Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS t 62 A var þegar ráðinn þannig, að íimm biskupar mundu írá honum komn- ir í Skálholti, eftir fingratölunni. Rættist það, því að þeir Gísh Odds- son og Brynjolfur Sveinsson voru komnir af honum í f jórða lið, Þórð- ur Þorláksson í sjötta iið, Jón Arnason í fimmta hð og Hannes Finnsson í áttunda lið. tfefc HELGA BISKUPSFRÚ Oddur biskup Einarsson kvænt- ist Helgu Jónsdóttur 1591 og var brúðkaup þeirra á Holtastöðum. Fór hún svo með honum í Skál- hoit. Var hún rómuð að höfðings- lund og skörungsskap, svo sagt var, að koma mundi í Skálholt jafningi Odds biskups, en hennar seint eöa aldrei. Þo varð henni eitt á, sem í frásögur er íært. Arið 1602 voru harðindi mikil og flosnaði upp íjöldi manns. Varð þa mikil aösokn þuríandi manna að Skáliioltsstað, svo að brytanum óaði við. Hugði hann að þessari á- sokn mundi af letta, ef brotinn væri hinn sjálfgerði steinbogi á Brúará, sem áin er kennd við. Bar hann þetta undir Helgu biskups- frú og var hún því íyigjandi, en ekki vissi biskup neitt um þessa ráðagerð. Fór svo brytinn til með mannafia og braut steinbogann. Biskupi líkaði stórilla er hann fretti þetta, ávítaði brytann harðlega og kvað hvorki sér né honum mundu höpp af sliku standa. Var biskup forspár og rættist þetta svo, aö brytinn drukknaði í Brúará iitlu síðar, en á þeim biskupshjónum töldu menn að þetta heíði bitnað þannig, að tvö yngstu börn þeirra urðu með annmörkum. „Eiríkur hafði vitsmunabrest mikinn og var oftast neíndur Eirikur heimski, en Margrét var kvenna fríðust öðrum megin á andlitinu, svo að kinnin var íagurrjóð og blomleg, en önn- ur hvít og visin“. Áður en þetta skeði höiðu þau biskupshjónin eignast fjóra sonu: Árna lögmann, Gísla biskup, Sig- urð prest í Stafholti og Sigurð yngra í Hróarsholti . Oddur biskup andaðist 28. des. 1630, en Helga iifði 32 ár eftir það. Fiuttist hún iyrst frá Skálholti að Hraungerði, því að hún fékk þá jörð og Kaldaðarnes hjá konungi sér til lífsuppeldis og var hin fyrsta biskupsekkja, sem hlotnað- ist slíkt. En er Gísii biskup, sonur hennar missti Guðrúnu konu sína 1633, fór hún heim í Skálholt ait- ur og tók þar við forráðum inn- an stokks og helt því þar til Gísli andaðist 1638. Fór hún þá aftur í Hraungerði og var þar tii æviloka. Hún dó í október 1662 og var þá 95 ára að aldri . Synir þeirra biskupshjónanna þrír kvæntust sinni systurinni hver, dætrum Jóns Vigiússonar á Galtalæk, Þorsteinssonar, Finn- bogasonar lögmanns, sem var dott- ursonur Finnboga gamla í Ási í Kelduhverfi. Árni átti Helgu, Sig- urður eldri átti Hólmfríði og Sig- urður yngri Þórunni. I bólunni 1616 dóu þær báðar Helga og Hólm- fríður og erfði Þórunn systur sín- ar. Eftir það var hún kölluð Þórunn ríka. Hafði Jón faðir þeirra verið stórauðugur maður. Þau Sigurður og Þórunn bjuggu tvö eða þrjú ár í Hróarsholti. Nú var það árið eftir bóluna, að Þórunn fór að gamni sínu á berjamó upp í Hestíjali. Sig- urður maður hennar ætlaði að vitja hennar, en drukknaði þá í Hvítá á Brúnastaðaferju og með honum sá maður, er Bergur hét. Lík Sigurð- ar fannst þannig, að hani var hafð- ur á bátnum, sem leitaði og gól hann hátt þar sem líkið lá undir í ánni, en Bergur fannst ekki. Þórunn giftist síðan Magnúsi Arasyni sýslumanni á Reykhólum. Þau Sigurður höfðu átt eina dótt- ur, er Margrét hét og hennar fekk Jón Arason prófastur í Vatnsfirði. Eiríkur var yngstur af sonum þeirra Helgu og Odds biskups. Fað- ir hans fekk honum kvonfang og bústað á Fitjum í Skorradal. Kona Eiríks varð skammlíf, og er hún var til moldar borin og einhverjir vildu samhryggjast Eiríki, fannst honum það óþarfi, því að „faðir minn gefur mér aðra konu.“ Það reyndist rétt. Oddur biskup útveg- aði honum konu, Þorbjörgu dótt- ur Bjarna sýslumanns Oddssonar á Bustaríelli. Voru þar mægðir á milli áður, því að Bjarni var son- ur Ingibjargar Vigfúsdóttur sýslu- manns Þorsteinssonar, sem var systir Jóns Vigfússonar tengdaföð- ur þeirra biskupssonanna þriggja. Þorbjörg var þá kornung, vart meira en tvitug. Þau Erikur áttu mörg börn og var meðal þeirra Oddur á Fitjum, sem reit Fitja annál og var fróðleiksmaður. — Eiríkur á Fitj um heíir verið efnað- ur eins og sja má á skrá Árna lög- manns bróður hans, er hann skifti arfi með börnum Eiríks árið 1660, eða sex árum áður en Eiríkur and- aðist. Hér er ekki rúm til að segja frá þeim bræðrum Árna lögmanni og Gísla biskupi, enda báðir þjóð- kunnir menn. Séra Sigurður i Staí- holti var talinn einn helzti kenni- maður landsins á sinni tíð. Hann kvæntist aftur og gekk að eiga Guðrúnu Jónsdóttur prests í Hrt- ardal (1677) og varð að greiða 200 ríkisdali fyrir konungsleyfi til kvonfangsins, vegna þess að þau Guðrún voru þremenningar að írændsemi. Margrét var ógift aiia ævi og bjó í Öndverðunesi í Gríms- nesi. AUÐBREKKUÆTT Þorvaldur í Auðbrekku, Ólafs- son klausturhaldara Jónssonar rebba Sigurðssonar í Búðardal, fekk Halldóru yngri dóttur Jóns Björnssonar. Börn þeirra voru Jón,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.