Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. - 12. júní 1983. Á ferðalögum um heiminn blandast gjarnan menn af ýmsu þjóðerni og þá sést hversu mis- jafn ferðastíllinn er. Sjálfur fór ég í mikla siglingu með m.s. Eddu í síðustu viku og var þar í hópi ís- lendinga sem tóku ríflega til matar síns, drukku bjór, flatmög- uðu í saunabaði eða busluðu í sundlaug. Yfirleitt fór mikið fyrir þeim. Þjóðverjarnir um borð gerðu ekkert af þessu! Þeir voru ungir, klæddust gallabuxum og karl- mennirnir voru fúlskeggjaðir með sjónauka á lofti og borðuðu heimatilbúið nesti. Þeir snertu ekki bjórinn. Svo tók ég eftir tveimur ekta breskum heiðursmönnum sem komu um borð í Newcastle og voru að fara til íslands. Ég sá þá fyrst i tollafgreiðslunni þar sem þeir sátu hlið við hlið með taóísk- um, upphöfnum svip og störðu út í loftið. Báðir voru þeir vel og snyrtilega klæddir með gráspengt vel greitt og snöggt hár. Þeir höfðu staf til að styðja sig við. Tveir enskir heiðursmenn Þegar tilkynnt var brottför stóðu þeir hljóðlega upp, tóku staf og tösku og gengu síðan hvor á eftir öðrum um borð án þess að mæla orð af vörum. Ef einhver yrti á þá brostu þeir og svöruðu kurteis- lega og elskulega. Aldrei sá ég þá tala saman í öllu ferðalaginu en alltaf voru þeir samferða. Sjálfur hélt ég mig nálægt ís- lendingunum og þeir voru yfir- leitt nálægt börunumÞessir rosknu Englendingar komu þangað aldrei. Svo var það síðasta daginn um borð. Sólin tók að skína og ég gekk út til að fá mér frískt loft eítir molluna og bjórinn innan dyra. Þá sá ég ensku herramenn- ina á ný. Þeir sátu hlið við hlið inn í skoti á þilfarinu þar sem sólin skein, höfðu skilið stafina sína eftir í klefanum en dregið til sín stóla og voru báðir niðursokknir í bóklestur. Ég tók myndavélina mína upp og smellti af mynd. Þeir tóku ekki eftir því eða hafa ekki viljað taka eftir því af meðfæddri kurteisi. Ég var ekki ánægður með myndatökuna, gekk nær og tók aðra mynd. Það voru engin svipbrigði á meitluðum svip þeirra, þeir héldu bara áfram að lesa. Seinna um kvöldið skreið skipið inn í Sundin við Reykjavík og allir voru uppi á þilfari eða undir þiljum að virða fyrir sér út- sýnið. Þá tók ég enn eftir þessum Énglendingum. Þeir sátu inni í reyksal hlið við hlið, þögulir og svipbrigðalausir. Þeir voru ekki að virða fyrir sér fjöllin á íslandi eða höfuðborgina. Þeir voru enn með bækurnar sínar og lásu og lásu án þess að líta nokkurn tíma upp. Þá fór ég að hugsa hvað þessir menn væru eiginlega að vilja til íslands og hvaða bækur þeir væru að lesa. Voru þeir kannski að lesa ferðamannabæklinga eða kann- ski Njálu? Reyndar sýndist mér við nánari athugun að þeir væru með enska reyfara í höndum. Mig dauðlangaði að spyrja þá en einhvern veginn fórst það fyrir eða ég kom mér ekki til þess. Þegar skipið lagðist að bryggju stóðu þeir upp án þess að segja orð og gengu hvor á eftir öðrum í land. -Guðjón sunnudagskrossgátan Nr. 375 1 2““ 3— 9 6" (í> ? T~\ T~ 10 9 11 V 12 n /v- /5" V )(o 9 V Ib ■ 9 )t 9 fV' V )3 9 /* // V )é )3 (vJ 20 9 2) 23 )8 /3 20 5 (o )S 5 ? 2 lé 22 $ 29 2s TT~ l‘7 V S 9 21 (o / 3 2é> & n 2/ 9 V 2 & 21 <9 ? V 2/ /3 13 ? Zl (p )SJ 2(? V 2b V 9 Z/ 9- )S J9 /é (o V~ 9 b isr 2.(í> /S J2 22 2(o 18 /3 21 9- 2/ V 20 29 9 r /3 n 20 V 2l Vl 2/ /3 ¥ 28 /9 s ¥ isr 12 5 V T' 2/ éz 2.1 9? // /3 ift Zé 9? éz 1 'V' V 29 1 b )z 19 R? "G /o 30 )SJ 2/ ísr ¥ 9? // /0 /9 /3 V ? /5T /9 y 31 2b 2i 2g Uí> 22 /S~ 2(o 18 % 2 2(o 9 3/ 9 /9 V. aAbdðeéfghiíjklmnoóprstuúvxyýþæö Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá alþekkt örnefni hér á landi. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 375“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. /0 30 z z/ 9 /5 2S 2é n Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, þvi með því eru gefnir stafir í allmörgumorðum.Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur aldrei a komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 371 hlaut Helgi Sigurgeirsson, Hólagötu 39, Njarðvík. Þau eru Nokkrar vísur um veðrið og fleira eftir Ólaf Jóhann Sig- urðsson. Lausnarorðið var Jerúsalem. Verðlaunin að þessu sinni er Laxdæla með nútímastafsetn- ingu í útgáfu Helgafells.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.