Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 16
76 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE ÞEGAR spiluð er bridge-keppni, sækj- ast margir djarfir spilamenn eftir því að segja hálfslemm, enda þótt öðrum sýnist varlegra að fara hægar í sak- irnar, með þeim spilum er þeir hafa. Hálfslemm krefst venjulega djarfara spils en ella. en þá getur það komið fyrir að hálfslemm vinnist á spil hjá einum, þar sem annar tapar lægri sögn vegna þess að hann spilar gætilegar. Hér er gott dæmi um það, tekið úr spilakeppni: Suður gaf. Báðir í hættu. aág V 6 5 3 2 ♦ 7 6 4 2 * 10 6 4 A 10 7 6 4 2 ¥874 ♦ 10 8 3 AD2 A 5 3 ¥ A D G ♦ Á K D * Á K G 9 3 Á háðum borðum byrjaði S með kröfusögn, 2 lauf. Á öðru borðinu var lokasögnin 3 grönd hjá N, en á hinu borðinu, þar sem kröfusögninni var svarað með upplýsing um ás (2 spað- ar), sagði S hiklaust hálfslemm í grandi. Á fyrra borðinu var útspil Austurs SK, og drap N með ásnum. Hann fór nú að hugsa sig um hvernig hann mundi geta unnið spilið öruggast og )ei7t honum þá ráðlegast að „svína'* laufi. Hann sló út láglaufi, drap með gosa í borði, en V hafði drottninguna og drap, og síðan fengu A—V fjóra sl^gi í spaða og spilið var tapað. Á hinu borðinu, þar sem spilað var hálfslemm, sló V út S4 og var drepið með ásnum. S leggur nú niður fyrir sér hvernig hægt sé að vinna spilið, því að það er ekki álitlegt. Eina vonin er að spila djarft og treysta því að A hafi HK og að LD muni vera óvölduð. S slær því út lághjarta í borði og drep- ur með gosa, og hann dugði. Síðan tek- ur hann LÁ og LK og drottningin fell- ur í. Þá fór nú að vænkast málið. Næst tekur hann svo þrjá slagi í tigli, og þá kemur í ljós að sá litur hefur verið N V A S A KD9 8 ¥ K 106 ♦ G 9 6 * 8 7 5 BÆARSPÍTALI REYKJAVÍKUR. Suður í Fossvogi, á fögrum stað móti suðri og sól, er nú hafin bygging bæarspítala Reykjavikur. Verður þetta mikil og vegleg bygging og er ætlazt til að þar verði rúm fyrir 300 sjúklinga. Lagt verður allt kapp á að hraða byggingunni sem mest og standa vonir til þess, að í vor verði lokið allri þeirri ákvæðisvinnu, sem boðin var út í haust. — Hér á myndinnl má sjá staðinn þar sem spitalinn er að rísa, á vegamótum Sléttuvegar og Klifs- vegar. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) jafnskiftur á þremur höndum, en borð- ið á frían tígul afgangs. Nú slær S út láglaufi og tekur með 10. Því næst tek- ur hann tígulslaginn og fleygir af sér spaða í hann. Þá kemur út hjarta og hann á alla slagina. Spilið var unnið og einn slagur umfram — stóraslemm. Það, sem hér réði úrslitum, var sögn- in. S varð að tefla á tæpasta vaðið í tveimur litum, og það heppnaðist. Á hinu borðinu, þar sem minna var í húfi, leizt spilaranum öruggast að svína laufinu, en mátti þó vita að andstæð- ingar fengi 4 slagi i spaða, ef þeir kom- ust að, enda varð sú reyndin á. GRETTISSTILLUR í Brjánslækjará á Barðaströnd eru steinar þrír, er Grettisstillur heita. Er sagt að Grettir Ásmundarson hafi einu sinni verið á ferð um Barðaströnd, og ár verið í vatnavöxtum: hafi hann þá kastað steinum þeim, er að ofan get- ur, í Brjánslækjará, og stiklað á þeim yfir. Fjórir til sjö menn myndu geta vikið steihunum við eða velt þeim. (Frá yztu nesjum). SETTU HURÐ FYRIR Bjarni Einarsson í Skálmholti bjó ógiftur, þá er hans er fyrst getið í munnmælum, með bústýru, er Ástríður hét. Þau voru bæði samtaka í nirfil- skap og bæði nokkuð einkennileg, hvert á sinn hátt. Hann var vel viti borinn og fyndinn í svörum, en óþýður í lund og oft stuttur í spuna. Hún var fávís og einföld, smámunasöm og „klif- aði nokkuð jafnan". Hún var svo smá- mælt, að hún gat ekki nefnt s. Hún ávarpaði Bjarna venjulega: „Bjarna- kepna“ (þ. e. Bjarnaskepna). Einu sinni í norðanveðri sagði hún: „Kelfing er hann kvaþþ og kaldur, Bjarnakepna. Hvernig á að fara að því?“ — „Settu hurð fyrir norðrið," svaraði hann. (Sag- an af Þuríði form.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.