Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1946, Blaðsíða 4
432 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS James Connolly: i lingsacil u: í MENNINGARTENGSL ÍRA OG ÍSLENDINGA S6'1'10 • i 1 L> 1' ! i i I ij MARGT er sameiginlegt með ír- um (?g íslendingum, tveimur vest- ustu þjóðuruom í Evrópu. Tunga þeirra og menning geymir 'dýran arfý'éem aðraf þjóðir hafa glatað með^ðÝaTli ',',tnaferia]ismans“. RdíriHHérí&a veldið náði aldrei töktWri 1 'á ■' Írfándi nje íslandi. Hiháf éfátu 'khRnesku venjur lifa í íriýndi enh f dag, teknar í arf kyn slóð'' éftíi' 'kýhslóð, og er það eina lanöið't Evróþtir, sem getur miktast afþlvl/Jnmn :>..v Bseði féridin íiomust hjá iðnaðar- byltfngiihni "S 19. öld, sem gjör- breyttt1 f lifhaðarháttum og drap niðifri g'ámfar’ Vénjur í þessum lönd- um Evróþu. Ehda þótt írland sje næfrii'Englandt; miðstöð iðnbylt- ingárinhár, kofnst það hjá henni vegna‘þés^ áð'þar eru hvorki telj- andr koiáhdrritiri nje járnnámur. ír- land'ef'þW.eriW'í dag landbúnaðar- lanð;'íl*sk'iþj,ó'ðkvæði, þjóðsögur og þjóðdánsdr,téru-enn í fullu gildi. í DuWíh erti 'tfýtfsku dansar að vísu korrinir,1’efi 'lrisku hringdansarnir (ekki ósvipaðif vikivökum) eru miklu vinsæJlú Ef þjer farið á dans- JeikJ'Duþlttv þá er mjög senniiegt að þáT' Sjeijeingöngu stignir þjóð- dansar, sem eru mjög einfaldir og allir. fcunna-.írland er eina ríkið í á]furmi,;.þar sem amerískir dansar hafa (ukki náði tökum á fólkinu, heldnr tekur þáð þjóðdansana langt fram yfir þá. í sveitum eru og enn viðdíþi sáðir tgíðan í heiðni. FleStir írskir bændur trúa enn á álfa og á hverjum bæ er alfahóll, sem á ga- elisku kallast DÚN (jeg hygg að það sje sama orðið og tún á ís- lensku). Grasið á þessum hólum er venjulega svolítið öðruvísi á litinn, en grasið þar um kring, og þessa hóla má aldrei slá. Um þá eru marg ar sögur. Elstu sögurnar, sem enn lifa’ á vörum þjóðarinnar, hafa á sjer Austurlandablæ, enda voru fyrstu keltnesku landnemarnir í írlandi komnir frá Persíu um Norður- Afríku og Spán. Hundruðum þjóð- sagna er árlega safnað af sjerstakri nefnd, sem írska stjórnin skipaði til þess að forða gamalli þjóð- menningu frá glötun. Þjóðsagna- safn írsku þjóðsagnanefndgrinnar í Dublin, er næst stærsta slíkt safn í Norðurálfu, og máske í heimi. Sænska þjóðsagnasafnið eitt er stærra. írska þjóðsagnasafnið er stórmerkilegt, því að það geymir frásagnir af elstu þjóðsiðum og þjóðháttum Kelta, þess kynstofns, sem nú er að hverfa. írsk tunga hefur ekki breyst mikið síðustu þúsund árin, fremur en íslenskan. Keltar voru fyrstu Indo-Aríarnir, sem settust að í Evrópu og þess vegna er tunga þeirra með elstu málum álfunnar. Það eru aðeins tungur Baska og Lietuva, sem eru eldri. Keltnesk tunga varð aldauða um alla Evr- ópu, nema á írlandi, í Wales, hluta af Skotlandi, á Man og í Britanny. íri getur vel skilið Skota, sem talar skoska gaelic, en ekki Wales nje Manarbúa. Það stafar af hljóðskift- ingu, sem varð í málinu um 200 e. Kr. Þessi hljóðskifting deildi tung- unni í tvo flokka. Annar flokkur- inn gat ekki borið fram „p“, en það varð að „K“. Þannig er latneska orðið „purpur“ borið fram „cor- cor“ á írsku. Latneska orðið „palli- um“ (slæða) varð á írsku að,-,caill- eac“ og þýddi fyrst slæða, en nú nunnu eða gamla konu. „Mac“ þýddi sonur. írska nafnið Mac Dermot mundi því vera Dermots- son á íslensku. En í Wales segja þeir „Map“ eða „Mab“. Nafnið Map Evan, sem er mjög algengt í Wales. þýðir Adamson. Nú er það oft stytt í Pevan eða Bevan, og þess vegna hygg jeg að breski utanríkisráð- herrann muni geta rakið ætt sína til Wales. Það er alkunna, að fyrstu íbúar íslands voru írskir munkar, Papar (dregið af írska orðinu pápa = faðir). Og margir menn af írskum ættum fluttust hingað með land- nemunum. Það er því ekki að furða þótt mörg orð í íslensku sje af kelt- neskum uppruna.»Þar á meðal má nefna: bjanak (írska beannact); gafllok (gavlóg) verða að gjalti (gealt), kapall (capall), mór (mó- in) og fjölda mörg önnur, sem hafa sömu þýðingu og nær sama fram- burð í báðum málum. Eftirfarandi mannanöfn eru einnig írsk og enn í dag algeng á írlandi. Bekkan, Bjólan, Feilan, Kamban, Kvarán, Kjartan, Dufan, Garan, svo nokkur sje nefnd. Á sama hátt hefur írskan orðið fyrir áhrifum frá norrænu víking- unum. Gætir þess sjerstaklega í staðanöfnum: Langford (Langi- fjörður), Waterford (Vatnsfjörð- ur) og Wexford eru nöfn á írskum borgum á austurströndinni, þar sem víkingar gerðu strandhögg og höfðu íra á brott með sjer sem þræla til Noregs og íslands. Foss er í ánni Liffey skamt frá Dublin, og þar má oft sjá lax stökkva. Þessi staður er nefndur Leixlíp (þ.e. Laxhlaup). «

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.