Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 13.11.1982, Blaðsíða 22
22SÍDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-14. nóvembcr 1982 Rætt við Þorgils Ottar Mathiesen landsliðsmann í handknattleik „Þetta er Meðfylgjandi myndir tók -gel- af Þorgils Óttari í leik íslendinga og Dana í Norðurlandamóti pilta í handknattleik um síðustu helgi. Þorgils Óttar Mathiesen. Þetta nafn hefur á skömmum tíma oröið feitletrað á íþróttasíðum dagblaðanna og tungutamt í munni íslenskra handknattleiksunnenda. Þó Þorgils Óttar sé ungur að árum, nýlega orðinn tvítugur, hefur hann skipað sér sess sem einn okkar besti línumaður í handknattleiknum. Hann hefur þegar leikið 17 landsleiki fyrir Islands hönd auk f jölda pilta- og unglingalandsleikja og er fyrirliði landsliðs pilta 20 ára og yngri sem varð í þriðja sæti á Norðurlandamótinu um síðustu helgi. Þorgils Óttar er sonur Matthíasar Á. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra og eins dyggasta stuðningsmanns 1. deildarliðs FH í handknattleik og hann er því fæddur FH-ingur eins og hann segir sjálfur. Þorgils Óttar stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá verslunarskólanum s.l. vor. í síðustu viku litum við inn hjá honum á Hringbrautinni í Hafnarfirðinum og ræddum við hann vítt og breitt um hann sjálfan, FH og íslenskan handknattleik. - Þorgils Ottar, er alltaf sami ríg- urinn á milli FH og Hauka hérna í Hafnarfirðinum? ”„Hann hefur óneitanlega minnk- að síðustu árin og hjá þeim sem eru á mínum aldri er fianh nánást enginn. Ástæðan er sjálfsagt að miklu leyti sú að Haukarnir hafa dalað, leika nú í 2. deild og liðin mætast ekki tvisvar á vetri nú í hörkuleik í 1. deildinni eins og áður. Annars reyna þeir sem eldri eru að viðhalda þessum ríg, sumir hverjir". - Nú er FH-liðið ungt að árum en samt við toppinn. Er nýtt stórveldi á leiðinni? „Það vona ég svo sannarlega! í liðinu nú eru flestir fæddir á árun- um 1960-62 og hafa leikið saman frá því í 5. flokki. Menn þekkja því hver annan út og inn og að auki erum við miklir félagar utan vallar svo „mórallinn" er mjög góður. - Samvinna ykkar Kristjáns Ara- sonar er mjög rómuð og þú hefur skorað fjölda marka eftir línusend- ingar hans. Hefur hann verið að gefa svona á þig síðan í 5. flokki? „Ekki get ég sagt það; við erum jú búnir að spila saman Iengi en þessi skilningur okkar á milli hefur að mestu komið fram núna síðustu árin.“ - Hvcrjir hafa haft mest áhrif á þinn handknattleiksferil? „Það hafa margir komið við sögu. Geir Hallsteinsson þjálfar okkur núna.og áður hafa það verið menn eins og Birgir Björnsson, Janus Guðlaugsson, Þórir Jónsson, Jó- hannes Magnússon og fyrirliðinn okkar núna, Guðmundur Magnús- son, en hann þjálfaði okkur í 2. flokki. Allir þjálfarar hafa verið FH-ingar. Hvatningin hefur líka verið mikil frá fjölskyldu, svo og hinum fjölmörgu stuðnings- mönnum FH. Við eigum örugglega sterkasta heimavöllinn í 1. deildinni vegna hinnar miklu og góðu stemmningar og trygga áhorf- endur sem fylgja okkur þegar við leikum í Laugardalshöllinni." Víkinga vantar leikgleði „Fólk hérna í Firðinum er orðið leitt á þessari einokun Víkinganna í 1. deildinni. Meistaratitillinn hefur ekki unnist síðan 1976, FH hefur að vísu náð nokkrum sinnum í silfrið, en það er ekki nóg, menn vilja fara að endurheimta meist- aratignina." - Ertu bjartsýnn á að það takist? „Já það er ég. Ætli við förum ekki í úrslitakeppnina með KR og Vík- ingi. Það er erfitt að spá um fjórða liðið en ég giska á Þrótt. Framar- arnir fara niður í 2. deild með ÍR. Víkingarnir eru ekki eins sterkir og þeir hafa verið, það vantar hjá þeim alla leikgleði, þeir hafa ekki gaman af því sem þeir eru að gera og þá er tilgangurinn hreinlega ekki fyrir hendi meðan menn fá ekki borgað fyrir þetta, Á þeirra æfingum veit ég að það er lítið sem ekkert spilað, þær byggjast upp á bolta- og keyrsluæfingum. Ég er virkilega bjartsýnn á að við náum að vinna deildina, okkar aðalsmerki er leikgleðin og við höf- um oft unnið leiki hreinlega á því hve gaman við höfum haft af þessu.“ - Hvernig er staðið að unglinga- málum hjá FH? „Það hefur verið lögð mikil rækt við yngri flokkana og góð stjórn á málum. Við höfum haft toppþjálf- ara í gegnum árin, yfirleitt leik- menn úr FH, en það er gífurleg hvatning fyrir þá yngri að njóta leiðsagnar þeirra. Áf þessu er að skapast vandamál, vegna þess mikla álags sem fylgir því nú orðið að æfa og leika með meistaraflokki hafa menn hreinlega ekki tíma til að taka að sér þjálfun að auki. Þetta bitnar óneitanlega á þeim yngri.“ - Hvað viltu segja um þetta nýja fyrirkomulag í 1. deildinni að fjölga leikjum svona mikið. Er þetta til bóta? „Það er virkilega erfitt að vera 1. deildar leikmaður í vetur en þetta . ber örugglega árangur seinna þeg- ar í alþjóðlega keppni er komið. Þar er spilað á hverjum degi, eins og á Norðurlandamótinu hjá okkur á dögunum, og þetta skólar menn til.“ - Er álagið ekki gífurlegt? „Hjá þeim sem eru í landsliði er það mikið. A-liðið æfir tvisvar á dag núna, ég hef að vísu fengið frí frá þeim æfingum vegna NM pilta, en á meðan það æfir svona stíft verða menn að sleppa æfingum hjá sínu félagsliðiÁ - Hvað eru þá félagsliðin að gera núna? „Þar held ég að sé aðallega verið að keyra upp þrek. Vegna leikja- fjöldans undanfarið í 1. deildinni hafa æfingar verið þeim mun færri og þeir sem hafa setið mikið á var- amannabekknum hafa hreinlega dottið úr æfingu. Síðan verður slakað á rétt áður en mótið byrjar á fullu á ný en hjá þeim félögum sem eiga leikmenn í A-landsIiðinu nýt- ist þessi tími illa fyrir spilaæfingar og leikkerfi." Þetta er miít líf - Hve lengi heldurðu að þú endist til að stunda handknattleik af sama krafti og nú? „Ég er bara rétt að byrja! Þetta er mitt líf, allt gengur út á handbolt- ann og er skipulagt í samræmi við hann. í slíku tilfelli er nauðsynlegt að fólk eigi eitthvert annað áhuga- mál sem það getur leitað til þegar það er orðið þreytt og vill gleyma hinu um tíma, en þetta hefur mér ekki tekist. Ég hef áhuga á að snúa mér að þjálfun, ég hef aldrei feng- ist við hana en nú er mig farið að kitla í hendurnar eftir að prófa.“ - Margar stórstjörnur í íslenskum handknattleik hafa farið utan og leikið með þekktum liðum. Er eitthvað slíkt á döfinni hjá þér? „Á meðan ég er í viðskipta- fræðinni fer ég ekkert. Það er þó kannski erfitt að fullyrða nokkuð, það er ómögulegt að segja hvernig maður myndi bregðast við ef eitthvað stæði til boða sem freistaði verulega. Það er alltaf slæmt fyrir íslensku félögin að missa þannig sína bestu menn, nú er Kristján Ar- ason t.d. volgur og við reynum að halda í hann eftir mætti.“ Þjálfarar með ráðherralaun - Að lokurn, Þorgils Óttar, er eitthvert sérstakt málefni í hand- knattleiksheiminum sem þú vilt vekja athygli á? „Þjálfaramálin, ’handknatt- leiksþjálfarar eru alltof hátt launaðir hér á landi. Á meðan leik- menn puða á hverjum degi án þess að fá nokkuð fyrir það eru þessir menn með ráðherralaun. Menn eins og Anders Dahl hjá KR og Bogdan hjá Víkingi hafa geysiháar tekjur og það væri nær að hafa launin nær einhverju meðallagi og gera eitthvað fyrir leikmenn í stað- inn; veita þeim t.d. umbun fyrir unninn titil vegna þess mikla álags sem þeir leggja á sig.“ Þar með var kominn tími til að ljúka við kaffið og meðlætið, halda til Reykjavíkur á ný og setjast við ritvélina og símann. Það er alltaf nóg að gerast í íþróttaheiminum. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.