Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 15
LESBOK MORGUNBLAÐSINS, 443 er óhentugur getur það valdið í- kveikju, nema því að eins að kolin sje hreint og beint geymd í vatni, eins og títt er í verksmiðjum. Mörg dæmin eru þau, að eldur hafi komið upp í hlöðum af ódýr- um teppum í verslunum. Enn frem ur í málverkum, sem vafin eru sam- an, í gömlum skóhlífum og jafnvel í spjdldum, þar sem margar aug- iýsingar hafa verið límdar hver ofan á aðra. Þá er og málmsvarf (járn og kopar) mjög hættulegt og getur hæglega valdið eldi og ofsa- hita. ef ekki er vel að gætt. Brennisteinsupplausn veldur einnig íkveikju þegar hún þornar. -Þetta var notað í hernaðinum. — Flugvjelar bandamanna fóru með þúsundir spjalda, sem brennisteins upplausn hafði verið borin á, og dreifðu þeim yfir þýska skóga, þar sem grunur Ijek á, að hergagna- verksmiðjur væri faldar. Þegar þessi spjöld þornuðu, kviknaði í þeim, og öllu þau stórkostlegum skógarbrunum í Þýskalandi. Þá er og pottaska hættuleg, ef hún vöknar. Allir vita að óleskjað kalk, er eins, og hefur oft valdið stórkostlegum brunum. ALDREI verður of vel brýnt fyr- ir mönnum að fara varlega með als konar rusl, sem til felst á heimil- um. Og sjerstaklega ættu menn að fara mjög varlega með alt, sem olía eða fita hefur komið nálægt. Ef það er nauðsynlegt að geyma innan húss fatnað, sem olía hefur farið í, „bóntuskur“ og „bónþvögur“, þá skyldi það haft í lokuðum járn- kassa og geymt á köldum stað. Og menn ættu líka að muna eftir því að alskonar óhreinar tuskur geta valdið íkveikju. En hættulegast af öllu cr rusl,- sem menn safna saman í kössutn og kirnum, skápum og kjöilurum. í því er venjulega meira og minna af ýiftsu því, sem sjálfsíkveikju getur valdið. Til dæmis um það hvað menn safna saman hjá sjer af rusli ,má geta þess að við „hrein- gerningu“, sem var gerð í híbýlum manna að tilhlutan „Providence Fire Department“ fundust 2800 ó- nýtar rúmdýnur!----- Ef þjer forðist að safna slíkum óhroða og öðru álíka af því, sem nefnt hefur verið hjer að framan, þá mun eldsvoðunum fækka. d...... Þetta gerðist í Koreu fyrir stríð. Þar var trúboðskona, og hana. vantaði regnhlíf. Hún átti um tvent að velja. Hún gat farið í búðina hans Chin Goki og keypt japanska regnhlíf. Japanskar regnhlífar voru ódýrar og vel no(hæfar, en þær voru ekki fallegar og af þeim var olíuþefur. Hitt úrræðið var að kaupa ameríska regnhlíf, þótt hún væri miklu dýrari. Konan taldi það í-jettara. Hún náði sjer í vöruskrá með myndum og valdi sjer þar fallega svarta regnhlíf, með fallegu hand- arhaldi. Hún sendi pöntun og ávís- un fyrir verðinu. Svo liðu mánuðir. Einn góðan veðurdag fekk hún svo tilkynningu frá pósthfsinu um þaþ að hún ætti þar sendingu, og var beðin að sækja hana þegar. Hún fór til pósthússins. Japansk- ur póstþjónn sýndi henni langan stranga. — Hvað á jeg að greiða mikinn toll? spurði hún. — Engan toll. — Ágætt, þá ætla jeg að taka við sendingunni. — Engijin tollur, endurtók hann, þvi að sendingin getur ekki komið. --------------------— — Við hvað eigið þjer? Getur ekki komið. i" _ T — Of iöng, sagði /iæ«j Getur ekki komið. — Hvaða vitleysa! fendingin er komin. Hún er hjer. j — Þvj miður. Of löng. Getur ekki komið. — Nei, nú er mjer nóg boðið. Fáið mjer hana, sagði hún og tók um strangann. En sá japanski hrifs- aði hann af henni. Svo kom hann með stóra bók, og sýndi henni póst- reglumar. Þær voru þarna allar, svartar á hvíty, bæði á japönsku og ensku, reglúrnar um það hvað póst sendingar mættu vera, þungar og langar. Síðan tók hann Lyarða og mældi strangann að henní ásjáandi, og sýndi henni að seh'dingin var nokkrum þumlungum' óf löng. •— Þarna hafði hún það! Sendingin gat ekki komið. Sá jVpanski límdi ‘íiíl eitthvert merki á sendinguna 'óg‘átþykaði út nafn viðtakanda. Þá' fléygði hann sendingunni upp í hyllu. ’ Konan fór. Á heimléiðinni för hún inn í búð og keypti sjer jap- anska regnhlíf með olíúþef. Tveim- ur mánuðum seinna fekk hún ávís- unina endursenda, ö'g þar með er sagan búin. '.J. “ -ÆljrftðO - J Hana, þar rifnaði.-nótin! rvcf íb

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.