Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 441 ÓTTIVIÐ SJÚKDÓMA — orsök sjúkdóma ÞEGAR jeg var ungur, var mjer sögð þessi saga: Gestur kom á bæ og ætlaði að dveljast þar nokkra daga. Hann var hress og glaður og Ijek á alls oddi. Einhvern dag var alt fólk úti við og sat hann einn inni og kom ekki út. Þegar fólkið kom inn, lá mað- urinn uppi í rúmi og var fárveikur. Ástæðan var sú, að hann hafði far- ið að lesa í lækningabók Jónasseris. Fyrsta sjúkdómslýsingin, sem hann las, fanst honum eiga við sig, og sú næsta, og sú næsta. Og það var sama um hvaða sjúkdóm hann las, að einkennin fann hann hjá sjálf- um sjer. Og afleiðingin var sú, eins og fyr er sagt, að hann var fár- veikur er fólkið kom inn, haldinn mörgum illkynjuðum sjúkdómum. Þessi saga rifjaðist upp fyrir mjer, er jeg las þetta í sænsku blaði; — Af tilviljun frjetti jeg það ný- lega, að Kronblom hefði farið að iesa lækningabók. Hann las og las og fann að hann gekk með ýmsa sjúkdóma, sem lýst var í bókinni. En þegar hann fór að lesa um njálginn, var honum öll- um lokið. Hann varð skelfdur, því að hann fann að hann hafði öll sjúk dómseinkennin í meira lagi, og það var enginn efi á því að hann mundi gangg með gríðarlegan njálg í mag- anum. Hann ljet sækja iækni og skýrði honum frá uppgötvun sinni. Læknirinn skoðaði Kronblom í krók og kring og sagði síðan: Það er ek/ci frekar njálgur í þínum'maga heldur en í rauðmaga!-------- Það eru býsna margir með þessu markinu brendir. Þeir ímynda sjer að þeir sje veikir og svo verða þeir veikir. Vjer vorkennum heiðingjunum, sem lifa í sífeldum ótta við alls- konar vondar verur, sem sitja um þá. En erum vjer sjálfir betri? í því sambandi ér fróðlegt að athuga hvað sænskur læknir, dr,- W. S. Sandler, segir um þetta efni: — Það hefur lengi verið kunnugt að geðshræringar þær, sem skapast í heilanum, hafa áhrif á starf líf- færar.na. En það er nú fyrst Ijóst hve geisilega þessi áhrif eru mikii á hin viðkvæmari og fínni líffæri, sem varðveita heilsu vora og verja oss sjúkdómum. Ótti, kvíði, hugar- angur, hræðsla og gruflun hafa al- varlegar afleiðingar fyrir melting- una og ýms líffæri, auk þeirrar van líðunar, sem þau valda manni bein- línis. t Þegar maður er í góðu skapi og hugar jafnvægi, þá starfa allar frumur líkamans eins og dyggir þjónar, og fá beinlínis hvöt til þess frá heilastöðvunum, í stað þess að vera truflaðar og þar með valda vanlíðan. Hirgsunum fylgir kraft- ur, og allir líkamshlutar, smáir og stórir, haga sjer eftir skipunum heilans. Hvernig ætti þá öðru vísi að fara en að bölsýnismaðurinn fái sýrur í magann og honum verði ilt í höfð- inu? Hvernig ætti sá maður, sem er sjálfselskan einber, að komast hjá því að verða veikur í lifur og milti? Hvernig ætti geðvondur maður að komast hjá því að verða veikur í nýrunum? Og hvernig ætti afbrýðissamur maður að komast hjá því að verða hjartveikur? Margir hafa mist heilsuna hreint og beint fyrir það, að þeir hafa ekki kappkostað að vera í góðu skapi. Hinar skuggalegu hugsanir' 'þeirfa spú eitri um allan líkamann. 'Þeir opna huga sinn fyrir illum öflum og þar með er sjúkdómunUm opin leið. Ótti og kvíði geta líka unnið bug á sjúklingum, sem þó erií á batavpgi. Þetta ættu allir að hafa hugfast, eigi síst læknar. Það er sannarlega hart, áð éitt.- mitt þegar vjer þurfum á öllu voru megin að halda, að þá skuli þessir vágestir ráðast á oss. Þegar eitthvert andstreymi mætiross,'þá kemur óttinn og knýr oss til að leggja árar í bát. Hann heltekur oss, yfirbugar oss, einmitt i þegar vjer þurfum á öllum vorum kröft- um að halda til þess að komast fram úr erfiðleikunum. Hann telur oss trú um að alt sje ómögulégt, vjer getum aldrei rjett við, aldrei notið neinnar hamingju. Ótti og áhyg]gjur eru oft bein orsök þess að vjer köstum lífsmagni voru á glæ. ' >1: ’ # Menn ætti jafnan að minnást þess, að aldrei skyldi örvænta. Erig in viðfangefni eru svo erfið, að ekki sje hægt að leysa þau. Enginn óvinur er4 svo öflugur, að ekkí sje hægt að sigra hann. Það rná að vísu segja að ótti og kvíði sje óss meðfæddur, en með stöðugri sjálfs- tarnningu er hægt að losna við þá. Þá snýst blaðið við. Þá erum það það vjer, sem rekum ótta og áhyggj ur á flótta jafnharðan sem á þeim bærir. Annar læknir, dr. Mauritz Mal- in, hefur sagt: — Jeg vildi að læknavísindin. — já, og því ekki hagfræðin líka — tæki til gaumgæfilegrar rannsókn- ar hve mikið af sjúkdómum stafar af ótta við sjúkdóma. Jeg er visS um, að þá væri hægt að ná árangri, sem hefði mikla þýðingu fvrir þjóðfjelagið. t

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.