Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. - 12. júní 1983. ÚTBOÐ Sjóefnavinnslan h.f. óskar eftirtilboðum í út- vegun á tveim hiturum úr stáli. Stærð hvors um sig er 376 m2. Hitarar geta annað hvort verið smíðaðir hér á landi eða verið innfluttir. Gögn fást afhent á skrifstofu Sjóefna- vinnslunnar h.f., Vatnsnesvegi 14, Keflavík og hjá Vermi h.f., Höfðabakka 9, Reykjavík. Tilboðum skal skila Vermi h.f. fyrir kl. 11 mið- vikudaginn 6. júlí 1983. 0ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAKOTI Lausar stöður GJÖRGÆSLUDEILD: Hjúkrunarfræöingar óskast nú þegar til sumaraf- leysinga. Lausar stööur hjúkrunarfræöinga. Til greina kemur hlutastarf, fastar kvöld- og næturvaktir. LYFLÆKNINGADEILD ll-A: Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar til sumaraf- leysinga. Lausar stööur hjúkrunarfræöinga.. Til greina kemur hlutastarf, fastar kvöld- og næturvaktir. BARNADEILD: Fóstra, laus staöa 1. ágúst eöa eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra, sem veitir nánari upplýs- ingar í síma 19600, kl. 11-12 og 13-15 alla virka daga. 8. júní 1983 Skrifstofa hjúkrunarforstjóra Verður sunnudaginn 12. júní Undanfarin ár hafa ungmennafélögin á landinu gengist fyrir sérstökum göngudegi sem nefndur hefur veriö Göngudagur fjölskyldunnar. Að þessu sinni verður Göngudagur fjölskyldunnar jafnframt Mjólkurdagurinn '83. Ungmennafélögin hafa skipulagt gönguleiðir, hvert í sínu umdæmi, sem nánar verða auglýstar á hverjum stað með veggspjöldum. fyljólkurdagsnefnd sér þátttakendum fyrir hressingu á leiðinni og fá þeir allir barmmerki sem jafnframt er lukkumiði. LUKKUNÚMERIN ERU10ALLS: 1. Vikudvöl fyrir tvo á íslensku sveitaheimili með viðurkennda ferðamannaþjónustu eða vikudvöl á Hótel Sögu að vetri til. 2-10. Ýmsar mjólkurafurðir. Úrslit verða birt í dagblöðum helgina 18-19. júni. Allir krakkar, pabbar og mömmur, afar og ömmur! Göngum saman - gleðjumst saman - öll saman Ungmennafélag íslands UMFÍ um helgina Úr sýningu LR, „Úr lífi ánamaðkanna11. Margrét Ólafsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson og Guðrún Ásmundsdóttir. Síðasta sýningarhelgi Um helgina er síðasta sýningar- helgi hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en þessa dagana eru leikarar LR önnum kafnir við að undirbúa skemmtun í Laugardalshöll á 17. júní. A laugardagskvöldið verður sýnt í síðasta sinn leikrit Kjartans Ragn- arssonar, Skilnaður og síðar um kvöldið er miðnætursýning í Austurbæjarbíói á Hassinu hennar mömmu eftir Dario Fo. Síðasta sýningin er svo á sunnudagskvöld- ið, en þá verður sýnt leikrit P.O. Enquist „Úr lífi ánamaðkanna“, sem fjallar um H.C. Andersen og Heiberghjónin. Leikstjóri er Haukur J. Gunnarsson, en aðal- hlutverkin leika þau Þorsteinn Gunnarsson og Guðrún Ásmunds- dóttir. Torfœrukeppni á Hellu Að venju fer hin árlega torfæru- keppni Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu fram um næstu helgi, eða nánar tiltekið laugardaginn 11. júní, kl. 14.00. Keppnin verður haldin á Rangárvöllum rétt austan við Hellu. Keppni þessi er orðinn árviss viðburður á Suðurlandi og gefur hún stig til íslandsmeistaratignar í torfæruakstri, eins og undanfarin ár. Bestu ökumenn landsins munu leiða saman hestöfl sín og má þar nefna Bergþór Guðjónsson ís- landsmeistara frá í fyrra, sem ekur á Willy’s „46 m. túrbínuvél og hef- ur verið ósigrandi undanfarin ár ásamt Halldóri Jóhannssyni sem ekur á Willy’s" 72 401 cub. 210 ha., en hann vann nauman sigur yfir Bergþóri í torfærukeppni á Akur- eyri fyrir skömmu. Fleiri góðir ökumenn keppa einnig sem geta orðið skeinuhættir í brautunum. Tónleikar í Þjóðleikhúsinu Manúelumúsík Á mánudagskvöld verða haldnir í Þjóðleikhúsinu tónleikar þar sem eingöngu verða flutt verk eftir Leif Þórarinsson og eru þau öll með flautu í aðalhlutverki sem Manúela Wiesler leikur á. Þrjú tónverkanna eru beinlínis samin fyrir Manúelu. Kallast tónleikarnir Manúelu- músík. Verkin sem flutt verða eru Son- ata per Manúela (1979), Per Voi (1975), Trio fyrir flautu, cello og piano (1975), Quartetto Claciale (1978) og Sinfonia finale (1983). Auk Manuelu koma fram á hljómleikunum fjölmargir af þekktustu tónlistarmönnum Islendinga. Þeir byrja kl. 20.30. Gunnar Örn í Listmuna- húsinu í dag laugardaginn 11. júní kl. 14:00 opnar Gunnar Örn Gunn- arsson sýningu í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, á málverkum, vatnslitamyndum, grafík og teikningum. Þetta er 14. einkasýning Gunn- ars Arnar en auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði heima og erlendis. Sýningin er opin daglega frá kl. 10:00 - 18:00, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14:00 - 18:00. Lokað mánudaga. Sýningunni lýkur sunnudaginn 26. júní. Gunnar Örn við eitt verka sinna. myndlist Háholt, Hafnarfirði: 18 hafnfirskir myndlistarmenn sem komnir eru af unglingsárum sýna málverk, leirlist og gullsmíði í Háholti í tilefni kaupstaðarafmaelis Hafnar - f jarðarbæjar. Sýningin verður opin til 12. júní. Kjarvalsstaðir: Grafíklistamaðurinn Richard Valt- ingojer opnar um helgina sýningu á verkum sínum i vesturforsal Kjarv- alsstaða. I vestursalnum stendur nú yfir sýning Ijósmyndaklúbbsins Hugmyndar. Báðar sýningarnar verða opnar til 12. júni. Listasafn Einars Jónssonar: Safnið hefur nú verið opnað að nýju og er opið daglega, nema mánu- dagafrákl. 13.30-16. Norræna húsið: Carl Erik Ström frá Finnlandi sýnir 30 svart-hvítar Ijósmyndir. Sýningin er opin alla daga til 13. júní. Myndlistarklúbbur Seltjarnarness: I dag, laugardaginn 11. júní kl. 2 e.h. opnar Myndlistarklúbbur Seltjarn- arness málverkasýningu í Valhúsa- skóla á Seltjarnarnesi. Á þessari sýningu verða 97 verk eftir 12 klúbbfélaga. Ásmundarsalur, samsýning tveggja. I dag hefst samsýning tveggja myndlistarmanna í Ásmundarsal við Freyjugötu, en þar sýna verk sín þeir Sigurbjörn Eldon og Logi Eldon Sveinsson. Opnarsýninginkl. 14.00 og verður opin frá sama tíma til sunnudagsins 19. júní. leiklist Jökull og við „Listatrimm" Stúdentaleikhússins er enn í fullum gangi og ný dagskrá verður frumflutt í kvöld, laugardag kl. 20:30 í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og endurtekin sunnu- daginn 12*. og mánudaginn 13da. Aðeins þessar þrjár sýningar. Grasmaðkur í síðasta sinn. I kvöld, laugardagskvöld verður allra síðasta sýningin á Grasmaðki, nýjasta leikriti Birgis Sigurðssonar. tónlist Vortónleikar Passíukórsins Passíukórinn á Akureyri heldur vor- tónleikasinasunnudaginn12/6ií - þróttaskemmunni Akureyri og hefj- ast þeir kl. 20:30. Á efnisskránni eru tvö verk: Messa í F-Moll eftir Anton Bruckner og Te Deum eftir Marc Antione Charpentier. The Gregg Smith Singers á Islandi. Þekktur bandarískur kór, The Gregg Smith Singers, heldur tónleika í Langholtskirkju í dag, laugardag, kl. 5, og í Gamla bíói á þriðjudag kl. 20.30. ýmislegt Skátamót ÁrbUa Helgina 10.-12. júní heldur skátafé- lagið Árbúar skátamót við Hafra- vatn. Mótið verður við gamla skáta- skálann við suðausturenda vatns- ins. Þarna munu hittast um 150 skátar úr Reykjavík, Garðabæ, Mosfellssveit og Hveragerði. Bakgrunnur mótsins (Motto) er FRIÐUR og ber dagskráin keim af því, auk þess sem tíminn verður not- aður til könnunarferða um nágrenn- ið og annarra skátaiþrótta. Laugardagskvöldið 11. júní kl. 20.30 hefst varðeldur, foreldrar skátanna og gamlir skátar eru sérstaklega boðnir velkomnir til þátttöku í hon- um. Mótsstjóri er Stefanía Gyða Jóns- dóttir. Göngudagur fjölskyldunnar Hinn árlegi Göngudagur fjölskyld- unnar sem ungmennafélögin um land allt standa að sem árlegum þætti i starfi sínu, verður að þessu sinni á morgun sunnudaginn 12. júni. Ibúasamtök Vesturbæjar Aðalfundur fbúasamtaka Vestur- bæjar verður haldinn að Hallveigar- stöðum við Túngötu mánudaginn 13. júní kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða umferðarmál hverfisins á dagskrá. Kynntar verða fyrirhugað- ar breytingar á umferðarhraða í gamla Vesturbænum og á umferð um Öldugötu við Vesturbæjar- skólann. Auk þess verða hugmyndir að nýju umferðarskipulagi i hverfinu til umræðu. fbúasamtökin hvetja ibúa hverfisins til að mæta á fundinn og hafa áhrif á endurskipulagningu umferðarmála hverfisins. „Finnland undir Koivisto" „Finland under Koivisto" nefnist fyrirlestur, sem Pár Stenbáck, fyrr- verandi ráðherra, heldur í Norræna húsinu, mánudaginn 13. júni kl. 20:30.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.