Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1955, Blaðsíða 15
LESBOK MORGUNBLADSINS 75 Dokkin fríða dúka hér, dyggða prýdd með gnóttir, eftir bíður mjúklynd mér Margrét Helgadóttir. Þessi hreina og mjúka mær, megnum fjarri kala, fimmtug seinast sjálían fær Simon skáldið Daia. Margrét fimmtug ástum ann ei með kinnum fölum, Símon eignast sextugan, sem er skáld úr Dölum. Elskar manninn Simon sinn, sælu fjölga gnóttir, mittisgranna menrósin Margrét Heigadóttir. Þjóðskáld sem við Þjórsárbrú þessu giftist fljóði og meó henni byrjar bú bragasmiðurinn góði. Friðrik konung biður bezt, bögur mun ei spara, voidugan þar vænan gest verða íorioiara. Margrét angur mýkja kann, mín sem verður kona, hrundin spanga hýr með sann, heiur vanga ialiegan. Áður hér í æskuþróm, öll sem gæfan styður, hefur verið bjartast b'lóm breiða Þjórsá viður. Kætir blíða bóndans þel, bætir úr kvíða stríðum, undur fríð og vaxin vel, viðmótsþýð hjá lýðum. Gæta fjár og græða kann, gæddur klárum sóma, tíu árin hefur hann, hrund yfir báruljóma. Hárið greiðir móti mér Margrét Helgadóttir, mig sem bráðum faðma fer, fast um dimmar nóttir. Þó að snjórinn þeki lóð, þrátt sem ollir tjónum, henni stóra gæfan góð, gild að fylgir sjónum. Óskar blíðast andi minn, ástin bezt sem spenni, guð og fríða íarsældin, íylgi jafnan henni. Líður nú að því, að kominn er hátta- tími, og ætlar nú Margret að fara að bua um Símon. Sagði Símon, að hún skyldi ekki búa vandlega um. „Ég vii helzt, að rúmið sé sem harðast,“ sagöi hann. En Simon svaf nú vist ekki í því rúmi, því að þegar búiö var aö slökkva ljósið fór hann yíir í runuó til Margretar og sváíu þau saman um nóttina. Sigriður húsfreyja var fremur svefn- stygg og átti vont með að sofa þessa nótt. Var Margrét stundum aö kaiia til hennar og segja: „Þú sefur ekkert, Sig- riður, en Guðjón seiur alltaí.“ Næstu nótt gisti Smion hjá Guðbrandi í hinurn bænum, en skömmu fyrir fótaferðina heyrist að rjálað er við baðstofuhurðina í frambænum. Er þar korninn Simon og vill íá aó kornast inn. Fer þá Margrét frarn úr rúmi sinu, hieypur fram að hurð og segir: „Þú íerö ekkert her inn, vió erum öli sofandi“. „Og ekki talið þið sofandi", svaraði Simon og varð svo frá uð hverfa. Daginn eftir hélt hann svo leiðar sinnar til næsta bæjar. Það var skömmu seinna, að Margrét var stödd hjá Guðlaugu systur sinni í Ölvesholtshjáleigu í Hoitum. Símon var um þær mundir á íerð í Holtunum. Kom hann að Hjáleigunni og barði þar að dyrum, en enginn svaraði. Fór Sim- on nú inn í bæjardyrnar og kallaði: „Er hún Mageta mín hér?“ Kemur þá Guðlaug fram með fasi miklu og segir: „Er andskotinn kominn í bæinn?“ Við það sneri Símon frá og hrökklaðist í burtu. Hafði Guðlaugu verið það óljúft, að Margrét væri með Símoni og gerði sitt til, að það færi út um þúfur, enda veit ég ekki til að þeirra kynning haii orðið meiri en hér er frá sagt. Jón Pálsson irá Stóruvöllum. _O^ð®®0G^L> Fyrir tíu árum kölluðu blöðin í Moskva Tito ekki annað en „Fasista- hund“, „auðvaldsþræl", „svikarann Tito“ og þar fram eftir götunum. Nú er blaðinu snúið við, og nú kalla rúss- nesku blöðin hann ekki annað en „fé- laga Tito“. Frá dögum Nóa Húsbóndinn hafði þann sið að lesa húslestur á hverjum sunnudegi og hann krafðist þess að allt heimilisíólkið væri við og sæti róiegt undir lestrinum. En tveimur sonum hans uppkomnum þottu lestrarnir langir, einkum ef þeir ætluðu sér að hafa eitthvað fyrir stafni á helgidögunum. Einu sinni var það af- ráðið að allt unga íólkið i sveitinni skyldi iara skemmtiíerð einn sumars sunnudag. Kviðu nú bræðurnir enn meira huslestrinum en nokkuru sinni íyr, því að þeir óttuðust að hann mundi tefja för sína. Veltu þeir því lengi fyrir sér hvað til bragós skyldi taka og sein- ast fundu þeir upp á því að lírna sam- an eina opnu í húspostiliunm og stytta þannig lesturinn. Nú byrjaði karl að lesa og las hátt og seint. Neðst a biaði í hægri hönd las hann: „Og Jafet sonur Noa fekk sér konu, og — —“ Svo íletti hann við biaðinu og las áfram: „-----hún var 3U0 álna lóng, 50 álna bieið og tjörguö bæði utan og innan“. Þá kom hik a hann og hann hætti að iesa, en fletti blaðinu viö aftur og byrjaði að nýu: „Og Jafet sonur Nóa fekk sér konu og -----hun var 300 álna löng, 50 álna breiö og tjörguð bæði utan og innan“. Þá lagði karl bókina i kjöltu sér og var liugsandi. Siðan sagði liann: „Þetta er nú ótrúlegt, en fyrst það stendur i guðs heilaga orði þá verðum við að trúa því, og þetta segir hann okkur til að sýna hvernig kvenfólkið er.“ STÖKUR Lífið falt er löngum svalt lánið halt að vanda. Mér er kalt og mér l'innst ailt muni valt að standa. ★ Árdagsroði í austri skær, al'tanskinið grætur. Sunnanblær í suðri hlær sumarbjartar nætur. II. V.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.