Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 12
440 heimtaði að fá sundin, hún ætlaði að brjóta undir sig framandi þjóð- ir, en það vildi rússneska þjóðin ekkij Hófst þá krafan um „frið án landvinninga og hernaðarskaða- bóta‘‘. Og það var þessi stefna, sem jók mest fylgi bolshivika, og hún var yfirlýst stefna flokksins þegar hann komst til valda. Var það skýrt tekið fram í yfirlýsingu sem byltingarstjórnin gaf út 11. nóv. 1917. Var þar skorað á allar ófrið- arþjóðirnar að „hefja þegar í stað friðarsamninga“. Síðan segir í yfir- lýsingunni: „Sovjet-stjórnin telur það rjettlátan frið, að enginn leggi Undir sig lönd annara, að engin þjóðabrot verði innlimuð, og eng- ar.'; :hernaðarskaðabætur verði greiddar“. Hellusufids-málið hvarf því aftur úr sögunni eftir stjórnarbyltinguna í Rússlandi og Tyrkir fengu að halda yfirráðum sínum yfir sund- unum; a En svo skaut málinu aftur upp rjett áður en önnur heimsstyrjöld- in hófst. Tyrkir voru> hræddir við ítali og hölluðu sjer því að Bretum og Frökkum. í marsmánuði 1939 gerðu þeir vináttusamninga við Frakka og Breta. Ætlunin var sú, að Rússar gerðust eipnig aðiljar að þessum samningi, til þess að þessar þjóðir allar stemdu 1 sameiningu stigu fyrir framsókn Möndulveld- anpa á Balkan og í Miðjarðarhafi. Én þá fór svo, að Rússar gerðust alt i , einu bandamenn Þjóðverja. Og nú hófu þeir háværar kröfur um hernaðarstöðvar við sundin. Þá var sýnt að hverju for. Og 1 okt. 1939 gerðu Tyrkir nýjan vináttu- samning við Frakka og Breta, og hafa treyst á þá síðan. ÁRIÐ 1943 hófst nýr þáttur í sambúð Rússa og Tyrkja. Þá var það' sýnt, að Þjóðverjar mundu bíða ósigur í styrjöldinni, og Rúss- ar voru altaf að færa sig upp á LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skaftið um kröfur til landa í Evr- ópu og Asíu. Á hverri ráðstefnu var talað um Tyrkland. Komu Rússar, Bretar og Frakkar sjer saman um að skora á Tyrki að segja Möndulveldunum stríð á hendur. En ekkert samkomulag varð um sundin. Svo var það hinn 23. febrúar 1943, rjett eftir Yalta-ráðstefnuna, að Rússar sögðu upp vináttusamn- ing þeim, er þeir höfðu gert við Tyrki fyrir 20 árum. Hófust þá samningaumleitanir að nýu og gerðu Rússar þá þessar 4 kröfur: 1. að Tyrkir skyldu afhenda hjeruðin Kars og Ardahan. 2. að Tyrkir skyidi leyfa Rúss- um að reisa vígi við Sæviðarsund og Hellusund. 3. að Montreux-sáttmálinn um yfirráð sundanna væri endurskoð; aður. 4. að Tyrkir fjellust á breytt ríkjaskipulag á Balkan. , AÐALKRAFAN er auðvitað sú, er fjallar um rússnesk vígi við sundin. Tyrkir neituðu að semja á þeim grundvelli. Það var líka öllum ljóst, að ef Rússar fengi að hafa setulið, fluglið og herskipa- flota á þessum slóðum, þá væri það sama sem að þeir hefði fengið öll yfirráð sundanna. í desembermánuði 1943 var út- runninn vináttusamningur sá, er Tyrkir og Rússar gerðu með sjer 1923, og; enginn nýr samningur var til að taka við af honum. En nú, gerðu Rússar enn nýar kröfur á hendur Tyrkjum um landaafsal í Litlu-Asíu. Þetta er í stuttu máli forsaga þess máls, sem nú er ofarlega á dagskrá. Kröfur Rússa eru eigi að eins um það, að hafa frjálsar sigl- inar um sundin og frjálsa versl- un. Ef gengið væri að þeim, mundu afleiðingarnar verða þess- ar: 1. Balkanþjóðirnar, Rúmenía og Búlgaría mundu verða neyddar til að fara að vilja Rússa í einu og öllu. 2. Tyrkneska ríkið væri þá kom- ið í sjálfheldu, með Rússa fyrir austan sig og vestan. Væri þá sjálf- stæði þess hætt, og þess varla langt að bíf5a að Rússar mundu koma á því stjórnarfari í Tyrkl., er þeim sýndist best, því að Tyrkir væri ekki menn til að sporna við því. Og þá væri Iran hætt líka. 3. Rússneski flotinn mundi þá koma út úr Svartahafi og setjast að við Miðjarðarhaf. Rússar mundu auka flotann mjög, og þótt hann yrði ekki öflugri en sameiginlegur floti Breta og Bandaríkjamanna, mundi hann geta náð yfirráðum í Miðjarðarhafi. Mundi þá verða þröngt fyrir dyrum hjá ýmsum, svo sem Grikkjum, Sýrlendingum, Palestínumönnum og Egyptum. (Grein þessi er eftir rússneskan rithc/und, sem nú dvelst 1 Banda ríkjunum, David J. Dellin að nafni. Birtist hún fyrst í „Free Europe“, sem gefið er út í London“). — Viljið þjer aka mjer heim? — Hvar eigið þjer heima? — Það segi jeg aldrei ókunnug- um karlmönnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.