Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 17
Helgin 11. - 12. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 íþrótti r Víðir Sigurðsson 1. deild kvenna í knattspyrnu: Tvö 20 metra mörk á A kranesi Breiöablik í efsta sæti eftir tvœr umferöir John R ichards leik- ur gegn Stuttgart! Annarri umferð 1. deildar kvenna á íslandsmótinu í knattspyrnu lauk á fimmtudagskvöld með tveimur leikjum. Nýliðar Víðis tóku á móti íslandsmeisturum Breiðabliks í garðinum og á Akranesi voru KR- stúlkurnar í heimsókn. í Garðinum vann Breiðablik 3-2 en jafntefli varð á Akranesi, 1-1. Mikið rok ásamt rigningu ein- kenrtji leikinn á Akranesi. Skaga- stúlkurnar léku með ósköpin í bakið í fyrri hálfleik og náðu for- ystu eftir 15 mínútna leik, Ragn- heiður Jónasdóttir skoraði af 20 m. færi, 1-0. Skagastúlkurnar áttu meira í fyrri hálfleiknum en KR náði nokkrum skyndisóknum og fékk nokkrar hornspyrnur sem sköpuðu hættu. í síðarihálfleik snerist dæmið nokkuð við, KR sótti heldur meira án þess þó að skapa sér mikið af færum. Jöfnunarmarkið kom eftir tíu mínútur, Arna Steinsen skaut af 20 m. færi og í netinu hafnaði knöttuirinn, 1-1. Síðari hluta hálf- leiksins sótti ÍA mjög og þá varði Ásta Sveinsdóttir markvörur KR þrívegis vel. Hinum megin fékk Sigrún Blomsterberg hættulegt færi en hvorugu liði tókst að knýja fram sigur. í heild átti Akranes ívið meira í leiknum en úrslitin teljast þó sann- gjörn. Skagaliðið var jafnt, Laufeyju Sigurðardóttur var alveg haldið niðri af Málfríði Sigurhans- dóttur. Sigrún og Sigurbjörg Sig- þórsdóttir áttu bestan leik hjá KR. Katrín hrelldi Blikana í Garðinum byrjaði Breiðablik af krafti, Víðisstúlkur björguðu þrívegis á línu áður en Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoraði á 12. mín- útu eftir sendingu Margrétar Sig- urðardóttur, 0-1 fyrir Breiðablik. Breiðablik sótti áfram látlaust, enn var tvívegis bjargað á línu áður en Bryndís Einarsdóttir bætti við marki á 36. mínútu, 0-2. Talsverðir yfirburðir í fyrri hálfleik og þegar að leikhléi kom hafði Guðríður Guðjónsdóttir í marki Breiðabliks Tfðeins snert knöttinn tvívegis. ^ Breiðablik hélt áfram að sækja eftir hlé, en á 20. mínútu síðari hálfleiks komust Víðisstúlkurnar í sfna fyrstu umtalsverðu sókn. Þær fengu aukaspyrnu á vallarhelmingi Breiðabliks, boltinn barst inn í vlta teiginn til Katrínar Eiríksdóttur sem lék Blikavörnina grátt áður en hún sendi hann í netið, 1-2. Bryndís Einarsdóttir kom Breiðabliki í 1-3, skaut í stöngina og inn eftir skemmtilegt upphlaup. Adam var ekki lengi í paradís því aðeins tveimur mínútum síðar hafði Katrín aftur farið illa með vörn Breiðabliks og skorað, 2-3. Það urðu lokatölurnar. Markvörður Víðis, Kristbjörg Eyjólfsdóttir, var best á vellinum og varði oft mjög vel. Katrín var frísk en að öðru leyti voru engar sérlega áberandi í liðunum í þess- um leik. Staðan Breiöablik............2 2 0 0 4-2 4 Akranes...............2 110 5-13 KR....................2 110 2-13 Valur............... 2 10 14-12 Víöir.................2 0 0 2 2-7 0 Víkingur..............2 0 0 2 0-5 0 Markahæstar Bryndis Einarsdóttir, UBK...............3 Guðrún Sæmundsdóttir, Val............. 3 Ragnheiður Jónasdottir, ÍA..............3 Katrín Eiriksdóttir, Viði...............2 - MHM John Richards, miðherjinn marksækni sem gert hefur garðinn frægan hjá enska knattspyrnuliðinu Wolverhampton Wanderers, kom til landsins í gær og leikur með “stjörnuliðinu" gegn Stuttgart á Laugardalsvellinum í dag, laugardag. Þeir sem fylgst hafa með' enskri knattspyrnu undanfarin ár ættu að kannast vel við John Richards. Hann hefur verið í hópi marksækn- ustu leikmanna 1. deildarsl. áratug en með Wolves hefur hann leikið á fimmta hundrað leiki síðan hann hóf feril sinn hjá félaginu árið 1970. Á þeim tíma hefur hann oftast ver- ið markahæsti leikmaður Wolves, skorað 27 mörk eitt árið og var þá annar mesti markaskorari 1. deildarinnar. Hann varð marka- kóngur hjá Wolves síðast 1981, skoraði þá 13 af 43 mörkum liðsins í 1. deild. John Richard á fjölmarga aödáendur hér á landi enda oft sést á skjánum hjá Bjarna Fei. í ensku knattspyrnunni. Tekst honum að skora hjá Stuttgart í dag? Eins og fram hefur komið, verð- ur Richards í góðum félagsskap. ís- lensku atvinnumennirnir Lárus Guðmundsson, Ragnar Margeirs- son, Magnús Bergs, Sævar Jónsson og Jóhannes Eðvaldsson leika allir með stjörnuliðinu, svo og Hollend- ingarnir frægu Arie Haan og Piet Schrijvers, þungavigtarmark- vörðurinn kunni. Stuttgart sýndi vel útfærða og skemmtilega knatt- spyrnu gegn Víkingi í fyrrakvöld og Asgeir Sigurvinsson, Förster- bræður og hinir í liðinu eru staðráðnir í að sýna íslenskum knattspyrnuáhugamönnum enn meira í dag. Leikurinn í dag hefst kl. 14.30 en á undan skemmta Halastjarnan og Hermann Gunnarsson með ýmis konar glensi. Víkingar hafa ráðist í mikið fyrirtæki með að fá Stuttgart hingað og eiga skilið góðar'undir- tektir á Laugardalsvellinum í dag. . - Póstkröfusími plötuklúbbsins 11620 dOfÍj KARNABÆR itdnor HLJÓMPLÖTUDEILD Austurstræti 22. Laugavegi 66. Rauöarárstig 16. Glæsibæ. Mars. Hafnartiröi. Plötuklúbbur/ Póstkröfusimi 11620.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.