Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 69 Hugfangnir áhorfendur svo mikið eftir, að stökkmaður komi á fullri ferð til jarðar. A endunum á þessum reipum er útbúnaður til þess að hlífa öklun- um. Eru það margir vafningar af vafningsviði, sem haldið hefir ver- ið þvölum og seigum með því að geyma hann um hríð vafinn inn- an í bananablöð. Nú kváðu við köll og hróp og trumbusláttur. Eyarskeggjar voru að koma til þess að horfa á og taka þátt í dansi, sem fer fram jafnhliða stökkinu. Karlmennirnir voru í skyrtum og brókum, í staðinn fyrir þau strápils, er þeir nota venjulega, og pálmalauf höfðu þeir bundin á bak sér til skrauts. Konur voru í stuttpilsum undir graspjlsum sín- um, en berar niður að mitti. Dansandi, syngjandi og hróp- andi kom allur skarinn og skifti sér í sex raðir neðan við turninn, karlmennirnir fremstir, en konur að baki þeim. Forsöngvarann köll- uðu þeir Becoman og auk þess að stjórna söngnum lék hann allskon- ar listir, líkt og trúður. Þegar söngnum var lokið, áttu stökkin að hefjast. Fyrsta stökkið var lægst, aðeins 25 fet, en það vai þó nógu hátt, því að sá sem átti að stökkva var átta ára drengur. Þegar hann kleif upp á stökkpallinn hefir víst hver af hinum hvítu mönnum hugsað sem svo, að ekki langaði hann til að sjá bróður sinn eða son leika þessa list. Ættingi drengsins fór með hon- um upp á pallinn, athugaði hvort fótreipin væri hæfilega löng og batt svo endunum um ökla drengs- ins. Hann gekk síðan fremst á stökkpallinn og hrissti fæturnar á víxl til þess að reipin væri laus og hefði hvergi flækzt. Hann reyndi að brosa, stakk höndum á mjaðm- ir og sló svo saman lófunum fyrir ofan höfuðið.Svo tók hann nokkur græn laufblöð úr belti sér, veifaði þeim og fleygði þeim svo og stakk sér á höfuðið á eftir þeim. Rétt áður en hann nam við jörð á fleygiferð, tóku böndin í. Það stríkkaði á þeim, en af hinu fjað- urmagnaða þanþoli, herptust þau aftur svo að þau kipptu drengnum hærra. Síðan slaknaði á þeim að nýu og drengurinn kom niður í moldarbinginn. Ættingjar og vinir þustu þá að, gripu drenginn og dustuðu af honum moldina. Hann hafði ekki sakað. Nú kom annar drengur, en þegar hann kom fram á stökkpallinn, gugnaði hann og hörfaði aftur á bak. Ættingi hans, sem með honum var, hratt honum þá fram af, og hann kom ómeiddur til jarðar. Var hann þá heldur kampakátur og hreykinn af þessu afreksverki sínu. Eftir því sem stökkin urðu hærri, eftir því óx áhugi og æsing áhorf- enda, og eins tók undirbúningur inn þá lengri tíma. Fyrir þetta gafst okkur tækifæri til þess að ná mörgum myndum af þessum stökkum. Sumir okkar klifu upp í turninn, sem allur riðaði og skalf, til þess að ná myndum af mönn- unum um leið og þeir fleygðu sér fram af. Sögðu þeir, að um leið og fótreipin tóku fallið af mönn- unum, hefði turninn riðað eins og hann væri að gliðna í sundur. Becoman og söngflokkur hans æpti og dansaði öðru hvoru, en hélt kyrru fyrir þess á milli. En þegar menn stukku, æpti kvenfólkið í há- um skrækum tónum og breiddi út Heljarstökkið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.