Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 23
Helgin 11. - 12. júní 1983.ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 Á áttrœðisafmœli Stefáns Halldórssonar í Stykkishólmi Hress í landi. Á hafi slyngur. Heillþérgamli Austfirðingur. Nú er hljótt um Hafnarnes. Þar var áöur ærinn skari sem afla dró á mörgu fari. Þoldi bæði vos og vés. Oft var fólkið ört og lúið. Afla varð að draga í búið. Eyðslusemi sást ei þar. Af gjöfulum og góðum miðum gömlumjafnanfylgdusiðum. Og ánægjan var alls staðar. Þarna var þín bernskubrekka, bros þau munu engirflekka. Einnig kraft í köggla fékkst. Lærðir fljótt af lífsins hótum að lifa og standa á eigin fótum. í skóla lífs þar gildur gekkst. Allt er breytt á annan móðinn, allir treysta á ríkissjóðinn, þetta er talið gott og gilt. Eftir reynslu það ég þekki að þannig hugsar Stefán ekki,- Enda er líka öldin spillt. Ég kann að meta hvað þú syngur kæri gamli Austfirðingur. Nú í dag ég þakka þér góða vinsemd, glaðarstundir, gleymast aldrei þessirfundir, og best er að segja eins og er. Heill sé þér á þessum degi þú mátt enn á lífsins teigi taka brýnu, og brosa hlýtt. Vertu áfram ungur bróðir, ennþá loga fornar glóðir. Og enn er skapið ungt og nýtt. Árni Helgason. 1 fp Tilkynnmg til garðeigenda í Reykjavík um nauðsyn aðgæsiu við notkun sterkra eiturefna við garðúðun. • Fjölmargir garðeigendur láta ár hvert úða garða sína með eiturefnum úr X- og A- flokkum eiturefna í því skyni að útrýma skordýrum. Af þessum efnum mun parathion algengast. Hér gengur það undir verslunar- heitinu Egodan-Parathion sem er 35% upp- lausn hins virka efnis (parathions). Efni þessi eru ekki einungis eitruð fyrir skordýrin sem þeim er ætlað að eyða heldur koma verkanir þeirra fram hjá öllum dýrum, sem fyrir þeim verða, þ.á.m. fuglum og þau valdá gjarnan eitrunareinkennum hjá fólki. Eigi er talið unnt að komast hjá notkun þessara sterku efna enn sem komið er, svo sem i gróðurhúsa- ræktun, .en leyfi til notkunar þeirra í þágu almennings eru mjög takmörkuð og bundin þeim einum sem hafa undir höndum sérstök leyfisskírteini frá lögreglustjórum, sem þeir skulu bera á sér þegar úðun fer fram. Jafnframt þessari aðgát er nauðsynlegt, aö garðeigendur geri sér grein fyrir, að æskilegt er að draga sem mest úr notkun hinna sterku eiturefna og fullreyna í þeirra stað önnur hættuminni efni, sem leyft er að selja al- menningi (sjá yfirlit útgefiö af heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu 1. júní 1982). 1. Að ganga úr skugga um að þeir sem fram- kvæma úðunina hafi undir höndum gild leyfisskírteini, útgefin af lögreglustjóra. 2. Einungis má úða í þurru og kyrru veðri. 3. Egodan-Parathion má aðeins nota með styrkleikanum 0.03-0.08% þ.e. 30-80 ml. í 1001. vatns. 4. Úðun er þýðingarlítil og jafnvel gagnslaus nema á aðalvaxtarskeiði lirfunnar, sem algengast er að eigi sér stað fyrstu 3 vik- urnar í júní. 5. Virða skal að öllu leyti aðvörunarspjöld þau sem skylt er að hengja upp í görðum að lokinni úðun með áðurnefndum eitur- efnum. . r Garðeigendum er bent á að kynna sér ræki- lega hvaða trjátegundir er óþarft að úða til varnar gegn skordýrum og ennfremur að afla sér upplýsinga um hvenær hægt er að kom- ast af með notkun hættuminni efna til útrým- ingar þeim. Þeim garöeigendum, sem samt sem áður Reykjavík, 9. júní 1983. vilja fá garða sína úðaða með eiturefnum úr x- og A-fiokkum skai bent á eftirfarandi: Borgarlæknirinn í Reykjavik. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Otrúlega ódýrar eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar og klæðaskápar Sýningarsalurinn er opinn daglega virka daga frá kl. 8-18. INNBU HF Tangarhöfða 2. Sími 86590.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.