Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 2
r 430 U2SBOK MORGUNBLAÐSINS BVGGIIMGAR8AGA Dómkirkjunnar í Reykjavík r,l'!9Vfí ðfi £ UÍÁítl'Í)’ Í786 fekk Reykjavík kaup- J ktáöarrjertltidi. Og það sama haust l?óm hingaö skip með timburfarm, éém ættáður var til væntanlegrar nýrrar ‘dómkirkju í Reykjavík, alls 105 tyiftir' borðviðar. Var megin- ! hluti vlðaríns „vragborð" og alt ^ð Hel’min'gtir hans skemdur af fúa, er Ínn'gaS' kóm. Var viðinum staflað upp rjett fyrir ofan flæðarmál, og stóð hann þar síðan án þess að gert væri yfðástaflana honum til skjóls, full 4 ár áður en farið var að nota úr honum það sem notað varð. Kit MeðikÐriunglegri tilskipan hafði núifverið ákveðið að Skálholtsbisk- upi •skyidi. setjast að í Rvík. Veitti stjórriin Hannesi biskupi Finns- Býni 1200 ríkisdala styrk til þess að kdma upp húsi yfir sig, en það þótti ækki foaógja og Háhnes biskup sat í n.Skálhoiti'til dauðadags. Arið '1789 var svo ákveðið með konunglegfí tilskipan að væntanleg dómki^kja í Reykjavík skyldi ekki by$5*ur timbri heldur úr íslensk- urá steihn Kostnaður var áætlaður að ^pfni 6254 rb 36 sk. Um haustið koímskip frá Kaupmannahöfn með nya^ efnivið til kirkjunnar og 6 útlfeaioa smiði, þ. e. 4 múrara, 1 tinrourmann og 1 snikkara. Yfir- smtður skyldi vera múrsmíðasveinn L&rs Jörgen Svendsen. Var jinum fengin íbúð í tukthúsinu Úpe^n þeir störfuðu að smíði kirkj- Til þess að verja skemdum, ^iri^um það er nota skydi til snikk- aras'ptiði, v,ar nú viðinum til skjóls ^ferður skúr all-mikill, er jafnframt rá'kyldi vera vinnuskáli. Árið eftir sendu dönsku stjórn- áfvökiinTj hingað danskan stein- smið, Johan Larsen að nafni, til inn V? þess að sjá um upptöku nægilegs grjóts í dómkirkjuna væntanlegu. Var mest alt grjótið tekið upp í Grjótatúni fyrir vestan kaupstað- inn, en þó nokkuð úr holtinu fyrir austan lækinn, og því ekið á sleð- um til Austurvallar um veturinn. Samtímis skipaði Lewetzow stipt- amtmaður Arnes Pálsson fjallaþjóf dyravörð tukthússins og fól honum jafnframt kristindómsfræðslu ann- ara fanga (því gat þó Hannes bisk- up afstýrt). Með konungsbrjefi 14. ágúst 1789 var ákveoið að eftirleiðis skyldi ís- lenskir biskupar taka vígslu hjer á landi; var sú skipan gerð af sparn- aðar ástæðum, því að til þessa hafði utanfararkostnaður vegna vígslu- töku verið greiddur úr konungs- sjóði. Dómkirkjusmíðin gekk mjög illa. Á þriðja ári frá því að lagðar voru undirstöður, voru veggir og gaflar ekki fullgerðir. Hinir dönsku smið- ir, sem sendir höfðu verið hingað vegna kirkjusmíðarinnar, reyndust ilia og yfirmaðurinn, Lars Jörgen Svendsen kom engu tauti við þá. Stundum hlupu þeir frá verki lengri og skemri tíma og tóku þá að sjer smíðar fyrir aðra, bæði kaupmenn og tómthúsmenn. Þegar Ólafur Stephensen varð stiptamt- maður 1790, var það c%t hans fyrsta verk að láta tilnefnda skoðunar- menn athuga verkið. Leist skoðun- armönnum illa á það, sem unnið hafði verið og töldu verkið alt hraklega af hendi leyst. Til þcss þó að gera þessum ionaðaamönnum aðhald, setti stiptamtmaður þeim fastar reglur varðandi vinnu hvers og vinnutíma sumar og vetur. — Skyldi unnið 12 stundir á dag að sumri, en 8 að vetri. Og til þess að hafa yfirumsjón með verkinu var kjörinn Scheel tukthúsráðsmaður. En þrátt fyrir þetta þótti verkið enn seint sækjast. Og um mitt næsta sumar voru aftur útnefndir skoðunarmenn. Þótti þeim lítt hafa miðað, þvj að veggir voru þá ekki enn komnir upp að þakbrún. Var svo unnið að smíðinni eitt árið enn og undir árslok 1792 mátti svo kalla að kirkjan væri komin undir þak. En húðun veggja að innan var sama sem ógerð. í þakið voru nú notuð úrgangsborðin, sem send voru hingað 1786 og voru nú orðin fúin. Var svo múrsteinninn negld- ur á þau. Næsta ár (1793) var dómkirkju- smíðinni haldið áfram af kappi, ef takast mætti að fá kirkjuna full- gerða á því ári. En þegar fram á árið kom, komu í ljós megnustu missmíði á þaki kirkjunnar og þak- stein^lagningu. Kæmi skúr úr lofti, streymdi vatnið inn um þakið, svo og um austurgafl fyrir ofan múr- verkið, og um turninn. Þóttust menn sjá, að nauður ræki til að rífa þakklæðnihguna alla, svo og tui'ninn. Einnig reyndist þaksteinn- inn, sem hingað hafði verið send- ur, óvatnsheldur. En þá vantaði bæði nothæfan trjávið og kalk oíj lítil von um að fá þetta frá Kaup- mannahöfn fyr en kæmi fram á sumar. Þótti því auðsætt, a& vart yrði smíðinni lokið á þessu ári. í lok ársins 1794 var bvgging kirkjunnar lokið að útborði til og hún langt komin að innanverðu. Það hafði einkum orsakað dráttinn hve erfitt reyndist að ganga svo frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.