Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 14
442 I LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ÞÚSUNDIR HÚSA brenna vegna kæruleysis Um 20,000 eldsvoðar stafa árlega af því í Bandaríkjun- um, að menn eru hugsunarlausir um það, er íkveikju get- ur valdið. Brjefarusl, „bónkústar“ og „bónklútar“, föt með málningarslettum, gamlar fótþurkur og fleira geta valdið íkveikju, ef hirðuleysislega er farið með það, Hjer á landi verða margir eldsvoðar af ókunnum ástæðum. Skyldi eigi vera hægt að rekja upptök margra þeirra til kæruleysis íbúanna? SVO AÐ segja á hverju hausti heyrist getið um heybruna. Menn vita af hverju þeir stafa. Eldur kviknar sjálfkrafa í því heyi, sem hefur verið illa hirt. Hitt er mönn- um yfirleitt ekki jafn kunnugt, að eldur getur kviknað sjálfkrafa í mörgu öðru en heyi, í ýmsu því, sem allir hafa geymt í sínum hús- um. . i * H Um 20.000 slíkar íkveikjur verða á hverju ári í Bandaríkjunum, og tjónið af því er talið 20—25 millj. dollara. Ganga þessar sjálfsíkveikj- ur næst því tjóni sem leiðir af íkveikjum út frá rafmagni. Slíkar sjálfsíkveikjur verða eigi aðeins í íbúðarhúsum, heldur einnig í verk- smiðjum, verslunum, skipum o.fl. í byggingu fræðslumáiastjórnarinn- ar í Harrisbury í Pensylvaníu olli bruni 500.000 dollara tjóni. Annar eldsvoði, sem varð í Riverside-kirkj unni í New York olli einnar millj. dollara tjóni. Á báðum stöðunum var um sjálfsíkveikju að ræða, hafði kviknað í fötum, sem málar- ar skildu eftir. í flutningaskipinu „Pacone“ kom upp eldur, sem olli 750.000 dollara tjóni. Þar var um að ræða sjálfsíkveikju í kolum. Sjálfsíkveikjur geta orðið á marg an hátt, og stafa venjulegast af einhverskonar upplausn. Þær stafa af því að hiti myndast þegar viss efni blandast súrefni loftsins. Ryð á járni veldur þráfaldlega sjálfsíkveikju. En hættulegri í því efni eru þó föt málara, ef fernisol- ía hefur farið í þau. Þar verður íkveikjun með svo snöggum hætti, að oft hefur komið fyrir að kvikn- að hefur í tuskum, sem málarar hafa stungið í vasa sinn. Aðrar olíutegundir valda ekki jafn skjótri íkveikju, en þó er öll feiti úr dýra- og jurtaríki hættu- leg í því efni, og getur valdið sjálfs- íkveikju á fáum klukkustundum, en stundum ekki fyr en eftir vikur eða mánuði (þess má geta að jarð- olíur, svo sem steinolía, valda ekki sjálfsíkveikju). Sje hæfilegur raki, hæfilega ferskt loft, hæfilegur loft- hiti, verða þær efnabreytingar í olíunni er hita valda. En hitinn flýt ír fyrir upplausn og það endar með því að hitinn brýst út í loga. Sjálfsíkveikja yerður þráfald- lega í gömlu blaðarusli (af völdum prentsvertunnar) sje það geymt í rökum kjallara, í „bónkústum“ og „bóntuskum“, í olíutvisti og tusk- um, sem notaðar hafa verið til þess að þurka upp olíu. í Brooklyn varð maður var við það um nótt, að skúr að húsabaki stóð í björtu báli. Þar hafði kviknað í rusltunnu. í Brooklyn varð maður var við það um nótt, að dýnan undir hon- um var heit. Hann reif alt upp úr rúminu og fór með dýnuna út og jós vatni yfir hana. En þrisvar sinnum þessa nótt kom upp eldur inni í dýnunni. í Philadephía fágaði maður hús- gögn sín með fernisolíu. Tuskunni, sem hann notaði við það, fleygði hann í sorpkassa hússins. Um nótt- ina stóð kassinn í björtu báli. í Milwaukee var forngripasafn- ari að bera lakk á gamalt rúmstæði. Nóttina eftir kom upp eldur í því herbergi, án þess að nokkur önnur ástæða gæti verið tii þess en sjálfs- íkveikja. í Kaliforníu brann hús, sem vá- trygt var fyrir 500.000; eldurinn kom upp í geymsluskáp. Eldur kom upp í sjúkrahæli í Ulinois og varð 18 mönnum að bana; sá eld- ur kviknaði líka í geymsluskáp. Annar bruni varð í elliheimili í Pittsburg og brunnu þar 48 gamal- menni inni; það sannaðist að eld- urinn hafði kviknað í „bóntusku", sem látin hafði verið í skáp undir stiga. Inni í landi brann íshús til kaldra kola, enda þótt í því væri 12,000 smálestir af ísi. Eldurinn kviknaði í röku sagi, sem notað hafði verið sem tróð milli veggja. Þar sem stórar kolageymslur eru í verksmiðjum, gera eigendur ráð fyrir .því að missa 10. hluta kol- anna á hverju ári vegna sjálfs- íkveikju, enda þótt allar varúðar- ráðstafanir sjeu gerðar. Fyrir svo sem 50 árum kom það þráfaldlega fyrir, að kolaskip hurfu á dularfullan hátt í hafi, og er nú talið að þau hafi farist vegna sjálfs- íkyeikju í kolunum. Slíkar sjálfs- íkveikjur í kolum koma oft fyrir í verksmiðjum og jafnvel gistihús- um, en sjaldan í heimahúsum. Þó ætti allir að varast það að væta kol, sem eru í byng. Ef geymslustaður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.