Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 3
Benedikt, Björn, Daði, Guðrún, Þórunn. Það heitir Auðbrekkuætt. Um þær mundir er synir þeirra Halldóru og Þorvalds voru full- tíða, bjó Bjarni Oddsson sýslu- maður að Bustarfelli, sem fyr er getið. Hann átti jafnan þröngt í búi. Er sagt að efnaður bóndi í Sunnudal lenti í óbótamáli, svo Bjarni gerði bú hans upptækt, og lofaði þá guð fyrir þá björg. sem hann hefði veitt sér nauðstöddum. Kona hans var Þóra Björnsdóttir sýslumanns Gunnarssonar á Bust- arfelli og áttu þau fjórar dætur: Þorbjörgu konu Eiríks á Fitjum, Sigríði, sem var gift Bjarna sýslu- manni á Búlandi, Ingibjörgu, sem var gift Jochum Mumm Jochums- syni á Dvergasteini og Gróu. Bjarni sýslumaður var afar- menni og héraðsríkur og barst meira á en efni leyfðu. Hann var hinn mesti bjargvættur saka- manna og skaut oft skjólshúsi yf- ir þá. Undarlegur þótti hann í hátt- um, var og haldinn fjölkunnugur og brögðóttur. Hann var hið mesta karlmenni að burðum, stór vexti og gildur, en ekki andlitsfríður. Voru og börn hans mikil vexti og stórskorin. Nú var það haustið 1637 að Jón sonur Þorvalds í Auðbrekku reið austur að Bustarfelli til þess að biðja Gróu dóttur Bjarna sýslu- manns. Fór Björn bróðir hans með honum og nokkrir menn. Bjarni tók þeim vel. Jón bar upp erindi sitt og tók Bjarni því líklega og hét honum meynni, en Jón skyldi þó koma aftur um Mikaelsmessu (29. september) til þess að gera út um málin. Reið Jón síðan heim með menn sína, nema Björn bróð- ir hafts varð þar eftár, því að hann veiktist hastarlega. Lá hann þar dauðvona í 5 vikur. „Þótti mönnum það heldur kynlegt og ill furða þess er á eftir kom“, segir Esphólin. LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS Jón reið svo austur aftur að til- settum tíma. Var Bjarni heima og tók hann þeim Jóni og mönnum hans vel og veitti rausnarsamlega um kvöldið, því maðurinn var ekki smátækur. En snemma næsta dag reið Bjarni að heiman, svo að þeir vissu ekki af. Lézt hann ætla að ríða til næsta bæar og fá menn að senda út á Langanes sinna er- inda. Hann kom ekki heim aftur að sinni, því að hann reið með mönnum sínum út á Langanes. Jón og menn hans biðu enn nokkra daga, eftir burtför Bjarna, en þeg- ar þeim leiddist biðin, hurfu þeir heim, og varð ekki meira úr kvon- bænunum. En eftir heimkomuna „báru til þau miklu og skelfilegu, fáheyrðu undrunartíðindi í Auðbrekku um þann mikla draugagang, ára eða illsku anda, er þá ásóttu helzt Jón Þorvaldsson, svo hann mátti ná- lega hvergi frið hafa“, segir Jón prófastur í Hítardal. Og enn seg- ir hann: „Þessir andar sáust í allra kinda líki inni í húsum, arnar, vals, hrafna, item flugna, ullarhnoðra, salthnattar og ýmislegra hluta, sem ei er frá skrifandi. Af þessum skelfingum fengu margir árásir, ekki síst þeir, sem með Jóni riðu austur til Bustarfells. Þetta útbreiddi sig víða, drepr.ir hest- ar og aumkunarlega með sak- lausar skepnur farið. Atti að berast í drauma, að þessir and- ar eða draugar væri uppvaktir og sendir að austan, Jóni til fordjarfs. Þetta varaði langt fram á vor, þó nokkuð í minkun væri er á vet- urinn leið. Hér um meira að sinni læt ég hjálíða hér innsetja, hvað Jón og hans folk og nákomnir ná- ungar af þessum djöfulsins árás- um liðu“. Þorvaldur á Auðbrekku andað- ist með sviplegum hætti árið 1630. Hann ætlaði að ríða til þings, en hneig af hestinum nær örendur á Langalandshálsi og dó rétt á eftir. Espholin telur Jón á Auðbrekku meðal nefndarmanna árið 1656. Guðrún systir hans varð kona séra Stefáns Ólafssonar skálds í Valla- nesi. Um Gróu Bjarnadóttur á Bust- arfelli er það að segja að hún giít- ist aldrei og átti ekki afkvæmi. Hún dvaldist lengstum á Ljóts- stöðum í Vopnafirði. HALLDÓRA ELDRI dóttir Jóns Björnssonar var kona Halldórs lögmanns Ólafsson- ar, eins og fyr er sagt. Halldór var kosinn lögmaður á alþingi 1619 og gengdi því starfi til dauðadags með mikilli prýði. Hann varð og sýslumaður í Hegranesþingi, en var tvívegis settur frá þeirri sýslu vegna skulda. Átti hann þó miklar jarðeignir. Árið 1637 kenndi hann fyrst þeirra veikinda, er drógu hann til dauða. Fór hann þó til alþingis næsta sumar. Þar á þing- inu andaðist Gísli biskup Oddsson og var lík hans flutt á kviktrjám í Skálholt, en fjöldi manns fylgdi gangandi. Halldór lögmaður var þá svo veikur að hann mátti sig ekki hræra. Var hann síðan flutt- ur á hinum sömu kviktrjám í Skál- holt, og fylgdu enn margir gang- andi. Þar andaðist hann daginn eftir, viku seinna en biskup. Synir þeirra Halldóru og Hall- dórs lögmanns voru Benedikt sýslumaður á Seilu, Hallgrímur á Víðimýri og Jón ráðsmaður í Skál- holti. Hann drukknaði í Ölfusá. Dætur þeirra voru Margrét, Helga, Sigríður og Valgerður. Þá er Brynjolíur biskup Sveins- son hafði tekið við embætti í Skál- holti og setið sitt fyrsta þing, reið hann norður að Skriðu í Hörgár- dal og gerði brúðkaup sitt til Mar- grétar Haildórsdóttur. Fór það fram 30. ágúst að viðstöddu mörgu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.