt í Skálholt til systur sinnar og dval- ist þar þangað til hún fór að búa á Háeyri á Eyrarbakka, en það mun hafa verið rétt eftir 1630, þegar Oddur biskup dó og Helga fluttist að Hraungerði. Jón ríki Vigfússon á Galtalæk hafði átt Háeyri og erfði Holm- fríður dóttir hans og gaf manni sínum séra Sigurði Oddssyni. Síð- an erfði sonur hans, Sigurður pró- fastur á Staðastað jörðina og síð- an ekkja hans, Sigríður Hákonar- dóttir og Oddur lögmaður, sonur þeirra. En Oddur missti hana í málaþrasi við Guðmund í Brokey, en Guðmundur arfleiddi Fuhr- mann amtmann að henni ásamt öðrum eignum sínum. Næstur á undan Rannveigu bjó frændi hennar Filippus Teitsson á Háeyri. Hann var launsonur Teits á Holtastöðum, föðurbroður hennar. Eitthvað heíir þá verið vafasamt um eignarrettinn, því að Filippus þóttist eiga heimajorðina og urðu ut af því málaíerii. t Rannveig bjo þarna rausnarbúi og var annáluð fyrir hjáipfýsi sína og greiðasemi við þá, sem bágt áttu. Hún hafði útgerð bæði á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn. — Ráðsmaður hjá henni var lengi íSigurður Bjarnason frá Stokks- eyri, föðurbróðir Stokkseyrar- Dísu. Þau Rannveig og Sigurður voru skyld, því aö Bjarni faðir hans var sonur Ragnheiðar Björns- dóttur, sem var íoðursystir Rann- veigar. í sögu Eyrarbakka segir Vigfús Guðmundsson að Rannveig hafi alið upp 20 börn, þótt hún ætti ekkert sjálf. Mun það tekið eftir Árbókum Esphólins þar sem segir, að hún hafi „alið á heimili sínu 20 börn föðurlaus. En það gæti verið á misskilningi reist. I Fitja annal segir árið 1653: „Um kyndilmessu- leytið forgekk áttæringur, spón- nýtt skip með öllum mönnum á Eyrarbakka, þann fyrsta dag er það gekk á sjó. Það skip átti Rann- veig á Háeyri“. Og. í Seilu annál segir sama ár: „Drukknan 9 manna á Eyrarbakka. Það skip átti Rann- veig Jónsdóttir. Voru þar á henn- ar heimili 20 börn föðurlaus“. — Mætti helzt skilja þetta svo, að þessir níu menn er drukknuðu hefði látið eftir sig 20 börn og Rannveig hefði tekið þau að sér. En þetta var árið áður en hún dó, svo ekki er hægt að tala um að hún hafi alið þau upp. En þótt þetta væri rétt, þá varpar það eng- um skugga á það orð er fór af drengskap hennar og hjálpsemi og rausn. Hún var taim „guðhrædd, fróm og naíníræg aí dyggðum og góðgerðasemi við auma og vol- aða“, segir Oddur frændi hennar 1 Fitja annál. Og hann segir líka þessa sögu til marks um það: „Um þorrakomu (1654) rak mik- inn karfa austur með, á Eyrar- bakka og Hafnarskeiði, svo hann var seldur upp um sveitina, hundr- aðið á 5 álmr og var stórt gagn þeim sveitum. Á Háeyri á Eyrar- bakka báru tveir menn á lítilli stundu úr flæðarmáli og upp á meg- inland 16 hundruð af karfa og höfðu helming þar af fyrir ómakið. Þar var þriggja stafgólfa grinda- hús fullt yíir bita milli gafls og gáttar með karfakös (skemmdist þó ei vegna kælu og frosta). Þar af var mestu burt logað á hálíum öðrum mánuði, ókeypis flestum, eftir skipan Rannveigar Jónsdótt- ur á Háeyri, af meðaumkun við fátæka og þurfandi, sem þá voru margir“. Þetta var seinasta góðverk Rann- veigar, því að hún andaðist að- faranótt 23. febrúar þá um vetur- inn. Hún hafði alltaf haft bænhús á Háeyri fyrir sig og heimafólk sitt, en lík hennar var jarðað í Stokks- eyrarkirkju að norðan. Erfingjar voru systur hennar fjórar (Þóra og Kristín voru látnar á undan henni). Veturinn 1654 var harður og stór- viðrasamur, en þó urðu miklir hlutir sunnan lands, t. d. 9 hundr- uð í Þorlákshöfn. Brynjólfur bisk- up gerði erfingjum Rannveigar skilagrein næsta haust fyrir fiski dánarbúsins. Var hann nokkuð meira en 30 hundruð (3600 fisk- ar) en tveir þriðju af því „ógild- ur fiskur útlendum“, en meiri hlut- inn þó ónothæfur til manneldis. En í doktorsritgerð Guðna Jóns-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.