Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 8
436 cn núyerandi rofflötnr (erosionsbasis). Þetta cr erfitt að skyra, nema gert sé ráð fvrir að land sé þarna að síga eða hafi sigið nýlega. Vestast í Bjarnancsstúninu eru leif- ar af gömlum kirkjugarði. Þennan kirkjugarð yar liætt að nota upp úr 1880 vegna þess að grunnvatnsvfir- borð lá orðið svo hátt. að ógerning-' ur var að grafa þarna lengur. Ekki' er likicgt. að kirkjugarði hafi upp- runalega vyrið valinn staður þar seni svo háttaði um grunnvatn, ]>ar eð hálægara kjrkjugarðsstæði var að fá örlitlu austar. Við þcnnan kirkjugarð eru rústir sem sýna. að bæjarhúsin harfa áður fvrri legið niðri á slétt- kndinu þar sem nú er of raklent til að nokkur myndi hvggja á að byggja þar bæ. Sumarið 1§:17 gróf jeg jarðvegs- snið á s. k. Gráviðarrana, við mynni Starhólmakíls suðvestur af bænum Borgum og aðeins nokkra mctra frá fjarðarströndinni. Jarð- vegss'firborð var þarna 1 m. yfir fjöruborði fjarðarins. 1 jarðvegssnið- inu lá ljósa öskulagið frá Örfæajök- ulsgosinu lóO'i á 100 cm dýpi. Það var 1 cm. þvkkt og virtist vera ó- hrcyft. Þar sem þarna er stundum talsverður straumur í firðinum vegna sjávarfalla þykir inér ckki líklegt að þetta vikurkennda, létta líparítösku- lag hefði varðveitst svo vel ef það hefði okki fallið á gróið land, þ. e. land sem lá hærra en yfirborð vatns. Þá mvndi og landsig gefa eðlilega skýringu á ]»eirri staðreynd að innri hluti Hornafj. uppfyllist svo hægt sem raun ber vitní, þrátt fyrir hinn mikla leir- og sándfíamburð Hornafjarð- arfljóta. Það er gömul sögn. getið m. a. í sóknarlýsingu Bjaraanessókn- ar frá 1840. að i fyrri tíð hafi Skógey verið skiliii frá Mýrunum aðeins af mjórri jökuTkvísl. Nú eru þarna tak- mörk fljóta óg fjarðar og flóðs og fjöru gætir þangað upp. A milli Skógeyjar og Mýra er nú 1.5 km. breitt vatn, það er lygnt og grunut, 1—1.5 in., og I LESBOK MORGUNBLAÐSINS Kort herforingjaráðsins af Hornafirði og Skarðsfirði, niælt 1903. hefur þarua a. m. k. siðustu aldirnar verið öruggust leið yfir Ilornafjarð- arfljót þegar þau eru í vöxlum. Sagn- ir eru og um það, nefndar m. a. í sýslulýsingu Sig. Stefánssonar frá 1740 og í sóknarlýsingunni frá 1840, að Skógey hafi forðum verið miklu stærri en*nú og að. ]»ar hafi verið mik- il byggð. ETalaust eru þessar sagnir mjög ýktar (talað um 18 (!) bæi), en þó er flugufótur /yrir þeim. Sam- kvæmt máldögum frá 1367 og 1397 var þá bænhús í Skógey og lá undir Bjarnanes (Dipl. Isl. III, bls. 44Í; IV, bls. 233) og Sig. Stefánsson segir um Skógey að „töpter og forner husa steinvegger eru }>ar enn ad finna“ (Sýslulýsingin. bls. 27!)). I gömlum lýsingum cr Gildrasker. sem er lítij klettaeyja, 4 km. norður fif Sktigey, reiknuð til Skógeyjarskerja. Tveggja nvetra landhækkun myndi aftur sam- eina þessar eyjar. í Landnámabók segir um Hrollaug, son Riignvalds jarls á Mæri, að hann tók land í Leiruvígi á Ncsjum og var ]»ar hinn fyrsta vetur, en annan undir Ingólfsfjalli. „Síðan fór hann austr í Ilornafjörð ok nam land aust- an frá Ilorni til Kvíar ok bjó fyrst undir Skarðsbrckku í Hornafirði, en síðan á Breiðabólsstað í Fellshverfi". Nú myndi enginn reísa sér bæ und- ir Skarðsbrekku, því þar liggur Skarðs. fjörður alvcg upp að fjallsskriðum. En Skarðsfjörðurinn er svo grunnur, að hafi land á liðnum öldum verið nokkrum metrum hærra en nú liefir þarna verið landrými nóg og gott undir bú og þá skiljanlegt, að hinn norski höfðingi tók sér þar bólfeslu. Vitað cr með vissu, að staðhættir við Skarðsfjörð og Ilornafjarðarós liafa breytst mjög á síðustu öldum. Fyrir hálfri annari öld lá Hornafjarðarós vestan Hvamieyjar, sem þá tilheyrði Hornslandi. Frá Ilvainvey lá ]»ur fjara upp að Óslandi. Hjct þar Óskálfur og Óslandseyri, en frá Óslandseyri var einlægt land upp í Ilafnarnes og því ekkert útfall vestur úr Skaialsfirði. A íslandskorti T. II. II. Knapfs frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.