Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.06.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 11. - 12. júní 1983. JÓMFRÚARFERÐ MS. Alla þessa öld hafa íslendingar átt þess kost aö sigla með farþegaskipum frá Reykjavík til útlanda en sá merki þáttur í farþegaflutningum slitnaði er Gullfoss var seldur úr landi fyrir 10 árum. Það er því gleðiefni að nú í sum- ar fá þeir á ný að ferðast á þennan klassíska hátt og komast þannig með nokkrum aðdraganda til útlanda en ekki verið skotið þangað á 2-3 tímum í flugvél. Það er góður valkostur. Undir- rituðum var boðiö í jómfrúarferð m.s. Eddu sem farin var 1. júní s.l. ásamt hópi blaðamanna, og þar sem ég býst við að mörgum leiki forvitni á að vita hvernig lífið er um borð í þessari stóru ferju verður hér gerð nokkur tilraun til að lýsa því. Byrjað að dansa við Engey M.s. Edda er 7800 tonna skip og því fjór- um sinnum stærri en gamli Gullfoss. Hún leggst aö bryggju við Kieppsbakka í Sunda- höfn en þar er tollhöfn þannig að skipið er fljótandi fríhöfn allan tímann. Gestir mega því ekki koma um borð við komu eða brott- för. Tollskoðun fer fram eftir að gengið er frá borði. Skip þetta er ekki skemmtiferðaskip eins og margir virðast álíta heldur góð ferja með öllum þægindum og þjónustu. Er við komum um borð um kl. 11 á mið- vikudagskvöld eftir nokkra I: iðroö við miða- og vegabréfaskoðun var gengiö að móttöku svo sem eins og í venjule ;u hóteli og þar fékk maður miða að klefa á C-dekki. Er þangað var komið tók á móti okkur pólsk þerna sem vísaði okkur á klefann. Þetta var venjulegur klefi og býsna þröng- ur. Tvær kojur, einn stóll, fatahengi.lítið borð og vaskur. í skipinu eru líka d /rari klefar, rúmbetri með sóffa (sumir) og göðri sturtu og klósetti. Á miðnætti lagði skipið frá hafnarbakk- anum og brátt öslaði það út iygnan Faxafló- ann. Sumir gengu fljótlega til náða en aðrir fóru strax að leita sér að einhverri skemmt- un eins og íslendinga er venja. Það þurfti heldur ekki lengi að leita því að í reyksaln- um á B-dekki var pólsk hljómsveit farin að spila dillandi dansmúsík og er m.s. Edda skreið fram hjá Engey og flestir voru enn úti á þilfari að virða fyrir sér R,eykjavík og hraðbátana sem fylgdu skipinu var fyrsta parið komið út á dansgólfið, roskin hjón sem stigu sporin hægt og virðulega. Gott viðurværi í mat og drykk Flestir þurftu líka að fá sér bjór fyrir svefninn, það gerði nýnæmið, og þá var ekki að spyrja að því að þeir urðu fleiri en einn og fleiri en tveir hjá ýmsum. Glas af lagerbjór kostar 21 krónu en flöskubjór (t.d. Tuborg, guld) 28 krónur. Gosflaskan var hins vegar dýrari, kostaði 33 krónur í upphafi ferðar en var svo lækkuð niður í 22 krónur eftir kvartanir. Sterkir drykkir með blandi kostuðu hinsvegar 55 krónur. Sígar- ettupakkinn kostar 24 krónur. Skipið er á 6-7 hæðum og á neðsta dekki, töluvert undir sjávarmáli, er diskótek sem opið er til 4 á nóttunni. Þangað er hægt að taka lyftu og er þá eins og Verið sé að ganga inn á Óðal eða einhvern svipaðan stað. Allt rökkvað með flöktandi ljósum. Þeir sem Texti og myndir GFr. voru harðastir af sér þessa fyrstu nótt voru þar auðvitað til lokunar. Vaknað var í býtið morguninn eftir og gengið í aðalveitingasalinn. Hann er í raun og veru glæsilegasta vistarvera skipsins og dálítill stíll yfir honum með léttum, ljósum litum. Þar er standandi stórt hlaðborð, eitthvert hið glæsilegasta sem undirritaður hefur augum litið og maturinn geysilega góður. Hann er allur útlendur en yfirkokk- urinn er finnsk kona, Annisa Martinson, sem fylgt hefur þessu skipi lengi. Morgun- matur kostar 77 krónur, hádegis- og kvöld- matur 220 krónur hvor máltíð. Drykkir eru ekki innifaldir en hver getur etiö eins og hann getur í sig látið af gómsætum réttum, heitum og köldum. Samfastur þessum sal er svo annar og þar er hægt að panta rétti eftir matseðli. í öllum sölum skipsins er þjónað til borðs ef þess er óskað og er flest þjónust- ufólkið íslenskt en einnig nokkrir Pólverj- ar. Þetta fólk var allt af vilja gert, broshýrt og elskulegt, þó að nokkur óánægja með kjörin kurraði undir yfirborðinu eins og síð- ar verður vikið að. Hvað er hægt að gera? En hvað er þá hægt að gera um borð í svona skipi í fleiri daga annað en að drekka og eta? Ef veðrið er gott er að sjálfsögðu hægt að fá sér stól og sitja úti á dekki til að sóla sig. Svo er hægt að fara niður á neðsta dekk (við hliðina á diskótekinu) og fá sér sundsprett í lítilli en ágætri sundlaug. Sérstaklega er gaman að synda þegar dálítill veltingur er á skipinu því að þá er öldugangur í sund- lauginni. Við búningsklefana eru líka saunaböð fyrir konur og karla og þarna eru enn einn barinn. Þeir sem eru haldnir spilafíkn geta farið í rúllettu eða 21 í sérstöku spilavíti og þar er auðvelt að verða nokkrum þúsundum króna ríkari eða fátækari eftir atvikum en ekki ráðlegg ég þó nokkrum manni að leggja slíkt fyrir sig. Uppi á efsta dekki er líka bíósalur og Hinn glæsilegi veitingasalur á B-dekki. í barnaleikherberginu stóð Solidarnosc á töflunni og var ekki hægt að má það út. Óþarfi er að taka það fram að skipið er pólskt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.