Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 6
434 • » LESBÓK MORGUNBLAÐSINS « *■ ALHEIMSKLUKKAN Breska flotaiuálaráðuneytið hefir nýlega keypt Hcrstinonceaux kastala í Sussex og ætlar að flytja þangað öll hin miklu og nákvæmu vísinda- áhöld frá Royal Observatory í Green- wich. I’angað var segulmagns athug- unarstöðin flirtt fyrir 22 árum. The Royal Observatory var stofn- að af Karli II. konungi árið 167o til þess að auka öryggi siglinga með ná- kvæmum mælingum og stjorriurann- sóknum. Byggingameistaririn var hinn nafnfrægi sir Christoþher Wren. scm bygði St. Pálskirkjuiia. Húsið stendur enn, en hlant nokkrar skemmdir í loftárásum Þjóðverja. Eitt af fvrstu verkefnhm þessarar stöðvar var að reikna nákvæmlega tímann og hvað klukkan á að vera, á sama tíma allsstaðar á hnettinum. Sir Isaae Newton hafði þá sýnt fram á hvernig hægt væri að mæla og reikna út gang tunglsins. og nú átti að gefa út leiðárvísi fyrir sjómenn — sjómanna-almannak — er sýndi afstöðu tungisins til stjarnanna þann- ig, að sjómenn gætu vitað, hvar sem þeir væru staddir á úthöfum, hvað klukkan var í Greenw ich, og þannig * ■ íiU'Bl] !i! jíj nafninu Ossían, eins og hann er nefndur í hinni ensku þýðingu Mc Pherson’s. Það er sagt um Oisín og hetjur hans, að þær hafi siglt til „Tis ná nóg“, æskulandsins hand- an við hafíð, lengst í norðri, lands ísa ög ævarandi dags. Ef til vill hefur hinn ókunni höfundur kynst íslandi hjá írskum munkum, sem hafa verið þdr. Hver veit? Jeg hefi nú í stuttu máli minst á ýmis íjienningartengsl milli ís- lands óg írlands, en mörgu hefi jeg orðið áð sleppa. En þetta nægir til að sýna að margt er sameiginlegt með þjóðum þessara landa, aftan úr grárri forneskjju. rerknað út lengdarstöðu skipsins. Erfiðleikar á þessu urðu meiri en menn höfðu búist við, en þó var ráðið fram úr þeim og árið 1767 kom út fyrsta sjómannaalmanakið (Náuti- cal Almanac) og hefir komið út á hverju ári síðan. En nú seinustu árin hefir verið bætt við það flugmanna almanaki. A stöðinni í Greenwich hafa verið gerðar ýmsar uppgötvanir. Þannig fann Bradley ..misvisunina" á 18 öld; Maskylehe tókst að reikna út þyngd jarðarinnar og Halley uppgötvaði halastjörnu þá. sem síðan er við hann kend. Árið 1833 hóf Greenwich að gefa tímamerki. Var það gert á þann hátt, að kúla var dregin á stöng á bygg- ingunni og látin falla þegar klukkan var nákvæmlega eitt. Þetta var gert til þess að skipstjórar á skipum, sem lágu á Thames, gæti sett klukkur sínar eftir því. Á næstu áratugum var svo samskonar tímamerkjastÖðv- um komið upp í London og helstu hafmyborgum Englands, og var falli kúlnanna seinast stjórnað með raf- magnsstraum frá GreenvVÍch. Arið 1865 var komið á tímamerkjasendihg- uni fyrii* járnbrautirnar svo að lest- arstjórar og mertn á járnbráutarstöðv- um vissu alltaf hvað klukkan var í Greenwich, en Greenwich-tínii var þó ekki lögleiddur í Bretlaridi fyr en 1880. * Nú fær allrir heimurinn tímamerki frá Greenwich með útvarpi. B. B. C. byrjaði að útvarpa tímamerkjrim ár- ið 1924, og Rugby Radio hefir útvarp- að tímamerkjum síðan 1927, og eru þau enn nákvæmari. R.B.C. fder sín tímamerki með rafmagnssambandi við „sólárklukku", en það eru garig- vissustu dingulklrikur í heinii Getur þeim eigi skakkað nema um svo sem einn hundraðasta úr sekúndu á sól- arhring. En þó eru hinar nýju „Kvarts-klukkur“ betri, því að þeim skeikar varla um meira en sekúndu á hálfu öðru ári. Þessar tímamerkjasendingar höfðu mikið gildi í stríðinu. Eftir innrás bandamanna á meginlendið krafðist Montgomery hershöfðingi þess, að' tímamerki væri sent á klukkustund- ar fresti, svo að allur herinn vissi ná- kvæmlega hvað klukkunni liði og hernáðarframkvæmdir væri gerðar á rjettum tíma, svo að engin mistök yrði nje truflun á samvinnu vegna tímaskekkju. Árið 1884 var lengdarbaugur Greenwich gerður að miðlengdarbaug fyrir heiminn, og síðan er tími um allan heim miðaðar við klukkuna í Greenwich. Þótt athugunastöðin verði nú flutt, þá breytist þetta ekki. En það er talið að hún sje betur sett á nýja staðnum og geti leyst hlutverk sitt af hendi með enn nieiri nákvæmni en áður. Er það eigi aðeins i því fólgið „að fylgjast með tímanum", heldur einriig í því að gefa út kort, sem sýria áttavitaskekkjur, og gera stjörnurannsóknir, ekki síst rannsókn- ir á sólblettunum, en með þekkingu á þeim er búiit við að vísindrinum opnist nýjar og óþektar leiðir. ttf — Jæja, jeg kem þá heldur seinna. jí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.