Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 3
Helgin 11. - 12. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 „Jökull og við” hjá Stúdentaleikhúsinu „Temað er biðin og einmanaleikinn” Spjallað við Viðar og Svanhildi sem hafa tekið saman dagskrá úr verkum Jökuls Jakobssonar Það má segja að temað sem við höfðum í huga þegar við völdum úr þessum verkum sé biðin og einmanaleikinn, sem er ríkjandi í mörgum verka Jökuls. Allir eru að bíða eftir að eitthvað gerist, bíðaeftir lífsfyllingu og lifa í von“ sagði Svanhildur Jóhannesdóttir, en hún og Viðar Eggertsson hafa tekið saman dagskrá úr verkum Jökuls Jakobssonar, sem frumflutt verður í kvöld í Félagsstofnun Stúdenta. Það er Stúdentaleikhúsið sem stendur fyrir dagskránni og er þetta liður í „listatrimminu", sem leikhúsið gengst fyrir í sumar. „Það er stutt síðan við byrjuðum að vinna þetta, og við æfum stutt og snaggaralega. Það má segja að flutningurinn sé mitt á milli leikiesturs og leiks, en við flytjum þó allt án handrita. Við tökum úr skáldsögum Jökuls, leikritum og ferðabók, en tilefnið er að Jökull hefði orðið fimmtugur á þessu ári, hefði hann lifað", sagði Viðar Egg- ertsson. - Skáldsögurnar sem flutt er úr eru „Skilaboð til Söndru“ og „Feilnóta í5. sinfóníunni", ferðabókin heitir „Suðaustan 14“ og flutt er úr leikritunum „Hart í bak“, „Klukk- ustrengir", „Dómínó“ og „Her- bergi 213“. Það verður fluttur ein- þáttungurinn „Knall“ og er það í fyrsta sinn sem hann er fluttur á sviði í Reykjavík. Hann hefur verið fluttur í útvarpi og hjá Leikfélagi Hveragerðs. Þeir sem taka þátt í flutningnum auk Viðars og Svan- Dagskráin sem Viðar og Svanhildur hafa tekið saman verður flutt laugar- dagskvöld, sunnudagskvöld og mánudagskvöld í Félagsstofnuninni og taka þau bæði þátt í flutningnum. Ljósm. —Atli. hildar eru þau Edda V. Guðbjarts- „Við vonumst til að dagskráin dóttir, Þröstur Guðbjartsson, Da- höfði til sem flestra, hún er að víð Á. Davíðsson, Erla Ruth minnsta kosti ekki ætluð neinum Harðardóttir, Iðunn Thors og Ing- ákveðnum aldurshóp“, sögðu þau rid , en einnig spilar Jóhann Morá- Viðar og Svanhildur að lokum. vek á klarinett. þs ÚTBOÐ Siglufjörður. Stjórn verkamannabústaða, Siglufírði, óskar eftir tilboð- um í byggingu tveggja íbúða í keðjuhúsum. Húsin eru samt. 239m ', 709m og verða byggð viðgötuna Hafnartún, Siglufírði og skal skila fullfrágengnum væntanlega 1. sept. og 1. des. 1984. Afhending útboðsgagn erbjá bæjarskrifstofu Siglufjarðar og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá þriðjudegin- um 14. júní 1983, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 28. júní nk. kl. 14.00. og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. f.h. stjórnar verkamannabústaða Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. tiþ I lúsnæöisstot'nun ríkisins Nemendasamband Menntaskólans á Laugarvatni heldur aðalfund og árshátíð í Átthagasal Hótel Sögu 16. júní. Aðalfundur haldinn kl. 19, borðhald kl.20.Matarmiðar seldir fyrirfram hjá bekkjarfulltrúum og Hólmfríði sími 54085 eða síma 26722 til miðvikudagsins 15.6. Eftir borðhald eru miðar seldir við innganginn. Fjölmennum. Stjórnin ÚTBOÐ Tilboð óskast í byggingu 10 dreifistöðva úr forsteyptum einingum fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 28. júní 1983 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Tlll 10 herrafataverslanir á höfuðborgarsvæðinu. EUROCARD TIL DAGLEGRA N0TA SEX 6 bóka- og ritfangaverslanir á höfuðborgarsvæðinu. EUROCARD TIL DAGLEGRA NOTA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.