Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 3
431 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS & Í0 -.7 *■ v* þaki og turni, að ekki flóði alt í vatni, er skúr kæmi úr lofti. Stjórn arherrarnir ytra vildu ekki sinna tillögum hjeðan um það að setja algerlega nýtt þak á kirkjuna, helst tvöfalt undir þaksteininn, en heimt uðu í staðinn, að klastrað væri við þakið, sem fyrir var, svo að kostn- aðurinn yrði sem minstur. En þær tilraunir, sem gerðar voru, reynd- ust allar unnar fyrir gíg. Og niður- staðan varð sú, að drátturinn á því jókst að kirkjan yrði vígð og tekin til notkunar. Þótti mörgum ærið tilfinnanlegur seinagangurinn á kirkjusmíðinni, þar sem 6 ár voru liðin frá því er verkið var hafið. En þetta var því tilfinnanlegra sem um vorið var birt kgl. tilskipun um að leggja niður Laugarneskirkju og sameina sóknina dómkirkjusókn- inni, því að kirkja þessi var komin að falli fyrir fúa sakir og elli og með niðurlagning hennar mætti fjölga tíðagerðum í dómkirkjunni, sem til þessa höfðu farið fram þriðja hvern helgan dag. Með þess- ari ráðstöfun lögust þessir tíu bæir til Reykjavíkursóknar: Rauðarák, Kleppur, Breiðholt, Vatnsendi. Ell- iðavatn, Hólmur, Hvammkot, Digra nes, Kópavogur og Laugarnes. Svo leið nú og beið fram á árið 1796. , Loks upprann sú stund á seinni hlutá þess árs, sem íbúar Reykja- víkur-kaupstaðar höfðu lengi þráð, að hin nýa dómkirkja yrði talin svo fullgerð, að hana mætti vígja og taka til fullrar notkunar. Eftir miklar bollaleggingar og ítrekaðar tilraunir hafði tekist að ganga svo frá þaki hinnar nýu kirkju, að menn gæti vænst þess, að mega sækja þangað helgar tíðir, án þess að klæðast skinnklæðum vegna leka. Hafði kirkjan verið átta ár í smíðurn, þegar Markús stiftprófast ur Magnússon í Görðum vígði hana 6. nóvember um haustið; en’mesta sök á því, hve lengi stóð á smíði kirkjunnar, áttu annars vegar sam- gönguerfiðleikarnir á sjó milli landa og hins vegar sumpart þver- girðingur stjórnarherranna í Kaup- mannahöfn (rentukammersins sjerstaklega), sem af óskiljanlegri smámunasemi lögðust á móti öll- um góðum tillögum hjeðan, en sumpart skeytingarleysi, er lýsti sjer bæði í því, hve ónotandi bygg- ingarefni þeir sendu hingað tiL byggingarinnar og hve ljelega verkamenn til þess að sjá um bygg- inguna. Að það varð hlutverk sjera Mark úsar í Görðum að vígja hina nýu kirkju, leiddi af því, ^ð biskupinn dr. Hannes Finnsson, hafði látist um sumarið (4. ág.). En við fráfall hans var sjera Markúsi sem stjpt- prófasti falið að veita biskupsem- bættinu forstöðu, uns nýr biskup yrði skipaður. Og því varð það líka hlutverk Markúsar stiptsprófasts að framkvæma fyrstu prestsvígsl- una, sem farið hefur fram í Reykja- víkur dómkirkju, en hún fór fram 13. nós. s. á. og var það Eiríkur Guðmundsson, sem þar tók vígslu til Hvalsness- og Kirkjuvogssókna. Fimtíu árum seinna eða 1847, var gefin út kgl. tilskipun, er mælti svo fyrir, að stækka skyldi og endur- bæta dómkirkjuna samkvæmt til- Lögum og uppdrætti L. A. Wins- trups húsameisara. Kostnaður var áætlaður 30 þús. rdl. Skyldi þá byggja aðra hæð úr múrsteini ofan á kirkjuna alla, kórstúku austur úr henni og forkirkju fram úr, hvort tveggja úr múrsteini. Einnig var ákveðið að gera skyldi nýa altaris- töflu og setja sigurverk í turninn. Nú gekk smíðin betur, því að næsta haust (1848) var loþið end- urbyggingunni, svo að vígsla kirkj- unnar gat farið fram 28. okt. Helgi biskup Thordarsen framkvæmdi vígsluathöfnina með aðstoð dóm- kirkjuprestsins sjera Ásmundar og dr. Pjeturs, forstóðumanns presta- skólans, að viðstöddu svo miklu* fjölmenni, sem kirkjan rúmaði, en margir urðu frá að hverfa. Taldist mönnum til að stækkun dómkirkj- unnar hefði kostað 40 þús. rdl. alls. Næsta sunnudag fór fram fyrsta prestsvígsla í hinni endurreistu dómkirkju. Tók þar vígslu Gísli Thorarensen cand. pþil. til Sól- heimaþings í Mýrdal, og Hannes Árnason cand. theol. (sjðar.heim- spekikennari) til Staðarstaðapresta kalls. HAUSTFERÐ---------- í greininni „Haustferð frá Aust- fjörðum til Vestmannaeyja11, sem birtist í 33. tölublaði Lesbókar, hef- ur skolast ofurlítið í frásögn. Fólk- ið hefur ekki verið ferjað frá Hala yfir Þjórsá, heldur frá Pörtunum, en frá Hala hefur það fengið ferju yfir svokallaða Ósa. —, Kunnugur maður hefur óskað að þessi leið- rjetting yrði birt. — Getið þjer ekki lækkað í út- varpinu, frú? — Uss! Það er dottir mín að syngja. <

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.