Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 4
4 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 11. - 12. júní 1983 stjórnmál á sunnudegi Alusuissemálið: Samningar í undirbúningi milli vina Semur adeins um „stórhækkaö raforkuverð“ Bindiefnið í ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks- ins er ekki aðeins sameiginleg af- staða þessara flokka til efnahags- mála, þar sem • einhliða kaupskerðing er helsta úrræðið. Svipuð afstaða er til annarra stór- mála, svo sem áhuginn á vaxandi hernaðarumsvifum Bandaríkja- manna hérlendis og að ... „höggva sem fyrst á þá hnúta sem óleystir voru í tíð fyrrverandi stjórnar, þ.e. deilumálin við Svissneska álfé- lagið, framtíðaruppbyggingu stór- iðju og flugstöðvarbygginguna" svo notuð séu orð úr Reykjavík- urbréfi Morgunblaðsins. Sameigin- leg afstaða þessara flokka í álmál- inu, sem kom einkar skýrt fram á Alþingi sl. vctur þvert á þáverandi ríkisstjórnarsamstarf, var drjúgur efniviður þegar að því kom að mynda stjórn eftir kosningar, og þar ráku sterk öfl á eftir, sem ekki máttu til þess hugsa að Alþýðu- bandalagið hefði lengur mótandi á- hrif á gang þess máls. Hlutaskiptin í Straumsvík eru stórt efnahagslegt mál, en það hef- ur margar fleiri hliðar, þar sem m.a. er tekist á um það hverjir eigi að ráða hagnýtingu íslenskra auð- linda og hirða afrakstur þeirra. Eftirmaður minn á stóli iðnaðarráðherra lýsti því yfir dag- inn sem hann tók við ráðherra- starfi, að hann myndi því aðeins semja við Alusuisse að fram fengist stórhækkað raforkuverð. Ekki hefur nánar verið skýrt hvað á bak við þau orð býr, en góðar óskir fylgja Sverri í upphafi í von um að hann standi fast á íslenskum rétti og hagsmunum í þeirri glímu sem hann á framundan við Alusuisse. Margt hefur hins vegar komið fram fyrir og eftir stjórnarskipti, sem vekur ugg um afstöðu núver- andi stjórnarflokka í þessu stór- máli. Læt ég þá liggja milli hluta þá umdeildu samninga sem viðreisnarstjórnin stóð að 1966 og endurskoðaðir voru af stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks- ins 1975 með afdrifaríkum hætti. í þessari grein verður vikið að nokícrum þáttum álmálsins, er varða baksvið þess nú við stjórnar- skiptij-svo og,afstöðu áhrifamikilla afla til samskiptanna við Alusuisse. Það skiptir miklu að öll þjóðin haldi vöku sinni og fylgist sem best með frapivindu þessa máK á næst- unni. Eitt af því sem vert ^yað menn festF'sér vel í minni ef sú staðreyndf að Alusuisse greiðir að meðaltali þrcfalt hærra verð í 12 álþræðslum sem auðhringurinn á útan Islands en greitt er samkvæmt núverandi rafmagnssamningi við ísal. En lítum á fleiri þætti varð- andi rafmagnsverðið hér á eftir. Meðalverð hjá AluSuisse: Yfir 20 mill v Þann 4. ágúst 1982 skilaði starfs- hópur um raforkuverð til ísal, sem iðnaðarráðuneytið setti á fót í árs- byrjun 1981, afar ýtarlegri skýrslu til ráðuneytisins og var hún kynnt fjölmiðlum fáum vikum síðar. Að þessu verki stóðu fjórir menn, sem skiluðu sameiginlegu áliti. Það voru Kristján Jónsson rafmagns- veitustjóri, Jóharm Már Maríusson yfirverkfræðingur og nú aðstoðar- framkvæmdastjóri Landsvirkjun- ar, Gunnlaugur Jónsson deildar- stjóri á Orkustofnun og Finnbogi Jónsson d “ddarstjóri í iðnaðar* ráðuneytinu og nú framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarð- ar. í áliti fjórmenninganna segir m.a.: „Meginniðurstaða starfshópsins er sú, að gjörbreyttar forsendur frá því að raforkusamningurinn var gerður 1966 og endurskoðaður 1975 réttlæti kröfur um að raforku- verðið hækki í 15-20 mill/kWh mið- að við núgildandi verðlag.“ (Raf- orkuverðið nú er 6,45 mill á kWh). Þessi niðurstaða er studd hinum gildustu rökum, þar sem dregin er saman vitneskja um þróun raforku- verðs til áliðnaðar um nær allan heim og upphaflegar forsendur raf- magnssamningsins vegna álversins í Straumsvík athugaðar vandlega, svo og reiknaður út stofnkostnaður virkjana og framleiðslukostnaður raforku hérlendis. Stjórn Landsvirkjunar, sem _ send var skýrslan til umsagnar, lýsti sig sammála niðurstöðum hennar í meginatriðum og vísaði i^auk þess til sérstakrar athugunar, ''sem Landsvirkjun hafði þá nýlega látið gera á raforkuverði til stór- iðju, þar sem komist er að svipaðri niðúrstöðu og hjá starfshópi ráðuneytisins. í greinargerð Landsvirkjunar um þetta efni frá í september 1982 segir m.a.: „Meðalverð á raforku til álvera í Evrópu var árið 1981 um 20 mill. A sama tíma greiddu öll álver Alu- suisse að meðaltali 22 mill og álver Penchiney greiddu 24 mill. Spænskar álverksmiðjur fóru fram á niðurgreiðslur á raforku niður í ~25 mill, en fengu niður í 27 mill til að þær yrðu samkeppnisfærar. Þessar tölur benda til þess, að ef tekið er tillit til flutningskostnaðar ög allur annar kostnaður er eins, ætti ísal að geta greitt allt að 22 mill fyrir orkuna. Þegar á allt er litið virðist raun- hæft að fara fram á tvö- til þreföld- un á núverandi orkuverði til ísal.“ Þetta eru niðurstöður í greinar- gerð Landsvirkjunar frá sl. hausti ái sama tíma og álmarkaður vár í mikilli lægð, en ástandið á álmark- aði hefur nú breyst stórum til batn- aðar, þar sem markaðsverð á áli hefur hækkað um nálægt 50% það sem af er þessu ári. „Öll rök til stuðnings 15-20 mill“ Niðurstöður raforkuverðshóps iðnáðarráðuneytisins frá í ágúst 1982 vöktu verðskuldaða athygli og öll dagblöð landsins luku þá upp einum munni um það í ritstjórnar- greinum, að raforkuverðið til ísal yrði að stórhækka. Morgunblaðið sem fram að þessu hafði verið mjög tvístígandi gagnvart kröfum ríkis- stjórnarinnar um leiðréttingu á raf- orkuverðinu sagði nú fullum hálsi í leiðara 5. september 1982: „Eins og raforkuverðsskýrslan sem ráðherra lagði fram í vikunni sýnir, eru öll rök því til stuðnings að orkuverðið sé hækkað í 15-20 mill.“ Á leiðinni réðist svo blaðið að mér fyrir að hafa ekki fyrir löngu náð fram svo sjálfsögðum leiðrétt- ingum á raforkuverðinu. Þessi viðbrögð og undirtektir við íslenskan málstað síðsumars íjyrra voru hin ánægjulegustu og áí slík eindrægni hefði haldist og náð til forystúmanna í öllum stjórnmálá- flokkum, væru leikslok þegar ráðin íslandi’í vil. Alusuisse hefði séð sitt óvænna og fallist á stórhækkað raf- orkuverö og viðræður um leiðréit- ingu á öðrum atriðum álsamnings- ins. Vonir um slíka samstöðu, sem tryggt hefði sigur íslenskra hags- muna á skömmum tíma, áttu hins vegar ekki eftir að rætast. Fyrr en varði hafði Alusuisse kippt í þá þræði sem auðhringurinn hefur of- ið inn í íslenskt samfélag með skipulegum hætti um 20 ára skeið og annað hljóð kom í strokkinn. Utsendarar auðhringsins brýndu áhrifamenn í öðrum flokkum á því, hvort þeir ætluðu virkilega að láta Alþýðubandalagið, sem auk alls annars hefði svipt hulunni af skatt- svikum fsal, geta státað sig af því að hafa náð árangri í endurskoðun á hinum umdeilda álsamningi og það með kosningar á næsta leiti. Nú mættu vinsamleg öfl og gamlir mótspilarar úr samningum fyrri ára ekki bregðast og ganga í gildru hjá þeim rauðu. Hér þurfti að hafa hraðann á. f Álviðræðunefnd með fulltrúum allra þingflokka var á haustmánuðum 1982 að skapast full samstaða um meðferð skatta- deilunnar á grundvelli. íslenskra skattalaga og að fenginni loka- niðurstöðu úrjannsókn Coopers & Lybrand fyrir allt tímabilið 1975- 81. Ótti Alusuisse við samstöðu Alusuisse, sem hafnað hafði sáttatilboði iðnaðarráðuneytisins í maí 1982 án þess að setja fram nokkrar nýjar hugmyndir af sinni hálfu, setti nú þann 10. nóvember 1982 fram samkomulagsdrög af sjnni hálfu, sem fólu í sér eftirfar- andi meginatriði: x Skattadeilunni yrði vísað í sér- staka gerð x Heimiluð yrði stækkun ál- versins x Alusuisse fái heimild til að selja 50% hlutabréfa í ísal x Samningaviðræður hefjist um raforkuverð og breytta skatta- formúlu. Á öll þessi atriði skyidi litið sem samtvinnaða heild. Hjörleifur Guttormsson skrifar Það var m.a. athyglisvert við þetta útspil Alusuisse, að nú var óskað eftir sameiginlegri gerð um skattamálin þegar lokaniðurstöður endurskoðenda lágu fyrir og breið samstaða hafði skapast um endur- ákvörðun skatta á Isal, sem að lok- um svöruðu til um 10 miljónum bandarikjadala. Hálfu ári áður hafði sams konar hugmynd, sem hreyft var af íslands hálfu, engar undirtektir fengið. Ég taldi skylt að láta reyna á samningsviljann að baki þessu til- boði Alusuisse. Á tveimur viðræðufundum með fulltrúum Alusuisse í nóvember og desember sl. neitaði dr. Múller hins vegar sem fyrr að fallst á nokkra hækkun raforkuverðs svo og að bera slíka umleitan fram við stjórn Alusuisse, nema áður hefði verið fallist á gagnkröfur auðhringsins frá lO.nóv. 1982 að viðbættri nýrri kröfu um lækkun á kaupskyldu raf- orku af hálfu fsal niður í 50%. Viðbrögð Framsóknar: „Algjörlega úr samhengi“ Eins og fljótlega kom fram opin- berlega leit forysta Framsóknar- flokksins öðrum augum á málið og virtist telja viðræðugrundvöll Alu- suisse aðgengilegan. Svo mikið kapp v.ar á þetta lagt af ráða- mönnum flokksins, að fulltrúi Framsóknar í Álviðræðunefnd, Guðmundur G. Þórarinsson, sagði sig úr nefndinni fyrirvaralaust þann 7. desember 1982, þegar ekki var orðið við tillögu hans m.a. um að ganga að kröfum Alusuisse gegn 20% byrjunarhækkun á raforku- verði. Formaður Álviðræðunefndar, dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, lýsti viðhorfi sínu til kröfu Guðmundar með svofelldum orðum í viðtali við Tímann 10. des.: „Ég verð að segja sem formaður þessarar nefndar, að ég skil ekki hvernig á því stendur að Guð- mundur skuli krefjast þess af ráð- herra hálfri klukkustund fyrir lok- afundinn með Alusuisse, að þessi tillaga hans sem ekki var búið að ganga frá í nefndinni, yrði tekin upp við Alusuisse. Þetta hafi verið enn fráleitara í ljósi þeirrar kröfu sem fulltrúar Alusuisse lögðu fram um lækkun kaupskyldu úr 85% í 50%. Þá hafi slíkir hagsmunir verið í veði að tillaga Guðmundar um 20% hækkun raforkuverðs hafi al- gjörlega verið úr samhengi.“ Ófrýnilegt bandalag Öll frekari viðleitni til að ná ein- hverri samningsstöðu gagnvart Alusuisse var eðlilega vonlítil eftir að stærsti stjórnaraðilinn hafði hlaupist undan rfierkjum með þess- um hætti, enda hélt Alusuisse fast við neitun sína að fallast á nokkra leiðréttingu raforkuverðs, síðast í svari til iðnaðarráðuneytisins 16. mars sl. Áður höfðu samstarfsaðilar Al- þýðubandalagsins í ríkisstjórn einnig hafnað tillögu okkar Al- þýðubandalagsmanna um einhliða aðgerðir til að ná fram leiðréttingu á raforkuverðinu, þrátt fyrir ríkis- stjórnarsamþykkt um „aðrar leiðir" frá 26. febrúar 1982. Þegar hér var komið sögu hafði það einn- ig gerst, að fulltrúar Framsóknar- flokksins í atvinnumálanefnd Sam- einaðs þings höfðu gert bandalag við stjórnarandstöðuna um flutn- ing þingsályktunartillögu ,,um viðræðunefnd . við Alusuisse.“ Fyrsti flutningsmaður þessarar til- lögu var Eggert Haukdál, en með Jiooúm Friðrik Sófusson, Ölafur Þ. Þórðarson, Halldór Ásgrímsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Sverrir Hermannsson. Samkvæmt tillögunni skyldi ríkisstjórnin „óska án tafar eftir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.