Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 9
 437 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS W 1734, sem byggt er á mælingum frá sumrinu áður, er Skarðsfjörðurinn aftur á móti opinn vestur í Horna- fjörð og er þá annað tveggja, að þetta kort er rangt eða að útfallið vestur úr Skarðsfirði hefur lokast síðar á öldinni. Undir lok 18. aldar braut Skarðsfjörðurinn sjer þrjú útföll til vesturs: milli Þmganessfjöru og Lamb hellis, milli Lambhellis og Óslands og milli Óslands og Hafnarnesslands. Lambhellir, sem nú kallast Hellir, er nú eyja. Er talið að þar hafi áður verið hellir og notaður sem byrgi fyr- ir lömb, en enginn slíkur hellir sést þar nú ofan vatns. í sóknarlýsmgunni frá 1840 segir: ..cr altalað hér, að það af Hornafirðinum, sem nú (er) fyrir austan ósinn |þ. e. núverandi SkarðsfjörðurJ hafi til forna verið ein- lægt land útá fjöru, nema þar hafi verið litil stöðuvötn". ðleð tilliti til Jiess sem áður er frá greint þykir mjcr ekki ólíklegt, að þessi arfsögn hafi við rök að styðjast. Og nú víkjum við aftur að Hálsa- höfn í Suðursveit og þeim ummtelum séra Þorsteins á Kálfafellsstað, að sker þau sem mynda þá höfu hafi í fyrri tíð verið hærri.’ Jeg sje enga á- stæðu til að draga ummæli klcrksins í efa. Þessi ske* geta, og hafa eflaust afl einhverju leyti, lækkað vegna verknaðar brims og frosta. En lík- legt Jiykir mjer, að landsig hafi átt aðalþáttinn í að sökkva skerjunum í sæ og eyðileggja höfnina.' Vestarlega í Hestgerðislóni er lágt sker, sem heitir Götusker. Arfsögn er, að þar yfir hafi legið vegur Norðlinga frá Kambstúni niður að Ilákahöfn. Hafi svo verið, hefir Hestgerðislón þá ver- ið grynnra en nú. Það sem skeð heflr við llálsahófn er því í stuttu máli Jvctta: Á fyrri öld- um Islands byggðar var þarna góð höfn frá náttúrunnar heiyli, sú bcsta í Skaftafellssýslum, varin af nátt- úrlegum brimbrjótum fyrir hætiideg- ustu stormaáttum. Þar sem hafið fyr- ir utan var fiskauðugt var eðiilegt, að þarna skapaðist aðalútræði Aust- ur-SkaftafellssýsIu, og að vermenn sæktu þangig víða að. En sakir land- sigs og eyðingar skerjanna á anhan máta var höfnin smátt og smátt að versna og að því lilaut fyrr eða sðar að koma, að manntjón iilytist af. O- líklegt er, að skiptapinn á góuþræln- um 1573 hafi verið sá cini í sögu þessarar verstöðvar þótt hann muni hafa verið sá stærsti. Að hann batt enda á útræði Norðlinga fiá HáLsii- höfn var fyrst og freinst vegna þess, að höfnin var orðin svo léleg af náttúrunnar völdum, að ekki þótti ráðlegt að licfja þaðan sjósókn að nýju. Það var því aldalangt starf hæg- virkra en sívirkra náttúruafla, sem u Jökulsá á Breiðamevkursandi. Öræfajökull í baksýn. — Við jökla, jökulár og sanda hafa Austurskaftfellingar háð þrotlausa baráttu. S. Þ. foto r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.