Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 19
Helgin 13.-14. nóvember 1982 t>JóÐVILJINN — SÍÐA 19 erlendar bæhur Werner Miiller Gúnther Vogel: dtv-Atlas zur Baukunst Tafeln und Texte. Band I - Allgemeine Teil - Baugeschichte von Mesopotamicn bis Byzanz. Band 2 - Baugeschichte von der Romantik bis zur Gegenwart. De- utscher Taschenbuch Verlag 1974-81. Þetta er stíl og listasaga bygginga frá upphagi og fram á okkar daga, einnig tæknileg útlistun aðgerða við byggingar. Uppdrættir og skýr- ingarmyndir í litum fylgja í texta. Uppdrættir og myndir eru alls 264 og lesmál alls 600 blaðsíður, Um- fjöllunin er eftir tímaröð og í greinagóðu efnisyfirliti má strax finna þá þætti sem menn vilja kynna sér sérstaklega einnig fylgir ágætt registur. Þetta rit einkennist af knöppu og skýru formi, ítarlegum upplýsing- um og ágætum uppdráttum og myndefni, en þetta eru einkenni dtv-Atlasanna um aðrar greinar. Nigel Fisher: Harold Macmillan A Biography. Weidenfeld and Nicoison 1982. Macmillan skráði minningar sín- ar, sem komu út í sex bindum á árunum 1966-73. Þær þykja nokk- uð svo þurrar á köflum, enda er maðurinn ekki af þeirri tegund manna, sem blaðrar um einkamál og innstu hugrenningar sínar og ef hann ætti perlur myndi hann aldrei kasta þeim fyrir svínin. Macmillan var einn af þessum gömlu íhalds- mönnum, sem fátt er orðið um nú á dögum. Ævisöguritarinn er einnig íhaldsmaður og hann segir að Mac- millan hafi gert sig að íhaldsmanni. Bók Fishers er sett saman með fullu samþykki Macmillans, en þeir hafa þekkst síðustu 35 árin. Höf- undurinn rekur ættir Macmillans, lýsir barnæsku hans og námi í Eton og Oxford, herþjónustu hans í Fyrri-heimsstyrjöldinni og síðan ferli hans sem þingmanns frá 1924. Hann starfaði við útgáfufyrirtæki ættar sinnar, sem er nú meðal þeirra viðameiri á Englandi og með útibú og dótturfyrirtæki víða um heim, sem ber sama nafn. Hann varð ráðherra í ýmsum ráðuneyt- um og loks forsætisráðherrá Breta á árunum 1957-63. Bók þessi er lið- lega skrifuð skýrsla um ævi þessa stjórnmálamanns. Marguerite Yourcenar: Memoirs of Hadrian. Translated from the French by Grace Frick in colloboration with the author. Penguin Books 1982. Höfundurinn er fyrsta konan sem valin var í frönsku akademí- una, og var þarmeð rofin margra alda hefð. Hún varð heimsfræg eftir að Hadrian kom út 1951. Marguerite de Crayencour, eins og hún heitir réttu nafni var mög bráðgjör, las Racine og grísku leikritaskáldin átta ára gömul og tók að læra latínu 10 ára og grísku 12 ára. Hadrian ber þekkingu hennar á sögu og máli Rómverja glöggt vitni og er listilega skrifuð bók og ofar tímunum. Hjólbarðasólun — Kaldsólun — Heitsólun Úrvals dekk — Einstakt verð Hjólbarðasala r a sóluðum og nýjum hjólbörðum Sendum gegn póstkröfu um land allt Öll hjólbarðaþjónusta - Opið alla daga GÚMMtVINNUSTOFAN Skipholti 35 — Reykiavik — Sími 31055. Innlwlhmpeningaseðla og myntar í gömhim krónum Athygli fólks er vakin á því að nú er hver síðastur að fá gömlum krónum skipt fyrir nýjar, en lokafrestur til að innleysa seðla og mynt í gömlum krónum rennur út um nœslu áramót. I Slegnirpeningar(mynt) 1 KRÓNA Þvermál: 22,5 mm Þyngd: 4,75 g 1 KRÓNA Þvermál: 17 mm Þyngd:0,61 g Málmur: Nikkel/látún Útgefnir: 1925-1975 Málmur: Á1 Útgefnir: 1976-1980 5 KRÓNUR Þvermál: 20,75 mm Þyngd: 4,00 g 10 KRÓNUR Þvermál: 25 mm Þyngd: 6,50 g Málmur: Kopar/nikkel Útgefnir: 1969-1980 Málmur: Kopar/nikkel Útgefnir: 1967-1980 ÍOO 100 KRÓNUR Stærð og myndefni sbr. A 100 krónur. Aðallitir: Blágrænn og fjöllitaívaf (framhUð), blágrænn (bakhlið). Peningaseðlar, útgefnir af SEÐLABANKA ÍSLANDS skv. lögum nr. 10 frá 29. mars 1961: 500 KRÓNUR Stærð: 150 x 70 mm. Myndefni: Á framhlið er mynd af Hannesi Hafstein, en á bakhlið er mynd af fiskibát og áhöfn hans á veiðum. AðaUitir: Grænn (framhlið og bakhlið). oo 1000 KRÓNUR Stærð: 160 x 70 mm. Myndefni: Á framhlið er mynd af Jóni Sigurðssyni óg Alþingishúsinu, en á bakhlið cr mynd af Þingvöllum. AðalUtir: Blár og fjöUitaxvaf (framhlið), blár (bakhUð). 5000 KRÓNUR s Stærð: 160 x 70 mm. Myndefni: Á framhlið er mynd af Einari Benediktssyni og rafstöðinni við Irafoss, en á bakhlið er mynd af Dettifossi. Aðallitir: Ljósbrúnn og fjöllitaívaf (framhlið og bakhlið). | Œ í öllum framangreindum peningaseðlum (A og B) er lóðréttur i öryggisþráður og vamsmerki, sem ber mynd af Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins. g Bankar og sparisjóðir eru ekki lengur skuldbundnir til að innleysa gamlar krónur, en munu taka að sér milligöngu fyrir viðskiptavini að fá þær innleystar hjá Seðlabankanum, en hann mun innleysa peningana að einum hundraðshluta ákvæðisverðs fram til 31. desember 1982. Reykjavík, í nóvember 1982 SEÐLABANKI ÍSLANDS 50 KRÓNUR Þvermál: 30 mm Þyngd: 12,50 g Málmur: Nikkel Útgefnir: 1968 (minnispeningur) 50 KRÓNUR Þvermál: 30 mm Þyngd: 12,50 g Málmur: Kopar/nikkel Útgefnir: 1970-1980 II Peningaseðlar A Peningaseðlar, útgefnir af LANDSBANKA ÍSLANDS - SEÐLABANKA skv. lögum nr. 63 frá 21. júní 1957: ÍOO 100 KRÓNUR Stærð: 150 x 70 mm. Myndefni: Á framhlið er mynd af Tryggva Gunnarssyni og Hólum í Hjaltadal, en á bakhUð er mynd af fjárrekstri og Heklu í baksýn. AðaUitir: Blágrænn og fjöllitaívaf (framhlið), ljósgrænn (bakhUð). 1000 KRÓNUR Stærð, myndefni og Utir sbr. A 1000 krónur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.