Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. - 12. júní 1983. „HEF ALLTAF GERT ÞAÐ SEM MIG HEFUR LANGAÐ TIL" Ingmar Bergman þarf tæplega aö kynna fyrir lesendum. Þótt flestir hér á landi þekki hann sem kvikmyndaleikstjóra, hefur hann helgað mestan hluta ævi sinnar leikhúsinu. Hann var brautryðjandi á sviði leikkennslu, leikhússtjóri á Konunglega leikhúsinu í Stokkhólmi í mörg ár og hefur sett upp fleiri tugi af eftirminnilegum leiksýningum í Svíþjóð og víðar. Fáir leikstjórar hafa haft eins mikil áhrif á leiklist á Norðurlöndum og því vakti það mikla athygli, þegar hann yfirgaf sænskt leikhús fyrir 7 árum vegna skattamála og settist að í Þýskalandi. Nú hefur hann snúið heim til föðurhúsanna og fyrsta sýningin hans í haust á Dramaten (Konunglega leikhúsinu) verður „Lér konungur". ítilefniaf heimkomunni birtir sænska leikhústímaritið Entré langt viðtal við hann í síðasta tölublaði og er það hér mjög mikið stytt. „Umræðan hér í Svíþjóð fjallar nú mikið um „leikhús leikaranna“ gegn „leikhúsi leikstjórans“. Telur þú að hér sé um andstæður að ræða?“ „Þetta er gerviumræða. Þetta er eins og að verja veika móður sína. Þegar manni finnst maður ekki geta leikstýrt, þá fer maður að tala um „leikhús leikaranna". Eiginlega veit ég ekki hvað mennirnir eiga við, leikhús til- heyrir alltaf leikurunum. Allir leik- stjórar vita að þeir mega missa sín úr uppsetningunni, en ekki leikar- arnir. Þess vegna verður leikhúsið alltaf leikarans. Frá mínum bæjardyrum séð - og ég tala af persónulegri reynslu - frá hugmynd minni um þrjú frumatriði í leikhúsi: orðið, leikarann og áhorfandann, þá er leikstjórinn eiginleg alveg ónauðsynlegur. Ég held að sérhver leikstjóri þurfi að koma auga á það snemma á þróun- arferli sínum, að hann er viðauki í leiksýningu. Það er svo aftur ótvírætt að leik- stjóri er góður viðauki fyrir leik- arana, þar sem hann er lengi vel bæði eyrað og augað sem leikar- arnir leika fyrir, spegillinn sem þeir spegla sig í. Ég held að það sé mjög tómlegt fyrir leikara að hafa engan „mótleikara" fyrir utan leiksviðið. Mér finnst leikhús án leikstjóra leiðinlegt fyrir leikarana - þeir þurfa hvatningu og „viðspyrnu*" í vinnu sinni.“ „Kannski dreymir menn um leikhús eins og commedia dell’arte, - Moliére og Shakespeare gerðu lítið með leikstjóra“. „Þetta held ég að sé algjör mis- skilningur. í hverjum leikhópi hef- ur frá örófi alda fundist einhver „öxull“, skipuleggjari, - leiftrandi persónuleiki - kannski fleiri en einn. Shakespeare og Moliére voru áreiðanlega framúrskarandi leik- stjórar, og commedia dell’arte var „kynslóðaleikhús"" þar sem ættir og fjölskyldur héldu leikhefðinni við.“ „Þú hefur sagt að það væru til lcikrit sem hægt væri að leika án leikstjóra?“ „Já. Eins og afburðagóður strok- kvartett getur spilað án stjórn- anda, þá held ég að afburða leikar- ahópur gæti leikið - t.d. „Dag- leiðin langa inn í nótt“ - án leik- stjóra - en ég held að þeim þætti það leiðinlegt. En þeir gætu það. Kannski væri það bara ágætt - það eru jú til leikstjórar sem koma hvort eð er bara til að gera leikur- unum til hæfis .“ „Þú nefnir orðið sem eitt af þremur grundvallaratriðum í leikhúsi.“ „Já, og ég á þá ekki bara við leikritið sem slíkt - textann. Ég á við atburðarrásina, - söguna.“ „Það er stundum sagt að „leikstjóraleikhúsið“ beygi sig fyrir textanum, sé einskonar þjónkun við textann, og hefti þannig leik- arann?“ „Þetta er fjarstæða. Það er ekk- ert frelsi algjört. Frelsið er fólgið í því, að þú af fúsum vilja viðurk- ennir ákveðnar reglur. Og reglur leikhússins eru svo skýrar og af- dráttarlausar, svo meitlaðar eftir margar aldir, að við skulum ekki láta okkur dreyma um að við get- um brotið þær niður.... Frá mínum bæjardyrum hefur alltaf verið sjálfsagt mál að ganga út frá texta, eíns og það er sjálfsagt fyrir hljómsveitarstjóra að hann Ingmar Bergman snýr aftur til Svíþjóðar eftir 7 ára fjarveru blaðar ekki í eigin nótum, þegar hann stjórnar Júpitersinfóníunni, heldur notar nótur verksins, - eins og hann vill túlka það. í því er stór- kostleg hvatning - og gífurlegt frelsi. Og það er líka skylda okkar. Því að textinn sem við notum í leikhúsi er jafnan miklu marg- ræðari og vand„þýddari“ en nót- urnar. Það sem gildir er að fá eins mikið líf úr textanum og mögulegt er, - án þess að beita höfundinn valdi. Ég er mjög gamaldags hvað þetta snertir. Klassiker er og verður klassiskur vegna þess að hann nær til undir- meðvitundarinnar - hann talar við þig á leyndardómsfullan hátt. Og það er ekki ætlunin að við út- skýrum okkur sjálf í slíkum verk- um - þá getum við alveg eins skrif- að eigin verk. Ég get að vísu skilið hvers vegna menn gera slíkt, vegna þess að ég hef búið í nýjú umhverfi í nærri sjö ár og kynnst örvæntingunni í þýsku leikhúsi. Hvernig á ungur leikstjóri að láta taka eftir sér - láta gagnrýn- endur beina sjónum að sér. Hann hugsar sem svo: „Ég verð að láta mér detta eitthvað frumlegt í hug, svo að þeir taki eftir mér og ég verði gjaldgengur"". Og svo fet hann af stað með eitthvað sem er fullkomlega út í bláinn.... Égsát.d. sýningu á Brúðuheimi- linu í Þýskalandi, þar sem allir héngu á snúru, - það átti að sýna að persónurnar voru fastar í smábor- garalegum þanka. Eða þegar allir leikararnir vaða í kartöfluhrúgu til að ljóst sé að verkið gerist í land- búnaðarþjóðfélagi! Ég neita að viðurkenna svona aðferðir. Þetta er að víkja sér undan verkinu, undan skáldinu og þeim kröfum sem það gerir til túlk- enda sinna.“ „Menn sviðsetja jú sína Ieik- greiningu.“ „Kannski frekar sína sál- greiningu- menn ofskýra sjálfa sig. Það er slappt, - huglaust. Ég held að menn geri þett vegna þess að leikhús virðist þrífast án nokkurrar þekkingar. Ef þú ert tónlistarmaður, þá *&&*#&&** od,- , trtún ,,vvúkb He'&.íftwí' fetða caUu fíWÍ óU'U'1' ofi « V»Jí>*‘’ , „. sefve’Vðú ' . 0etáte ú’j1', ,£«« '•' flSh»í« faV" SéHe^ f éltó S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.