Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11.-12. júní 1983 dægurmál (sígiid?) Big Nós Band Miðað við allt... nema óskap- lega fáar undantekningar sem auðvitað sanna bara regluna ... bera íslendingar af öllum öðrum á heimsgrundvelli í næstum því hverju sem er ... nema þá kannski í lítillæti; en ljúfmennsku grófri og a.m.k. helgarkæti höfum við slatta af. Með allt þetta í huga ríður Þjóðviljinn á hljómplötu- vaðið í dag með íslenskt „pró- dúkt“ vikunnar. Á trússahestun- um koma svo hinar heimsálfurn- ar, allt frá andfætlingum til verndara yfir höfuð og allt um kring. Mórall dagsins er: Veljið sjálf, - veljið rétt! Big nós band - Tvöfalt siðgœði Big nós band er bara Pétur Stefánsson en á Tvöföldu siðgæði hefur hann fengið til liðs við sig þræigott tríó, Friðrykið sáluga Sigurð Karlsson trommara og Tryggva Húbner á bassa og gítar, og svo þann snjalla og fjölhæfa gítarleikara Björgvin Gíslason. Tríóið þetta, þótt á Tvöföldu siðgæði sé í hlutverki leiguliða, er hið leiðandi og drífandi afl plöt- unnar hljómlistarlega séð og hef- ur á valdi sínu auðveldlega rokk- ið nýbylgjað, léttpönkað og - reggeiað. Péturs fyrrnefnds Stef- ánssonar eru hins vegar frum- kvæðið að Tvöföldu siðgæði, lögin utan eitt og hálft (12'/2) og textarnir (nema tveir hálfir). Þar að auki syngur hann flest laganna og það OK, og gutlar lítillega á gítar og píanó (líka OK). Það eru bara textarnir sem mér finnast alls ekki OK, og meira en það... í þeim er einhver leiðindamórall sem ég þoli ekki... kannski sem kvenmaður... Umræddur mórall ... eða viðbrögð mín við honum ... skín líka út úr málverkum Pét- urs sem héngu (eða hanga?) á Mokka til skamms tíma: Skóla- strákafeimnis/kvenfyrirlitningar- sex. Mín vegna vildi ég að text- arnir væru á swahili (ekki svo að skilja að ég skilji öll önnur tungu- mál), því að þá mundi ég fíla þessa plötu miklu betur, sem hún á skilið músiklega séð; mörg þrælgóð lög og vel flutt: t.d. All- sog, allsog sem Ella Magg syngur (flytur...) þrælvel við undirleik tríósins góða, Mér er sama og Bak við gler sem Alla syngur... líka vel (líklega er þetta Alla úr Lólu á Seyðisfirði) og svo Gribba, Get ekki hætt. (Org- hestalegt og stundum koma Fræbblarnir í spilið.. sönginn) og Fullnægðu mér, sem Pétur sýng- ur (það síðastnefnda með góðum stunum Ellu Magg). Semsagt: í Tvöíoldu siðgæði Big nós band sé ég ekkert siðgæði, ekki einu sinni jákvæðu hliðina á því tvöfalda sem titillinn íar að að sé jafnvel fyrir hendi. En fyrir minna viðkvæmar sálir sem „bara“ spá í músikina er margt vitlausara en Tvöfalt sið- gæði á markaðnum, íslenskt eður annars staðar frá. Goanna - Spirit ofplace The Goanna band er „andfætt" Big nós band - nánar til tekið frá Ástralíu - og af textum og við- horfi til h'fsins að dæma er „ment- alítet“ þessara tveggja banda ekki síður andstætt en jarðbund- nasti þáttur vor - lappirnar! Go- anna bandið pælir . í meðferð mannsins á móður jörð - hvernig hvít aðskotadýrin í Ástralíu hafa komið fram í viðskiptum við frumbyggjana og náttúruna. Soldid rock heitir lagið sem einna helst er bundið því og hefur jafn- framt orðið vinsælt þar syðra. Fregnir herma að það sígi nú upp á við í Ameríku. Goanna hljómsveitin spilar „soft rokk“ (mjúkrokk) eða e.k. þjóðlagarokk, minnir stundum á Fleetwood Mac eða Any Trou- ble. Þetta er þrælgóð hljómsveit, dáldið hippaleg á köflum, og mel- ódíur margar góðar. Vanir menn (tveir kvenkyns). KingofComedy Hér eru á ferðinni lög úr kvik- myndinni Konungur grínsins. Undirrituð veit ekkert um kvikmyndina, en af textum að dæma eru lögin ekki valin af handahófi, þótt manni heyrist í fyrstu að þau séu sundurleit í meira lagi. Sá sem um lagavalið sá er Robbie Robertsson úr hljómsveitinni The Band og á hann eitt lag á plötunni Between trains, sómasöng. En það lag sem gerir þessa plötu eftirsóknar- verða er Back on the Chain Gang, eftir Chrissie Hynde, söngvara og gítarleikara í Pretenders. Lag þetta hefur einungis komið út á lítilli plötu. Fyrir þá sem ekki kannast við þetta þrælgóða lag birtum við smjörþefinn með því að birta textann (án leyfis): Back on the chain gang (Chrissie Hynde) I found a picture of you What hijacked my world that night? - To a place in the past we’ve been cast out of Now we’re back in the fight We’re back on the traln Back on the chain gang Circumstance beyond our control The phone, T.V. and the news of the world Got in the house like a pigeon from hell Trew sand in our eyes and descended like flies And put us back on the train Back on the chain gang Marillion — A Jesters Tear Marillion er hljómsveit frá Stóra-Bretlandi með stórt „sánd“. Þeim hefur gengið vel þar í landi með þessa sína fyrstu breiðskífu og kallaðir þungar- okkarar. í mínum gömlu eyrum eru þeir eftirlíking af Genesis, áður en þeir fóru að verða mjög leiðinlegri en þeir voru í byrjun (þ.e.a.s. Genesis). Hér með er ekki ætlunin að afgreiða Maril- lion - þetta er þrælgóð sveit - og -reynir m.a.s. að segja eitthvað með textunum, þó að oftar en ekki syngi þeir á heldur upphöfnu tungutaki (eins og Genesis...). En þeir eiga sínar góðu stundir eins og flestir: The Web The flytrap needs the insect, ivy caresses the wall needels make love to the junkies, sirens seduce with their calls Confidence has deserted me, with you *^has forsaken me confused me and rejected, despised and alone, I kiss isolation on its fevered brow Security clutching me, obscurity threatening me Your reasons were so obvious as my friends have qualified I only laughed away your tears, but even jesters cry I realise I hold the key to freedom, I cannot let my life be ruled by threads The time has come to make decisions, the changes have to be made Decisions have been made, - Ive conquered my fears the flaming shroud The powers that be That force us to live like we do Bring me to my knees When I see what they’ve done to you But I’ll die as I stand here today Knowing that deep in my heart They’ll fall to ruin one day For making us part I found a picture of you Those were the happiest days of my life Like a break in the battle was your part In the wretched life of a ionely heart But now we’re back on the train Back on the chain gang. Chrissie Hynde samdi lag og texta Back on the chain gang og stendur fyrir hvort tveggja með pálmann í höndunum um ófyrirsjáanlega framtíð. A innfelldu myndinni er hljómsveitin Pretenders, áður en helmingur hennar féll í valinn. Sif Jón Viðar Andrea

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.