Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 73 var mörgum sinnum og á ýmsum tímum, bæði utan húss og innan, og miklu var plantað í gróðurhús- um, þar sem hægt var að tempra hita og unnt að fylgiast nákvæm- lega með öðrum gróðurskilyrðum. Daginn út og daginn inn voru gerð- ar nákvæmar mælingar á öllu, sem þar kom til athugunar. En að lok- um var kveðinn upp sá úrskurður, að trúin á áhrif tunglsins á gróður- magn jarðar hefði ekki við neitt að styðjast.“ Höfundur segir enn fremur, að þetta hafi verið þær víðtækustu og nákvæmustu til- raunir, sem gerðar hafi verið í þessa átt. ---★----- Þetta er þó ekki eina rannsóknin sem farið hefir fram á þessu sviði. Hinn 19. febrúar 1944 segir „Sci- ence News Letter“ frá því, að Har- old S. Burr prófessor við Yale há- skólann hafi gert athyglisverðar rannsóknir á vexti trjáa. Og blaðið skýrir þannig frá rannsókninni: „Prófessor Burr setti tvær raf- magnsleiðslur í bolinn á mösurtré með nokkru millibili. Var þeim stungið í gegn um börkinn, þang- að sem gróandafrumurnar eru að verki og skapa nýtt viðarlag utan á tréð undir berkinum. Þessar leiðslur voru settar í samband við hárnákvæmt rafmagnstæki. Og nú kom það í Ijós, að einu sinni í hverj- um mánuði varð gríðarmikil og snögg brevting á rafmagnshleðslu hins gróandi viðarlags. Nákvæm- lega var fylgst með lofthita, loft- raka loftbyngd og öðrum breyt- ingum loftsins, en þær stóðu ekki í neinu sambandi við þetta aukna rafmagn í trénu“. Prófessor Burr segir að það geti vel verið að tungl- ið hafi haft þessi áhrif á tréð, en þó sé það ekki sannað. BLÓM OG SÆORMAR HAGA SÉR EFTIR TUNGI.I í þessu sambandi er nógu gaman að vita, að til er blóm, sem hagar sér eftir breytingum tunglsins. Blóm þetta vex í Suður Afríku, eða er þaðan upp runnið og latneska nafnið á því er „morea iridoides". Það er af irisblóma ættinni. í nó- vemberhefti „Science Digest“ 1951 segir svo frá: „Prófessor Knight Dunlap við háskólann í Kaliforníu stundar garðrækt í hjáverkum sín- um. Hann komst að því, að „morea“ springur út tvisvar sinnum á hverj- um tunglmánuði. Hún springur út þegar tunglið er á fyrsta kvartili og fellir svo blómin áður en tungl er fullt. Þegar tungl er á seinasta kvartili blómgvast hún aftur og fellir blómin áður en nýtt tungl kemur. Hún ber aldrei blóm þegar tungl er fullt né heldur við nið“. Þá má einnig geta þess til gam- ans, að í suðurhluta Kyrrahafs er sjávarormur, sem kallast „eunice viridis“ og hann hrygnir aðeins þegar tungl er fullt. ----O--- Menn vita ekki hvernig á þessu stendur að blómið og ormurinn haga sér þannig, en þrátt fyrir það segja nú flestir vísindamenn að það sé ekkert annað en hjátrú, að tunglið hafi áhrif á gróður jarðar. Rannsóknirnar í John Innes Horti- cultural Institution ráða þar mestu um. Einn af sérfræðingum Cornell háskólans í Ithaka birti grein um þetta efni í desember s. 1. Hann segir að tvö atriði skeri alveg úr um, að ekki sé hægt að fara eftir tunglinu með sáningu. Til þess að svo mætti verða yrði að sá á sama tíma um land allt, en það sé mjög mismunandi eftir landshlutum hve- nær sé heppilegast að sá. Hitt atrið- ið sé, að mönnum komi alls ekki saman um á hvaða tíma eigi að sá, til þess að hafa fullt gagn af tungl- inu. Sumir segi að bezt sé að sá með vaxandi tungli, aðrir haldi því fram að bezt sé að sá með þverrandi tungli. Þannig er þá málum komið. Flestir vísindamenn virðast hallast að því, að það hafi ekki við nein rök að styðjast að tunglið hafi áhrif á gróður jarðar. En á hinu leit- inu er fjöldi bænda, sem lætur sér ekki segjast, og þykist hafa revnslu og sannanir fyrir því að hin forna trú á áhrif tunglsins sé rétt. Segja má, að þrátt fyrir þá tilraun, sem gerð var í Englandi, sé ekki full- komin sönnun fengin fvrir því, að þetta sé firrur einar og hjátrú. Til þess þyrfti enn ýtarlegri rannsókn- ir, er stæði enn lengur yfir. STAFA SVEFNGÖNGIJR AF ÁHRIFUM TUNGLSINS Það er alkunnugt að menn setia svefngöngur í samband við bað að tungl er fullt. Svo ramt kveður að beirri trú. að hún hefir komizt inn í réttarsalina. Fyrir nokkru var maður staðinn að innbrotsþiófnaði í Ástralíu. En dómarinn svknaði hann, vegna þess að maðurinn gengi í svefni eða væri ekki með sjálfum sér þegar tungl væri fullt. Sumir læknar halda því fram, að geðveikir menn séu erfiðastir þegar tungl er fullt. Aðrir halda því fram að þetta sé vitlevsa. margt annað geti haft áhrif á geðveiki- sjúklinga, svo sem brevtingar á lofthita, loftraka og loftþrýstingi, en tunglið geti ekki haft nein áhrif á þá. Eins vilja vísindin ekki viður- kenna að tunglið sé orsök þess að menn ganga í svefni. Dr. S. P. Goodhart, sem starfar við lækna- skólann í New York, segir að vísu að meira geti borið á svefngöngum þegar tungl er fullt heldur en endranær. En það sé ekki vegna aðdráttarafls tunglsins heldur vegna birtunnar af því. Svefn- göngur sé alltaf tíðari í björtu og jafnvel rafmagnsljós geti haft þau áhrif á menn að þeir gangi í svefni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.