Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 27
Helgin 11. - 12. júní 1983. ÞJÓftVILJÍNN - SÍÐA 27 Viðmiðunarmörk þorsks hækkuð Lágmaridð sett 57 cm Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hefur fallist á tillögu Hafrannsóknarstofnunar um að hækka viðmiðunarmörk þorsks til að hindra smáfiskadráp. Jafnframt hefur ráðherrann boðað hagsmun- aaðila í sjávarútvegi á sinn fund nk. mánudag til að fjalla um þá tillögu Hafrannsóknarstofnunar að lækka heimild til þorskveiða um 50 þús- und tonn, úr 350 í 300 þúsund tonn. Krakkarnir í Vinnuskólanum fá að kenna á kjaraskerðingu ríkisstjórnarinnar eins og aðrir launþegar. Ljósm. -eik. Urgur í Vinnuskólanum: AsmundUr Stefánsson fjallar um fréttabréf ASÍ og útreikninga Þjóð- hagsstoúiunar á Dags- brúnarfundinum. Félagsfundur Dagsbrúnar á þriöjudagskvöld K j araskerðingin nemur 4 kr / • „Algert svindl”, sagði ein 15 ára í Vinnuskólanum „Þetta er algert svindl“, sagði ein 15 ára stúlka úr Vinnuskóla Reykjavíkurborgar, sem leit hér inn á Þjóðviljanum í gær. „Þegar við. innrituðum okkur var sagt að við fengjum 39 krónur á tímann, en núna eigum við bara að fá 35 krón- ur. Það er mikil reiði hjá krökkun- um útaf þessu og við viljum fá að vita af hverj u á að lækka kaupið um 4 krónur á tímann!“ Já, - bragð er að þá barnið finn-' ur. Við fórum á stúfana að leita skýringar á þessu og viti menn: Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar og kjaraskerðing þeirra þýðir að 4 krónur eru teknar af krökkunum á hverjum klukkutíma! Þegar innritun hófst í Vinnuskól- anum var ákveðið að greiða sömu laun og tíðkast hafa í Vinnuskóla Kópavogs og fá 14 ára krakkar 80% af 14 ára taxta Dagsbrúnar (7. fl. A) og 15 ára krakkar fá 90% af sama taxta. Þegar krakkarnir spurðust fyrir um launin í vor var reiknað með fullri greiðslu verð- bóta 1. júní eða 20% launahækkun og þá kom út talan sem þeim var gefin upp: 39 krónur fyrir þau eldri og 35 fyrir þau yngri. í millitíðinni var svo mynduð ríkisstjórn á fs- landi og hún byrjaði á því að skerða kjörin: í stað 20% launahækkunar skyldu menn aðeins fá 8% verð- bætur greiddar 1. júní. Það þýðir að eldri krakkarnir fá aðeins 35 krónur og þau yngri 31 krónu! -ÁI Endurskoðuð tillaga Hafrannsóknarstofnunar Þorskaflinn aðeins 300 þúsund tonn í ár Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að þorskafli í ár verði ekki meiri en 300 þúsund tonn í stað 350 þúsund tonn eins og hún hafði áður lagt til. Hin nýja tillaga er gerð í Ijósi aflabragða á vetrarvertíð og niðurstaða þorskrannsóknaleið- angra í mars og aprfl. Að lokinni vetrarvertíð 1983 bendir mat á stærð þorskstofnsins til þess að ástand hans sé talsvert lakara en talið var á síðasta hausti. Niðurstöður gefa til kynna að í heild sé stofninn 8% minni en þá var talið eða um 420 þúsund tonn. Þessi breyting á stofnstærðarmati á rætur að rekja til þess að gengið hefur verið meira á eldri árganga stofnsins (7 ára og eldri) en talið var í síðustu skýrslu, vegna þess að sókn var vanmetin. Við endurmat á 1976 árganginum hefur ekkert komið í ljós sem hnekkir þeirri niðurstöðu að stærð hans hafi verið ofmetin. Nýliðunarrannsóknir sbenda og til þess að árgangar frá 1977 séu lélegir að jafnaði, og gert er ráð fyrir lélegri nýliðun en í síð- ustu skýrslu Hafrannsóknarstofn- unar. Vegna þess að ennfremur hefur dregið úr vaxtarhraða þorsks telur stofnunin að „jafnstöðuafli" sé ekki meiri en 300 þústí-ad tonn á ári, en það þýðir að miðað við 300 þúsund tonna nýtingu úr þorsk- stofninum ætti hann að standa í stað. - ekh. Uppsögn samninga Fyrir fundi Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar sem haldinn verður í Iðnó nk. þriðjudag kl. 20.30 mun liggja tillaga sem samþykkt hefur verið af stjórn og trúnaðarmanna- ráði félagsins um uppsögn samn- inga. Á félagsfundinum mun Ás- mundur Stefánsson forseti ASÍ hafa framsögu um efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Mun Ásmundur þár útskýra frétt- abréf ASÍ sem mjög hefur verið til umræðu og fjalla^Ön útreikninga Þjóðhagsstofnunar, sem forsætis- ráðherra hefur látið gera til mót- vægis. Fréttabréf ÁSI hefur verið sent öllum félagsmönnum Dags- brúnar og mun bera&t þeim um og eftir helgina. Ekki er að efa að um fróðlegan fund verður að ræða og hefur stjórn félagsins hvatt félags- menn til að fjölmenna. Þess má geta að fréttabréf ASÍ hefur verið sent út í margföldu upplagi á við það sem venjulegt er. - ekh. Þingflokk Framsókn Starfsmannafélagið Sókn: Ráðherrar. þingmenn og bankastjórar lækki eigin laun Starfsmannafélagið Sókn hélt fjölmennan félagsfund fimmtudag- inn 9. júní s.l.. Þar voru rædd ný bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar og kom fram mikil og einróma andstaða gegn þeim. Það, sem mest einkenndi um- ræður var kvíði fyrir lífsafkom- unni, vegna þeirra gífurlegu hækk- ana á matvöru í kjölfar þeirra, svo og það, að hálaunamenn skuli að mestu einnig hljóta þær bætur, sem þeim lægst launuðu eru skamm- taðar. Á fundinum voru samþykktar þrjár eftirfarandi ályktanir: í fyrsta lagi áskorun til ríkisstjórn- arinnar um að fela þjóðhags- stofnun að gera könnun á hversu margt launafólk lifir á lágmarkslaunum, eða því sem næst, og í hvaða starfsgreinum það fólk er. I öðru lagi, einróma stuðningur við ályktun formannaráðstefnu A.S.Í. Þá er minnt á, hvað aðstaða manna er misjöfn til að taka við þeirri miklu kjaraskerðingu, sem boðuð er og harðlega gagnrýnt að hinum „mildandi aðgerðum“ er ætlað að mestu að ganga jafnt yfir auðmanninn og öreigann. Þá var að lokum samþykkt að skora á ráðherra, þingmenn og bankastjóra, að gefa gott fordæmi og lækka sín eigin laun með því að neita að taka við 8% hækkuninni. Sumarþing óþarft! Þingflokkur Framsóknarflokks- ins hefur lýst andstöðu við að sumarþing verði kaliað saman, en í gær fjallaði þingflokkurinn um ein- róma kröfu stjórnarandstöðunnar um að þing verði kaliað saman þeg- ar í stað til að fjaila um bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin mun væntanlega taka endanlega afstöðu til þeirrar óskar á fundi sínutjaá þriðjudag en eins og fram hefur komið er meiri- hluti í þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins fyrir stuttu si Á þingflokksfni flokksins í gær vý endurkjörinn f( flokksins. mgt. Framsóknar- ’áll Pétursson aður þing- - AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.