Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 4
64 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS stórmenni. Tók biskup bá Hall- dóru tengdamóður sína og dætur hennar þrjár. Sigríði, Helgu og Valgerði. og flutti bær með sér heim í Skálhoit. Fekk biskun svstr- unum góð giaforð. Helgu g’fti hann séra Páli Björnssvnj í Selárdal (út af henni spunnust síðar hin miklu galdramál), Sigríði gifti hann frænda sínum, séra Torfa Jónssvni í Gaulveriabæ, og Valgerði gifti hann Guðmundi lögréttumanni Torfasvni á Keldum. Hallgrímur á Víðimvri var all- mikill ribbaldi og sterkur maður. Hann hafði verið kærður fvrir ó- jöfnuð og reið því suður til Bessa- staða 1649. Þá var Henrik Bjelke höfuðsmaður þar og tók hann vel við Hallgrími, er hann vissi að hann var mágur Brvnjolfs bisk- ups. Bauð hann Hallgrími að mat- ast með sér. Minntist þá höfuðs- maður á kæruna. „Hallgrími þótti sem hann mundi vera heima í Skagafirði og hugði að hrinda slíku með harðfengi, svaraði fvrst diarf- lega, en er honum þótti lítt úr skera fyrir sér, gerðist hann stór- orður og spretti fingrum vfir borði, en þó meira af stórmennsku og ógætni, en að hann vildi ei virða höfuðsmanninn". Þessu reiddist höfuðsmaður svo, að menn urðu að forða HaPgrími undan. Á aiþingi, sem háð var nokkrum dögum seinna. revndu báðir biskunar að koma Hallgrími í sátt við höfuðsmann, en bað gekk treglega. Nú bar svo til, að Guð- mundur Andrésson frá Biargi í Miðfirði, var á nnrðurleið með fiskalest. Hann hafði skrifað á móti Stóradómi og hafði Þorlák- ur biskup kært það fyrir höfuðs- manni og talið að slíkt mætti ekki líðast refsingalaust. Var Hallgrími nú ráðlegt að ná Guðmundi og færa hann á þingið. Elti hann þá Guðmund upp á Kaldadal, náði honum og flutti á þingið. Með þessu bragði komst hann í sátt við höfuðsmann. En Guðmundur var sendur til Kaupmannahafnar og settur í Bláturn. Losnaði hann þó þaðan síðar og stundaði fræði- mennsku í Kaunmannahöfn um fimm ár og lézt þá. Meðal annars samdi hann íslenzka orðabók. Benedikt Halldórsson varð sýslu- maður eftir föður sinn í Skaga- fjarðarsýslu og varð röggsamt vf- irvald. Meðal annars lét hann dóm ganga á Ökrum um hrossabeit, sem fyr og síðar hefir verið mikið vandræðamál í beirri sýslu. Var þar svo ákveðið, að allir væri skyldir að reka á afrétt þau hross, er þeir þyrfti ekki að nota, og kauna hagagöngu, ef þeir ætti hana ekki siálfir. Enginn skyldi þó taka fleiri hesta til hagagöngu, en beit væri fyrir í hans landi, og sektir skyldi greiddar fyrir átroðning hrossa. „Margir gengu að þessu og þótti öllum skörulegt og nytsamt. Var það tveimur vetrum seinna samþykkt í lögréttu, enn hefir sótt í hina sömu óskipan um hrossa- fiölda óþarfan og hrossatekt í Skagafirði," segir Esphólin. GHÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Biömssonar á Holtastöðum var gift séra Torfa Finnssyni i Hvammi í Dölum. Börn beirra voru Jón í Fiatev og Guðrún kona Biarna sýslumanns að Staðarhóli Péturs- sonar. Árið 1647 reið Brvnjolfur biskup yfir Vestfirðingafjórðung í þriðja sinn. Kom hann þá í Flatey og messaði bar 12. sunnudag eftir trinitatis. Þá bió Jón Finnsson þar. „Hann átti bók eina á pergamenti með munkariti eftir langfeðga sína. Þar voru Noregskonungasög- ur og margt annað, og var hún kölluð Flateyarbók. Hafði Brvn- jólfur biskup falað hana áður fyr- ir peninga, og er það fekkst ei, þá fyrir fimm hundruð í jörðu, og var hún ekki föl að heldur. En síðan er Jón fylgdi honum til skips úr eynni, gaf hann honum bók- ina, og ætla menn að biskup muni fullu launað hafa. Þá bók gaf hann síðan konunginum“, segir Espho- lin. Þessi bók er enn í Kaupmanna- höfn. ÞÖR A JÓNSDÖTTTR Björnssonar á Holtastöðum var gift séra Snæbirni Torfasyni á Kirkjubóli í Langadal. Hann var bróðir Ragnhildar konu Finns Jónssonar í Flatey, föður séra Torfa, sem átti Guðríði systur Þóru. Þau Snæbjörn og Þóra áttu þrjú börn: séra Torfa á Kirkjubóli, Þor- kötlu, sem var gift Magnúsi Giss- urarsyni á Lokinhömrum (hann var hálfbróðir Brvnjolfs biskups) og séra Björn á Staðastað. Séra Torfi sonur þeirra bjó á Kirkjubóli. Árið 1664 fekk hann merkilegt handrit af Konungs- skusgsjá hjá erfingjum Þórðar Guðbrandssonar á Munaðarnesi í Trékyllisvik, þess er Þorleifur Kortsson brendi fyrir galdra árið 1654. Handrit þetta fekk Árni Magnússon síðar hjá Páli sýslu- manni, syni Torfa, og er það nú í Árnasafni, fol. 243e. Þetta hand- rit notaði Finnur Jónsson þegar hann gaf út Konungsskuggsjá. KRTSTfN JÓNSDÓTTTR Björnssonar á Holtastöðum varð ung fyrir því óhappi að eignast bam með bræðrungi sínum Birni Magnússyni í Bólstaðarhlíð, en þau voru bæði náðuð af konungi. Síðan giftist hún Daða Árnasvni lögsagnara og bjuggu þau á Eyr- arlandi í Eyjafirði. Börn þeirra voru: Árni lögréttumaður á Ás- geirsá/, Margrét, Daði, Þorleifur læknir (d. í Hamborg), Oddur tré-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.