Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-14. nóvember 1982 Afskekktur skammt frá alfaraleið Hestasteinninn sem kenndur er við Höllu. í brún steinsins sem vísar að myndinni er gat til að binda hestana í. Myndir og texti: GFr. Eigandi Straumfjarðar og síðasti bóndinn þar heitir Magnús Guðbjarnason, snaggaralegur náungi um fertugt. Hann hætti öll- um búskap fyrir fáeinum árum og starfar nú í Borgarnesi en er þó með annan fótinn í Straumfirði. Þangað fluttu foreldrar hans árið 1939 svo að hann hefur alið þar • allan sinn aldur. Ég hitti hann að máli á Hofsstöðum í sömu sveit og hann ákvað að fara með mig ofan eftir og með í för slóst Jón Friðjónsson bóndi á Hofsstöðum, afkomandi sægarpa á Mýrum. Afleggjarinn niður í Straumfjörð er um 5 km og heldur slæmur venjulegum bílum. Þar að auki þarf að sæta sjávarföllum til að komast alveg að bænum því að hann stendur á eyju. Sennilega kemur upp í hugum flestra, þegar Straumfjörður er nefndur, Pourqoui Pas?-slysið sem varð í september 1936 en þá fórust 38 menn á svokallaðri Hnokka- flögu beint út af Straumfirði. Frá- sögn af því hræðilega slysi kemur bráðlega í Þjóðviljanum og verður ekki frekár um það fjölyrt hér. En Straumfjörður á sér raunar merki- lega sögu að öðru leyti. Á 14. öld bjó þar mikill kvenskörungur er Halla hét og eru varðveittar miklar þjóðsögur um hana en því miður fátt af óyggjandi heimildum. Og af og til um aldir hefur verið verslað í Straumfirði. Þar versluðu Hansa- kaupmenn fyrr á öldum, síðan Danir og loks Islendingar í síðustu öld. Enn eru miklar minjar í Straumfirði, um tíð Straumfjarðar- Höllu, verslunina, forna sjósókn og búskaparhætti. Þar er því gam- an að ganga um tún og garða. Sundið sem skilur eyna frá landi er örmjótt og þar verður dýpi mest um 2 metrar á stórstraumsfjöru en þegar smástreymt er má vaða yfir. Núna er fjara og þarna á milli á jeppinn greiða leið eftir rennislétt- um og hörðum sandbotni. Ævintýralegt land Það sem fyrst vekur athygli manns, þegar komið er upp á tún- ið, er hversu grösugt er í Straum- firði, Magnús segir okkur að sjór- inn hafi verið farinn að brjóta landið mikið en vörn hafi verið snúið í sókn og ræktuð upp tún á sandbökkum. Hesthús við Höllu- gróf, sem áður varð að leggja af Hér sér fram á Höllubjarg með vörðuna þar sem hæst ber. Hún er fornt siglingamerki. Kóranes sést fjær. Búskapur viö sjávarsíöuna vestur á Mýrum hefur aö ýmsu leyti dregistsaman á undanförnum áratugum. Sjósókn er af lögð þar fyrir um 20 árum og hlunnindabúskapur er oröinn lítill miðað viö þaö sem áöur var. Fólki hef ur fækkaö. Þó aö þetta landsvæði sé skammt frá alfaraleið veröur þaö aö teljast heldur afskekkt. Mýrarnareru flatlendarog blautarog feröamenn fýsir lítt aö tefja för sína meö því aö svipast um þar niður frá. Þó er heill ævintýraheimur við sjóinn. Ótal sker og eyjar eru úti fyrir en á ströndinni skiptast á klettaborgir og drifhvítir sandar. Blaðamaöur Þjóöviljans kom um daginn í Straumfjörö í Álftaneshreppi enda haföi honum veriö sagt aö þar væri einnafegurst á Mýrum. Þaö er orö aö sönnu og verður sagt frá heimsókninni á þessa fornfrægu stór- jörö. vegna sjavaragangs, eru nú inni á miðju túni. Veðrið er stillt og fag- urt og ævintýri um að litast. Hólar og hæðadrög, eyjar, sund og sker svo langt sem augað eygir. Á vorin og framan af sumri kvað vera íðandi fugla- og dýralíf í Straum- firði en nú er fremur hljótt og túnin gul enda komið fram á vetur. Skerjagarðurinn fyrir framan Mýrar er stundum kallaður kirkju- garður skipanna enda mörg steytt þar á skeri. Magnús segir að það sé undarlegt til þess að vita að íbúðarhúsið í Straumfirði, sem reist var upp úr aldamótum, sé sennilega mest allt smíðað. úr viðum skipa sem farist hafa með manni og mús. Aldrei sagðist hann þó hafa orðið var við neitt misjafnt þó að hann hafi verið mikið einn á þessum afskekkta bæ með gnauðandi veðurhljóðum á dimmum vetrum. Á Höllubjargi Okkur verður fyrst fyrir að; ganga út á Höllubjarg en þar er sagt að fiskhjallur Höllu hafi staðið þar sem hæst ber. Nú er þar forn varða, gamalt innsiglingarmerki. Vestanvert við bjargið heita HöUu- naust og varir tvær fornar er nefnd- ar eru Hölluvarir. Þær hafa ekki verið notaðar á síðari öldum enda ólendandi í þeim nema í sléttum sjó. Uppíaðra þeirrarak sjómann-1 inn af Pourquoi Pas?, þann eina sem af komst. Honum var kippt í land af unglingspilti í Straumfirði. Höllubjarg stendur við mjóa röst sem kölluð er Straumfj arðarröst en hinum megin er Kóranes. Þetta er fjarðarmynnið á Straumfirði og vegna þess hvað það er þröngt verður þarna beljandi straumur Uppsátur við hina fornu Icndingu. Eyjan á móti er Suður-Búðarey. Þar eru rústir af gömlum sjó- búðum. Húsgrunnur af verslunarhúsi Ásgeirs Eyþórssonar, föður Ásgeirs forseta, undir Höllubjargi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.