Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINb ft® iW W- •*»* 439 TYRKNESKU SUNDIN Rússar hafa gert kröfur um það að mega hafa vígi við tyrknesku sundin, Hellusund og Sæviðarsund (Dardan- ella og Bosporus) og frjálsar siglingar um þau. Tyrkir hafa neitað að verða við þessum kröfum, og er þetta eitt af helstu alþjóðavandamálum. Sutt sögulegt yfirlit gefur nokkra hugmynd um það. TYRKIR hafa ráðið yfir sundun- um síðan á 15. öld. Fyrir nokkrum hundruðum ára náði Tyrkjaveldi: langt inn í Evrópu og austur í Kákasus. Búlgaría, Rúmenía og Armenía voru tyrknesk skattlönd. Krímskaginn og suður-hluti Ukra- ine var á valdi Tyrkja. Var Svarta- hafið þannig að kalla mátti tyrk- neskt innhaf og þá var það ofur eðlilegt að Tyrkir hefði öll ráð á sundunum. Svo fóru Rússar að mjaka sjer suður á bóginn og unnu hvern sig- urinn eftir annan á Tyrkjum. Seint á 18. öld var fyrst farið að þrátta um það hverjum bæri að hafa yfirráð sundanna, og þeirri deilu er ekki lokið enn. Rúmenía hafði þá fengið sjálfstæði og Búlg- ►aría var leyst undan oki Tyrkja. Rússar höfðu iagt undir sig nokk- urn hluta af Armeníu. Nú voru því komnir nýir húsbændur á strönd- um Svartahafs. Þrjár þjóðir, auk Tyrkja, áttu lönd að Svartahafi, en Tyrkir áttu þá eigi önnur lönd að hafinu, en dálitla strandlengju norðan á Litlu-Asíu. Rússar voru nú orðin höfuðþjóðin á þessum slóðum. ' Rússar gerðu því þær kröfur, að engum öðrum herskipum en rúss- neskum skyldi leyfast að sigla um sundin og þeir ætluðu að ná í sínar hendur allri verslun, sem um sund- in færi. Tyrkir mundu ekki hafa haft bolmagn til að standa gegn þess- um kröfum, ef þeir hefðu verið einir síns liðs. Það var alveg aug- ljóst hvernig fara mundi í stríði, þar sem þeir ættúst einir við Rúss- ar og Tyrkir. En það voru aðrir, sem þóttust þarna líka hafa hags- muna að gæta. Bretar voru farnir að gefa útþenslu Rússlánds suður á bóginn ilt auga, og þeir vildu ekki fyrir neinn mun að Rússar næði tökum á sundunum. Og Frakkar voru líka sama sinnis. Þeir höfðu þá mikinn flota í Miðjarðarhafi, og væntu þess að sjer mundi takast að bola Bretum þaðan. í þessu sam- bandi er fróðlegt að rifja upp hvað Napolaon miklí sagði um þfetta mál: „Rússar vildu fá Miklagarð. Jeg mátti ekki sleppa honum við þá. Mikligarður er of dýrmætur. Hann er eins mikils virði og heilt ríki. Sú þjóð, sem hefur hann á valdi sínu, getur náð heimsyfirráð- ur“. Allar flotaþjóðirnar óttuðust það að Rússar kæmist suður í Mið- jarðarhaf. Og þegar kröfur Rússa á hendur Tyrkjum og vestrænu þjóðunum urðu of óbilgjarnar, þá opnuðu Tyrkir sundin fyrir flotum Breta, Frakka og Sardíníumanna (ítala). Hófst þá Krímstríðið (1834 —35) og biðu Rússar þar ósigur. EFTIR seinasta stríðið milli Tyrkja og Rússa (1877—78) kom Hellusunds-málið aftur á dagskrá. Og öðru sinni hjálpuðu Vesturveld- in Tyrkjum, og voru Bretar þar fremstir í flokki. Lá málið svo niðri um stund. En í fyrra heimsstríðinu (1914— 18) skapaðist alveg nýtt viðhorf, því að þá voru Bretar og Rússar bandamenn gegn Þjóðverjum og Tyrkjum. Þóttust Bretar þá nauð- beygðir til þess að gefa Rússum loforð um ívilnanir , viðvíkjandi siglingum um sundin. Og þegar Rússar voru komnir á heljarþrom og hugsuðu helst um það að leggja niður vopn og semja sjerfrið við Þjóðverja, þá keyptu Bretar þá til þess að halda áfram að berjast, með því að heita þeim yfirráðum yfir sundunum. og nærliggjandi hjeruðum. Var gerður um þetta leynisamningur í marsmánuði 1915. Og svo hjeldu Rússar áfram að berjast undir herópinu: „Tyrkir skulu með öllu reknir út úr Evr- ópu“. Ýmsar raddir heyrðust um samn- ing þenna, og drógu menn í efa að Bretar og Frakkar myndu standa við hann að stríðinu loknu. Og Rússar sjálfir voru ekki sammála um það, hvort þeir hefði nokkurt gagn af þessum samningi. Það ýtti og undir þessa tortrygni, að Bretar hófu um sama ieyti sókn sína á Gallipoliskaga, og ætluðu sjálfir að reyna að ná sundunum. Var það trú ýmissa að þessi herför værij kænskubragð af þeirra hálfu. Þeir ætluðu sjer að ná sundunum og neita svo á eftir að afhenda þau. þar sem þau væri ekki lengur tyrk- neskt yfirráðasvæði. Áhugi Rússa fyrir því að ná sundunum var og hvergi nærri jufn mikill þá og hann hafði verið fyrir einni öld. Tyrkir voru ekkr Jengur kúgarar slavneskra þjóða. Þeir rjeðu ekki yfir neinum slav- neskum löndum. Og þeir voru ekki lengUr hættulegir nágrannar. — Tveir flokkar í Rússlandi, Trudo- viki (verkamannaflokkurinn) og Bolshiviki, börðust algerlega gegn landvinningastefnu. Þeir sögðu að yfirdrotnunarstefna keisarastjórn- arinnar kæmi fram í því, að hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.